Erlent Skotárás mótmælt Tvær palestínskar konur féllu og sex særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á mosku í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. Hópur herskárra Palestínumanna hafði leitað þar skjóls og höfðu konurnar svarað kalli Hamas-liða og tekið sér stöðu milli moskunnar og hermannanna. Efnt var til mótmælagöngu á götum borga og bæja á Gaza-svæðinu vegna atburðarins. Byssumennirnir sátu í moskunni meðan umsátrið varði í 19 klukkustundi. Hermenn umkringdu moskuna. Hamas-samtökin kölluðu eftir stuðningi palestínskra kvenna í útvarpsávarpi og báðu þær um að taka sér stöðu við moskuna sem lifandi skildir. Um tvö hundruð konur komu á vettvang og tóku sér stöðu. Ísraelsher mun, að sögn vitna hafa skotið á konur þar sem þær hlupu að moskunni og stóðu við hana. Atvikið mun nú í rannsókn hjá Ísraelsher en hermenn á vettvangi segjast hafa verið að svara skothríð frá Palestínumönnunum sem hafi falið sig meðal kvennanna. Sumir þeirra eru sagðir hafa dulbúið sig sem konur til að lauma sér út úr moskunni. Ekki liggur fyrir hve margir herskáir Palestínumenn sem leituðu skjóls í moskunni. Sumir miðlar segja þá hafa verið allt að sextíu en aðrir að þeir hafi ekki verið fleiri en fimmtán. Rúmlega 20 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa fallið í áhlaupi Ísarela á Beit Hanoun sem hófst á miðvikudaginn. Ísraelsher segir áhlaupið gert til að koma í veg fyrir að herskáir Palestínumenn skjóti flugskeytum á ísraelskt landsvæði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hafa báðir fordæmt aðgerðir Ísrelshers í Beit Hanoun og sagt þær fjöldamorð. Erlent 3.11.2006 17:46 Dómur kveðinn upp yfir Hussein á sunnudag Búist er við því að dómur verði kveðinn upp á sunnudag yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnum hans vegna morðs á nærri 150 sjítum í bænum Dujail árið 1982. Fólkið lét hann drepa eftir að reynt var að ráða hann af dögum í bænum. Fari svo að hann verði sakfelldur má búast við því að hans bíði dauðadómur sem framfylgt verður með hengingu. Erlent 3.11.2006 17:05 Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Tíu mínútna myndband úr giftingarveislu sem Than Shwe, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Maynmar, eða Burma, hélt dóttur sinni í sumar veldur mikilli reiði og fordæmingu meðal íbúa Burma eftir að myndbandið fór í sýningu á Netinu. Mayanmar er eitt af fátækari ríkjum heims. Erlent 3.11.2006 16:48 Finnskir ritstjórar ákærðir vegna hatursbréfs um Gyðinga Finnski ríkissaksóknarinnhefur lagt fram kærur á hendur ritstjórum tveggja dagblaða fyrir að birta lesendabréf þar sem hvatt var til ofbeldisverka gegn Gyðingum og lýst velþóknun á helför nasista. Erlent 3.11.2006 16:33 Óttast að hundruð þúsunda flýi heimili sín í Írak Um fimmtíu þúsund Írakar flýja heimili sín í hverjum mánuði og búast má við að hundruð þúsunda muni gera það á næstunni vegna viðvarandi óstöðuleika í landinu. Þetta er mat flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 3.11.2006 16:15 Fyrir rétti vegna hvatningar til morða Breskur múslimi, kom fyrir dómara í dag, sakaður um að hafa hvatt til morða, í mótmælastöðu fyrir utan danska sendiráðið í Lundúnum, í Febrúar. Erlent 3.11.2006 16:02 Dómur yfir Saddam á sunnudag Búist er við að dómur verði kveðinn upp yfir Saddam Hussein og sjö meðreiðarsveinum hans á sunnudag, í einum af mörgum ákæruliðum sem þeir verða að svara fyrir. Krafist er dauðadóms yfir forsetanum fyrrverandi. Erlent 3.11.2006 14:37 Saka arabíska vígamenn um morð á börnum