
Erlent

Afkoma Storebrand talsvert yfir væntingum
Norska fjármálafyrirtækið Storebrand hagnaðist um 675,8 milljónir norskra króna, 8,3 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi. Þetta er talsvert yfir væntingum. Kaupþing og Exista eiga tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu.

Við núllið í Bandaríkjunum
Helstu hlutabréfavísitölur leituðu jafnvægis í átt til núllsins eftir stökk uppá við í upphafi viðskiptadagsins í kjölfar þess að auðkýfingurinn Warren Buffett, einn af ríkustu mönnum heims, bauðst til að baktryggja nokkur af stærstu skuldatryggingafyrirtækjum Bandaríkjanna.

Arabaríki sameinast um fréttahamlandi lög
Arabaríki samþykktu í dag sameiginleg lög um gervihnattasjónvarp sem styrkir vald þeirra yfir slíkum útsendingum og setur pólitískri umræðu hömlur.

Ísrael hrekur Asíubúa úr landi
Ísraelska ríkisstjórnin ætlar að bola útlenskum matreiðslumönnum úr landi á næstu tveimur árum með því að endurnýja ekki atvinnuleyfi þeirra.

Þjóðarsorg út af brunnu hliði
Þjóðarsorg ríkir í Suður-Kóreu eftir að einn helgasti minnisvarði landsins eyðilagðist í bruna. Það var Namdæmun sem í beinni þýðingu er "Mikla suðurhliðið."

Ástralskur liðsauki kominn til A-Timor
Tvöhundruð manna framvarðasveit ástralskra hermanna kom til Austur-Timor í dag. Jafnframt kom áströlsk freigáta upp að ströndinni undan Dili, höfuðborg landsins.

Ekki eitrað fyrir Napoleon
Það hefur lengi verið haft fyrir satt að Bretar hafi myrt Napoleon Bonaparte með arseniki, þar sem hann var í útlegð á eynni Sankti Helenu í Suður-Atlantshafi.

Aðeins hærra næst, majór
Sænskur herflugmaður sem flaug 35 tonna Herkúles flutningavél svo lágt að hún nánast straukst við jörðina var í síðustu viku settur í tímabundið flugmann.

SAS berst fyrir lífi sínu
Nýr stjórnarformaður SAS flugfélagsins segir að það berjist nú fyrir lífi sínu. Daninn Fritz H. Schur segir að ekkert fyrirtæki á Norðurlöndum eigi í eins miklum erfiðleikum og SAS.

Al Kæda að niðurlotum komin í Írak
Í tveimur skýrslum frá foringjum Al Kæda í Írak er því lýst að samtökin séu að niðurlotum komin og liðsmenn óviljugir til að berjast.

Vilja dauðadóma yfir Guantanamo föngum
Bandaríska varnarmálaráðuneytið mun krefjast dauðadóms yfir sex föngum sem haldið er í Guantanamo fangelsinu á Kúbu.

Farþegavél á fimmföldum hljóðhraða
Breska fyrirtækið Reaction Engines, í Oxford hefur teiknað 300 sæta flugvél sem á að fljúga á 6.400 kílómetra hraða. Það er fimmfaldur hljóðhraði.

Norska sendiráðinu í Kabúl lokað vegna hótunar
Norska sendiráðið í Kabúl hefur verið rýmt og því lokað vegna hótunar um hryðjuverkaárás.

Sprengdi sjálfan sig í loft upp
Afganskur múlla í Helmand héraði sprengdi sjálfan sig í loft upp meðan hann var að útbúa sprengju sem hann ætlaði að nota gegn hermönnum NATO.

Slagsmál og íkveikjur á Nörrebro
Mikil slagsmál og íkveikjur voru á Nörrebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Danskir fjölmiðlar segja að óeirðaseggirnir hafi verið annarrar kynslóðar innflytjendur.

