Innlent

Fréttamynd

Acer með mestu markaðshlutdeildina

Tölvuframleiðandinn Acer er með 20,3 prósenta markaðshlutdeild á fartölvumarkaði í Evrópu og er það mesta markaðshlutdeildin í álfunni, samkvæmt nýútkominni skýrslu greiningafyrirtækisins Gartner. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið situr í fyrsta sæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samkeppnin ekki grimm

Framkvæmdastjóri FÍB blæs á þá skýringu að grimm samkeppni skýri lakari afkomu olíufélaganna. Hann segir álagningu olíufélaganna á eldsneyti hafa hækkað síðastliðin tvö ár, og snarhækkað á dísilolíu.

Innlent
Fréttamynd

Storebrand keyrir fram úr væntingum

Hagnaður norska fjármálafyrirtækisins Storebrand nam 576 milljónum norskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 6,3 milljörðum króna, sem er 73 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þetta er næstum tvöfalt meira en greinendur gerðu ráð fyrir. Kaupþing og Exista eiga rúman fjórðung í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Google auglýsir í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson

Svo virðist sem Google leitarvélin sé farin að auglýsa Prins Póló í Danmörku fyrir Ásbjörn Ólafsson ehf. Neðarlega á forsíðu danska blaðsins BT má sjá nafn fyrirtækisins. Þegar smellt er á það kemur upp auglýsing frá Ásbirni Ólafssyni sem hægt er að lesa bæði á Íslensku og ensku. Þar eru ýmsar vörur sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Svosem Knorr, Sonax og auðvitað Prinsinn.

Innlent
Fréttamynd

Umferð minni en á venjulegum föstudegi

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð gengið vel í þeirra umdæmi í dag og straumur út úr bænum jafnvel verið minni nú í upphafi Verslunarmannahelgar en á venjulegum föstudegi. Svo virðist sem fólk með hjólhýsi og tjaldvagna hafi frekar lagt af stað úr höfuðborginni í gær þar sem spáin fyrir daginn í dag var ekki góð.

Innlent
Fréttamynd

Íþrótta- og æskulýðsþátttaka fólks af erlendum uppruna efld

Ungmennafélag íslands hefur ákveðið að stórefla íþrótta- og æskulýðsþátttöku fólks af erlendum uppruna sem búsett er á íslandi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi félagsins sem haldinn var á Höfn í Hornafirði í gær á 100 ára afmælisdegi hreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Um hundrað jarðskjálftar við Upptyppinga í dag.

Hátt í hundrað jarðskjálftar hafa mælst við Upptyppinga í dag, í skjálftahrinu sem enn stendur yfir. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst þar í þessari viku og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið. Þá er lögreglan á Húsavík og Seyðisfirði í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta og útafakstur

Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl velti bílnum sem hann ók á Suðurstrandavegi í kvöld. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn var talsvert skemmdur að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Vinnuslys í IKEA

Starfsmaður IKEA féll af lyftara á lager verslunarinnar í Kauptúni í Garðabæ um klukkan sjö í kvöld. Hann var flyttur á slysadeild og er talið er að hann hafi fótbrotnað á báðum að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarfulltrúi mótfallinn aldurstakmörkunum á tjaldsvæði

Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Lista fólksins, á Akureyri er mótfallinn ákvörðunum um að loka tjaldsvæðum á Akureyri fyrir hluta fólks. "Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég tók ekki þátt í þeirri ákvörðun, að loka tjaldsvæðunum á Akureyri fyrir hluta fólks.

Innlent
Fréttamynd

Pólitískar handtökur á Íslandi

Pólitískar handtökur eru staðreynd á Íslandi, segir Eva Hauksdóttir, aðgerðarsinni. Hún kveður fjölmarga hafa verið handtekna fyrir það eitt að vera nærstadda við mótmæli Saving Iceland. Sjálf segist hún hafa verið svipt frelsi í níu klukkustundir eftir að hafa fylgst með mótmælum við Hellisheiðarvirkjun í síðustu viku. Hreyfingin hyggst kæra Ríkissjónvarpið til siðanefndar Blaðamannafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Samræmdar aðgerðir vegna hugsanlegra eldsumbrota

Vegna viðvarandi skjálftahrinu norðan af Vatnajökli nánar tiltekið við Upptyppinga var í gær boðað til fundar með lögreglustjórum og yfirlögregluþjónum í umdæmum sýslumannanna á Húsavík og Seyðisfirði ásamt deildarstjóra almannavarnadeildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu með skrekkinn þegar skotið var á bíl í Reykjanesbæ

Talið er að skotið hafi verið úr loftbyssu eða loftriffli á bíl sem stóð við Heiðarholt í Reykjanesbæ um kvöldmatarleytið í gær. Stúlka var að taka barn úr barnabílstól þegar ein rúðan í bílnum mölvaðist, að því er fram kemur á fréttavef Víkurfrétta.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Hvalfirði