í Darfur Friðargæsluliðar á vegum Afríkubandalagsins í Darfur-héraði í Súdan saka arabíska vígamenn úr svokölluðum Janjawwed-sveitum um að hafa drepið að minnsta kosti 63 borgara í árásum í liðinni viku. Þar af sé tæpur helmingur börn undir tólf ára aldri. Erlent 3.11.2006 14:09 Danski umboðsmaðurinn krefur forsætisráðherra um svör Umboðsmaður danska þingsins hefur fært Ekstra blaðinu danska nokkurn sigur í baráttu þess við forsætis og utanríkisráðherra landsins. Erlent 3.11.2006 13:54 Skotið á mosku Minnst tvær palestínskar konur féllu og sex særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á mosku í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. 60 palestínskir byssumenn höfðu leitað þar skjóls og konurnar höfðu tekið sér stöðu milli moskunnar og hermannanna. Erlent 3.11.2006 12:29 Bechtel kallar starfsmenn heim frá Írak Bandaríska verktakafyrirtækið Bechtel hefur ákveðið að kalla alla starfsmenn sína heim frá Írak. Fyrirtækið, sem er að reisa álver í Reyðarfirði fyrir Fjarðaál, hefur einnig tekið þátt í endurbyggingu í Írak. Rúmlega fimmtíu starfsmenn fyrirtækisins hafa týnt lífi þar. Erlent 3.11.2006 12:17 Bók um smábörn sögð lífshættuleg Margir sérfræðingar, á Norðurlöndunum, vara eindregið við sænskri bók um barnauppeldi, sem þeir segja að sé beinlínis lífshættuleg börnum. Höfundurinn er Anna Wahlgren, sem sjálf er ellefu barna móðir. Erlent 3.11.2006 12:25 Hagnaður Whole Foods Market eykst Bandaríska matvöruverslanakeðjan Whole Foods Market skilaði 319 milljóna dala hagnaði á síðasta rekstrarári, sem lauk í september. Þetta svarar til ríflega 21,6 milljarða íslenskra króna og er 39 prósenta aukning frá síðasta ári. Keðjan selur íslenskar landbúnaðarvörur í búðum sínum, þar á meðal skyr. Viðskipti erlent 3.11.2006 11:54 Kominn aftur til Íraks þrátt fyrir pyntingar í Abu Ghraib Einn af bandarísku hermönnunum sem sakfelldir voru fyrir aðild að misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib fangelsinu skammt frá Bagdad er kominn aftur til Íraks. Frá þessu greinir bandaríska tímaritið TIME. Erlent 3.11.2006 11:34 Óbreytt atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent á evrusvæðinu í september en það er óbreytt frá mánuðinum á undan, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 3.11.2006 11:33 Rolling Stones í jólahlaðborðið Ef fólk vill fá dálítið auka fútt í jólahlaðborðið, er nú hægt að leigja heimsfræga skemmtikrafta til þess að koma þar fram. Skemmtikrafta eins og Elton John og Rolling Stones. En það er ekki ódýrt. Erlent 3.11.2006 11:04 Palestinskar konur slógu skjaldborg um vígamenn í mosku Um 60 palestínskir byssumenn sluppu úr al-Nasir moskunni í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. Þar höfðu þeir lokað sig inni á flótta undan ísraelskum hermönnum. Að sögn vitna hrundi moskan til grunna skömmu eftir að mennirnir höfðu forðað sér þaðan út. Erlent 3.11.2006 10:33 Áhrifamikill prestur segir af sér vegna kynlífshneykslis Leiðtogi stórs kristins trúfélags í Bandaríkjunum hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um að hann hafi greitt karlmanni fyrir kynlíf. Séra Ted Haggard, leiðtogi safnaðarins, sem telur 30 milljónir manna, neitar ásökunum en hann hefur barist hart gegn því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband í Bandaríkjunum. Erlent 3.11.2006 10:51 Eldsprengjuvargar handteknir Lögreglan í Marseille í Frakklandi hefur handtekið fjóra unglinga sem grunaðir eru um að hafa varpað eldsprengju inn í strætisvagn í borginni fyrir tæpri viku. Farþegi í