Nýtt hlutafé í Société Generale með afslætti
Franski bankinn Société Generale hóf í dag hlutafjárútboð sem reiknað er með að muni bæta eiginfjárstöðu hans um 5,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að hlutafjárútboðið er með afslætti og heilum 38,9 prósentum undir lokagengi bréfa í bankanum á föstudag í síðustu viku.

EES samningurinn opnað dyr
EES samningurinn hefur opnað dyrnar að mikilvægu samstarfi Íslands og Noregs og annarra Evrópuríkja i öryggismálum. Þetta sagði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló um helgina.

Íslensks pilts enn leitað á Jótlandi
Danska lögreglan hefur um helgina kannað tvo staði á Jótlandi eftir að vísbendingar bárust um að 18 ára íslenskur piltur, Ívar Jörgensson, væri þar niðurkomin, en ekkert hefur spurst til hans í heila viku.

Þurfum að sækja um aðild að ESB.
Ísland verður að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru sem gjaldmiðil til að losna við þá ofurbyrði sem hvílir á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Þetta sagði Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á ráðstefnu um Evrópumál sem haldin var í Ósló í dag.

Vinur verðbréfaskúrksins handtekinn
Franska lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði í gæsluvarðhaldi verðbréfamiðlara sem talinn er geta átt aðild að umsvifamiklum verðbréfaviðskiptum Jerome Kerviels. Kerviels tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 480 milljörðum íslenskra króna, í áhættusömum og framvirkum verðbréfaviðskiptum í nafni franska bankans Societe Generale. Þetta er umsvifamesta tap miðlara í heimi.

Ráðherrar funda um efnahagshorfur
Fjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims eru nú staddir í Tókýó í Japan en þeir munu funda um dræmar efnahagshorfur á næstu mánuðum á morgun.

Hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum
Hlutabréfamarkaðurinn hefur farið vel af stað í Evrópu í dag eftir fremur slappa viku. Gærdagurinn var sérstaklega slæmur en fjárfestar voru almennt óánægðir með stýrivaxtaákvörðun bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu.

Stýrivextir lækka í Bretlandi
Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextirnir nú í 5,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár markaðsaðila sem segja að bankastjórnin standi frammi fyrir erfiðum aðstæðum. Hann vilji halda verðbólgu niðri á sama tíma og aðstæður á fjármálamörkuðum séu með versta móti, vextir með hæsta móti og lánsfé því dýrt.

Stefnir í fjöldauppsagnir hjá Northern Rock
Útlit er fyrir að allt að 2.400 manns verði sagt upp hjá breska bankanum Northern Rock á næstu þremur árum eigi að takast að snúa við rekstrinum. Þetta segir Paul Thompson, einn þeirra sem leiðir yfirtökutilboð Richard Bransons í bankann.

HBSC sagður bjóða í Société Generale
Gengi hlutabréfa í franska bankanum Société Generale hækkaði um rúm sex prósent á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir að orðrómur fór á kreik að evrópski risabankinn HSBC sé að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í bankann.

BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto
Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið.

Disney-risinn siglir gegnum niðursveifluna
Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical“ og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana.

Alvöru nágrannaerjur
Fyrir sextán árum setti ungverskur prófessor upp einfalda loftnetsstöng á raðhúsi sínu í Bergen í Noregi. Hann vildi geta talað við fjölskyldu sína í heimalandinu um stuttbylgju-talstöð.

15 ára drengur hálshöggvinn í Saudi Arabíu
Fjölskylda fimmtán ára drengs í Saudi-Arabíu sem var hálshöggvinn fyrir morð vill fá bætur frá ríkinu á þeim forsendum að aftaka hans brjóti í bága við lög.

100 þúsund börn í fangelsi í Bandaríkjunum
Yfir 100 þúsund börn sitja í fagelsum í Bandaríkjunum, mörg fyrir litlar sakir. Bandaríska dagblaðið Chicago Tribune hefur skrifað greinaflokk um ástandið sem blaðið segir að sé skelfileg.