Einn maður var fluttur í skyndi með sjúkrabíl á Slysadeild í Fossvogi eftir bílveltu á Eyrarfjallsvegi við bæinn Mýrdal í Kjós. Að sögn lögrelgunnar á höfuðborgarsvæðinu átti slysið sér stað rétt eftir klukkan sjö í kvöld. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Unglingsstúlka flutt með þyrlu á slysadeild eftir bílveltu í Gnúpverjahreppi

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sautján ára stúlku á slysadeild í Reykjavík eftir að bíll sem hún var farþegi í valt í Gnúpverjahreppi rétt fyrir ofan Geldingaholt í kvöld. Grunur leikur á að stúlkan hafi hlotið háls- og hryggáverka. Fimm manns voru í bílnum og var stúlkan farþegi í aftursæti hans. Annar farþegi var færður til skoðunar á Heilsugæslustöðina í Laugarási en aðrir sem í bílnum voru sluppu ómeiddir að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Átján ára aldurstakmark inn á tjaldsvæði á Siglufirði

Aðstandendur Síldarævintýris á Siglufirði vilja í ljósi umræðu um aldurstakmörk á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina taka það fram að börnum yngri en 18 ára er bannaður aðgangur að tjaldsvæðum á Siglufirði nema þau séu í fylgd foreldra eða forráðamanna.

Innlent
Fréttamynd

Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár

Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar.

Innlent
Fréttamynd

Kerfisskýring á fæð skattadrottninga

Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur.

Innlent
Fréttamynd

Læknanemar dreifa 15.000 smokkum

Ástráður, forvarnarstarf læknanema, hefur í samstarfi við Halldór Jónsson, innflytjanda Durex á Íslandi, og fleiri góða aðila ákveðið að hrinda af stað smokkaátaki um Verslunarmannahelgina, á Gay pride hátíðinni og á Menningarnótt.

Innlent
Fréttamynd

ísland yfirtekur starfsemi Ratsjárstofnunar

Ísland mun yfirtaka starfsemi Ratsjárstofnunar frá og með 15. ágúst næstkomandi. Starfshópur skipaður sérfræðingum utanríkisráðuneytisins vinnur nú að undirbúningi yfirtöku íslenskra stjórnvalda á starfsemi stofnunarinnar og aðlögun að íslenskri stjórnsýslu.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn græddi 26 milljarða eftir skatta

Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins var 26,3 milljarðar króna eftir skatta. Arðsemi eigin fjár var 39%. Það er sex milljörðum króna betri afkoma en á sama tímabili í fyrra. Heildareignir bankans námu 2.597 milljörðum króna í lok júní 2007 í samanburði við 2.173 milljarða króna í upphafi ársins.

Innlent
Fréttamynd

Varðskipsmenn björguðu unglingum úr sjónum

Skipverjar á varðskipinu Tý björguðu í gær tveimur unglingum sem höfðu velt seglbát sínum á pollinum á Ísafirði. Varðskipið var í höfn á Ísafirði þegar þetta gerðist og skaut snarlega út báti til þess að bjarga þeim. Þeir voru þá blautir og kaldir.

Innlent
Fréttamynd

Aukið samstarf við Nýfundnaland og Labrador

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador, vilja vinna að gerð sérstaks samkomulags um aukið samstarf þessara tveggja granna við Norður-Atlantshaf. Geir átt í dag fund með Williams í St. John's þar sem fjallað var um samskiptin við þetta norðvestlægasta fylki Kanada og hugsanlega eflingu á milli Íslands og fylkisins.

Innlent
Fréttamynd

Reykingarbannið leiðir af sér drykkju utandyra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir nokkuð hafa borið á því eftir að reykingarbannið á veitingastöðum tók gildi 1. júní síðastliðinn að gestir taki með sér áfengi út og neyti utandyra. Lögreglan vill af þeim sökum vekja athygli á ákvæði 3. málsgreinar 19. greinar áfengislaga sem bannar með öllu að áfengi sem selt er á veitingastað sé borið þaðan út af gestum staðarins eða öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin varar við hvassviðri

Mjög hvasst er sumstaðar á Suðaustur- og Austurlandi. Sérstaklega er varað við sterkum vindi í Oddaskarði en einnig í Hvalnesskriðum og við Almannaskarð.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir vitnum að skemmdum á bensíndælu

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að skemmdum sem urðu á bensíndælu hjá N1 í Grindavík aðfaranótt sunnudags. Óþekktur aðili var að dæla bensíni en ók á brott án þess að taka slöngu bensíndælunnar úr bensíntanki bifreiðarinnar. Af þessu hlutust nokkrar skemmdir.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri vísar því á bug að minnihlutinn hafi ekki fengið að leggja fram bókanir

Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, vísar því til föðurhúsanna að minnihluti í bæjarstjórn hafi ekki fengið að bóka sitt álit á samkomulagi bæjarstjórnar við Kalmansvík ehf. Samkomulagið gefur Kalmansvík ehf. heimild til að útfæra allt að sjö hektara land við Kalmansvík þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri.

Innlent