vagninum brenndist illa í árásinni og er að sögn lækna enn í lífshættu. Einn unglingurinn er 15 ára en hinir þrír 17 ára. Erlent 3.11.2006 10:19 Fimm manna fjölskylda í bílslysi Fimm manna fjölskylda er slösuð, í Noregi, eftir að bíll ók á hana, þar sem hún stóð úti á vegi eftir að hafa lent í árekstri við rútubíl. Þetta gerðist við Andebo í Vestfold. Erlent 3.11.2006 10:26 Forsetafrú sótt til saka Saksóknair á Taívan hefur ákveðið að sækja forsetafrú eyjunnar til saka fyrir spillingu. Þetta var tilkynnt í morgun. Wu Shu-chen er sökuð um að hafa misfarið með jafnvirði rúmlega 30 milljóna íslenskra króna. Hún er einnig sökuð um að hafa falsað gögn til að hylma yfir meint brot. Auk hennar verða ráðherrar í taívönsku stjórninni einni ákærðir. Forsetafrúin hefur neitað sök. Erlent 3.11.2006 08:40 27% minni tekjur Tekjur breska flugfélagsins British Airways á öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 27% minni en á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins fyrir skatta á fjórðungnum eru 176 milljónir punda, jafnvirði tæplega 23 milljarða íslenskra króna. Erlent 3.11.2006 08:22 Fílar frá Tælandi til Ástralíu Fjórir fílar frá Tælandi verða nú til sýnis í dýragarðinum í Sydney í Ástralíu frá og með deginum í dag. Flutningur þeirra í dýragarðinn hefur tafist um 1 og 1/2 ár vegna mótmæla dýraverndunarsinna. Fjórir fílar til viðbótar eru væntanlegir á næstunni. Erlent 3.11.2006 08:18 Evruseðlar molna í sundur í Þýskalandi Rúmlega 1000 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu daga. Ekki er um galla í framleiðslu að ræða og rannsakar lögregla málið. Seðlarnir munu hafa komist í tæri við sýru. Ekki er vitað hvort um skemmdarverk eða slys hefur verið að ræða. Erlent 3.11.2006 08:11 20 Palestínumenn fallnir Til átaka kom milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna á norður hluta Gaza-svæðisins í nótt. Minnst 5 Palestínumenn eru sagðir hafa fallið. Ísraelskir hermenn munu hafa hótað að jafna hús við jörðu þaðan sem skotið var á hermenn. Erlent 3.11.2006 08:00 Ísraelsher sprengir bílsprengju Ísraelskir hermenn sprengdu bílsprengju í bænum Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermenn komu að Palestínumanni þar sem hann var að koma fyrir sprengju í bíl. Til skotbardaga kom og var maðurinn felldur. Erlent 3.11.2006 07:16 Sakaður um að tímasetja fréttir Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, hefur verið sökuð um að tímasetja frétt af ökuskírteinismissi sínum þannig að lítið bæri á henni í fjölmiðlum, segir í frétt Nyhedsavisen. Erlent 2.11.2006 21:47 Hrun fiskistofna á rúmum 40 árum Fiskistofnar og sjávarspendýr í höfum heimsins hrynja árið 2048 ef mannfólkið heldur áfram með uppteknum hætti við að spilla umhverfi og lífríki sjávar. Þetta er niðurstaða vísindamanna sem hafa unnið úr vísindagögnum sem ná aftur til 7. áratugarins og heimildum fornleifafræðinga um þróun lífríkisins í yfir þúsund ár. Niðurstöður vísindamannanna birtast í nýjasta tölublaði hins þekkta vísindatímarits Science. Erlent 3.11.2006 07:05 Óvarið kynlíf er banvænt Á hverju ári eru 10.000 Danir lagðir inn á sjúkrahús og 300 deyja eftir að hafa stundað óvarið kynlíf, kemur fram í frétt Politiken. Lýðheilsustöð Danmerkur tók saman tölurnar sem sýna að hálft prósent allra dauðsfalla í landinu má rekja til sjúkdóma sem smitast í gegnum óvarið kynlíf. Erlent 2.11.2006 21:47 Í vandræðum vegna fríblaða Kvörtunum rignir nú inn á áskriftarblöð í Danmörku vegna fríblaðanna. Kvarta áskrifendur Politiken, Berlingske Tidende og Jyllands-Posten yfir því að blöðin berist annað hvort seint eða alls ekki. Erlent 2.11.2006 21:47 « ‹ 236 237 238 239 240 241 242 243 244 … 334 ›
Skotárás mótmælt Tvær palestínskar konur féllu og sex særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á mosku í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. Hópur herskárra Palestínumanna hafði leitað þar skjóls og höfðu konurnar svarað kalli Hamas-liða og tekið sér stöðu milli moskunnar og hermannanna. Efnt var til mótmælagöngu á götum borga og bæja á Gaza-svæðinu vegna atburðarins. Byssumennirnir sátu í moskunni meðan umsátrið varði í 19 klukkustundi. Hermenn umkringdu moskuna. Hamas-samtökin kölluðu eftir stuðningi palestínskra kvenna í útvarpsávarpi og báðu þær um að taka sér stöðu við moskuna sem lifandi skildir. Um tvö hundruð konur komu á vettvang og tóku sér stöðu. Ísraelsher mun, að sögn vitna hafa skotið á konur þar sem þær hlupu að moskunni og stóðu við hana. Atvikið mun nú í rannsókn hjá Ísraelsher en hermenn á vettvangi segjast hafa verið að svara skothríð frá Palestínumönnunum sem hafi falið sig meðal kvennanna. Sumir þeirra eru sagðir hafa dulbúið sig sem konur til að lauma sér út úr moskunni. Ekki liggur fyrir hve margir herskáir Palestínumenn sem leituðu skjóls í moskunni. Sumir miðlar segja þá hafa verið allt að sextíu en aðrir að þeir hafi ekki verið fleiri en fimmtán. Rúmlega 20 Palestínumenn og einn ísraelskur hermaður hafa fallið í áhlaupi Ísarela á Beit Hanoun sem hófst á miðvikudaginn. Ísraelsher segir áhlaupið gert til að koma í veg fyrir að herskáir Palestínumenn skjóti flugskeytum á ísraelskt landsvæði. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hafa báðir fordæmt aðgerðir Ísrelshers í Beit Hanoun og sagt þær fjöldamorð. Erlent 3.11.2006 17:46
Dómur kveðinn upp yfir Hussein á sunnudag Búist er við því að dómur verði kveðinn upp á sunnudag yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnum hans vegna morðs á nærri 150 sjítum í bænum Dujail árið 1982. Fólkið lét hann drepa eftir að reynt var að ráða hann af dögum í bænum. Fari svo að hann verði sakfelldur má búast við því að hans bíði dauðadómur sem framfylgt verður með hengingu. Erlent 3.11.2006 17:05
Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Tíu mínútna myndband úr giftingarveislu sem Than Shwe, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Maynmar, eða Burma, hélt dóttur sinni í sumar veldur mikilli reiði og fordæmingu meðal íbúa Burma eftir að myndbandið fór í sýningu á Netinu. Mayanmar er eitt af fátækari ríkjum heims. Erlent 3.11.2006 16:48
Finnskir ritstjórar ákærðir vegna hatursbréfs um Gyðinga Finnski ríkissaksóknarinnhefur lagt fram kærur á hendur ritstjórum tveggja dagblaða fyrir að birta lesendabréf þar sem hvatt var til ofbeldisverka gegn Gyðingum og lýst velþóknun á helför nasista. Erlent 3.11.2006 16:33
Óttast að hundruð þúsunda flýi heimili sín í Írak Um fimmtíu þúsund Írakar flýja heimili sín í hverjum mánuði og búast má við að hundruð þúsunda muni gera það á næstunni vegna viðvarandi óstöðuleika í landinu. Þetta er mat flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Erlent 3.11.2006 16:15
Fyrir rétti vegna hvatningar til morða Breskur múslimi, kom fyrir dómara í dag, sakaður um að hafa hvatt til morða, í mótmælastöðu fyrir utan danska sendiráðið í Lundúnum, í Febrúar. Erlent 3.11.2006 16:02
Dómur yfir Saddam á sunnudag Búist er við að dómur verði kveðinn upp yfir Saddam Hussein og sjö meðreiðarsveinum hans á sunnudag, í einum af mörgum ákæruliðum sem þeir verða að svara fyrir. Krafist er dauðadóms yfir forsetanum fyrrverandi. Erlent 3.11.2006 14:37
Saka arabíska vígamenn um morð á börnum í Darfur Friðargæsluliðar á vegum Afríkubandalagsins í Darfur-héraði í Súdan saka arabíska vígamenn úr svokölluðum Janjawwed-sveitum um að hafa drepið að minnsta kosti 63 borgara í árásum í liðinni viku. Þar af sé tæpur helmingur börn undir tólf ára aldri. Erlent 3.11.2006 14:09
Danski umboðsmaðurinn krefur forsætisráðherra um svör Umboðsmaður danska þingsins hefur fært Ekstra blaðinu danska nokkurn sigur í baráttu þess við forsætis og utanríkisráðherra landsins. Erlent 3.11.2006 13:54
Skotið á mosku Minnst tvær palestínskar konur féllu og sex særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á mosku í bænum Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. 60 palestínskir byssumenn höfðu leitað þar skjóls og konurnar höfðu tekið sér stöðu milli moskunnar og hermannanna. Erlent 3.11.2006 12:29
Bechtel kallar starfsmenn heim frá Írak Bandaríska verktakafyrirtækið Bechtel hefur ákveðið að kalla alla starfsmenn sína heim frá Írak. Fyrirtækið, sem er að reisa álver í Reyðarfirði fyrir Fjarðaál, hefur einnig tekið þátt í endurbyggingu í Írak. Rúmlega fimmtíu starfsmenn fyrirtækisins hafa týnt lífi þar. Erlent 3.11.2006 12:17
Bók um smábörn sögð lífshættuleg Margir sérfræðingar, á Norðurlöndunum, vara eindregið við sænskri bók um barnauppeldi, sem þeir segja að sé beinlínis lífshættuleg börnum. Höfundurinn er Anna Wahlgren, sem sjálf er ellefu barna móðir. Erlent 3.11.2006 12:25
Hagnaður Whole Foods Market eykst Bandaríska matvöruverslanakeðjan Whole Foods Market skilaði 319 milljóna dala hagnaði á síðasta rekstrarári, sem lauk í september. Þetta svarar til ríflega 21,6 milljarða íslenskra króna og er 39 prósenta aukning frá síðasta ári. Keðjan selur íslenskar landbúnaðarvörur í búðum sínum, þar á meðal skyr. Viðskipti erlent 3.11.2006 11:54
Kominn aftur til Íraks þrátt fyrir pyntingar í Abu Ghraib Einn af bandarísku hermönnunum sem sakfelldir voru fyrir aðild að misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib fangelsinu skammt frá Bagdad er kominn aftur til Íraks. Frá þessu greinir bandaríska tímaritið TIME. Erlent 3.11.2006 11:34
Óbreytt atvinnuleysi á evrusvæðinu Atvinnuleysi mældist 7,8 prósent á evrusvæðinu í september en það er óbreytt frá mánuðinum á undan, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 3.11.2006 11:33
Rolling Stones í jólahlaðborðið Ef fólk vill fá dálítið auka fútt í jólahlaðborðið, er nú hægt að leigja heimsfræga skemmtikrafta til þess að koma þar fram. Skemmtikrafta eins og Elton John og Rolling Stones. En það er ekki ódýrt. Erlent 3.11.2006 11:04
Palestinskar konur slógu skjaldborg um vígamenn í mosku Um 60 palestínskir byssumenn sluppu úr al-Nasir moskunni í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í morgun. Þar höfðu þeir lokað sig inni á flótta undan ísraelskum hermönnum. Að sögn vitna hrundi moskan til grunna skömmu eftir að mennirnir höfðu forðað sér þaðan út. Erlent 3.11.2006 10:33
Áhrifamikill prestur segir af sér vegna kynlífshneykslis Leiðtogi stórs kristins trúfélags í Bandaríkjunum hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um að hann hafi greitt karlmanni fyrir kynlíf. Séra Ted Haggard, leiðtogi safnaðarins, sem telur 30 milljónir manna, neitar ásökunum en hann hefur barist hart gegn því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband í Bandaríkjunum. Erlent 3.11.2006 10:51
Eldsprengjuvargar handteknir Lögreglan í Marseille í Frakklandi hefur handtekið fjóra unglinga sem grunaðir eru um að hafa varpað eldsprengju inn í strætisvagn í borginni fyrir tæpri viku. Farþegi í vagninum brenndist illa í árásinni og er að sögn lækna enn í lífshættu. Einn unglingurinn er 15 ára en hinir þrír 17 ára. Erlent 3.11.2006 10:19
Fimm manna fjölskylda í bílslysi Fimm manna fjölskylda er slösuð, í Noregi, eftir að bíll ók á hana, þar sem hún stóð úti á vegi eftir að hafa lent í árekstri við rútubíl. Þetta gerðist við Andebo í Vestfold. Erlent 3.11.2006 10:26
Forsetafrú sótt til saka Saksóknair á Taívan hefur ákveðið að sækja forsetafrú eyjunnar til saka fyrir spillingu. Þetta var tilkynnt í morgun. Wu Shu-chen er sökuð um að hafa misfarið með jafnvirði rúmlega 30 milljóna íslenskra króna. Hún er einnig sökuð um að hafa falsað gögn til að hylma yfir meint brot. Auk hennar verða ráðherrar í taívönsku stjórninni einni ákærðir. Forsetafrúin hefur neitað sök. Erlent 3.11.2006 08:40
27% minni tekjur Tekjur breska flugfélagsins British Airways á öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 27% minni en á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins fyrir skatta á fjórðungnum eru 176 milljónir punda, jafnvirði tæplega 23 milljarða íslenskra króna. Erlent 3.11.2006 08:22
Fílar frá Tælandi til Ástralíu Fjórir fílar frá Tælandi verða nú til sýnis í dýragarðinum í Sydney í Ástralíu frá og með deginum í dag. Flutningur þeirra í dýragarðinn hefur tafist um 1 og 1/2 ár vegna mótmæla dýraverndunarsinna. Fjórir fílar til viðbótar eru væntanlegir á næstunni. Erlent 3.11.2006 08:18
Evruseðlar molna í sundur í Þýskalandi Rúmlega 1000 evruseðlar úr þýskum hraðbönkum hafa molnað í höndum viðskiptavina síðustu daga. Ekki er um galla í framleiðslu að ræða og rannsakar lögregla málið. Seðlarnir munu hafa komist í tæri við sýru. Ekki er vitað hvort um skemmdarverk eða slys hefur verið að ræða. Erlent 3.11.2006 08:11
20 Palestínumenn fallnir Til átaka kom milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna á norður hluta Gaza-svæðisins í nótt. Minnst 5 Palestínumenn eru sagðir hafa fallið. Ísraelskir hermenn munu hafa hótað að jafna hús við jörðu þaðan sem skotið var á hermenn. Erlent 3.11.2006 08:00
Ísraelsher sprengir bílsprengju Ísraelskir hermenn sprengdu bílsprengju í bænum Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermenn komu að Palestínumanni þar sem hann var að koma fyrir sprengju í bíl. Til skotbardaga kom og var maðurinn felldur. Erlent 3.11.2006 07:16
Sakaður um að tímasetja fréttir Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, hefur verið sökuð um að tímasetja frétt af ökuskírteinismissi sínum þannig að lítið bæri á henni í fjölmiðlum, segir í frétt Nyhedsavisen. Erlent 2.11.2006 21:47
Hrun fiskistofna á rúmum 40 árum Fiskistofnar og sjávarspendýr í höfum heimsins hrynja árið 2048 ef mannfólkið heldur áfram með uppteknum hætti við að spilla umhverfi og lífríki sjávar. Þetta er niðurstaða vísindamanna sem hafa unnið úr vísindagögnum sem ná aftur til 7. áratugarins og heimildum fornleifafræðinga um þróun lífríkisins í yfir þúsund ár. Niðurstöður vísindamannanna birtast í nýjasta tölublaði hins þekkta vísindatímarits Science. Erlent 3.11.2006 07:05
Óvarið kynlíf er banvænt Á hverju ári eru 10.000 Danir lagðir inn á sjúkrahús og 300 deyja eftir að hafa stundað óvarið kynlíf, kemur fram í frétt Politiken. Lýðheilsustöð Danmerkur tók saman tölurnar sem sýna að hálft prósent allra dauðsfalla í landinu má rekja til sjúkdóma sem smitast í gegnum óvarið kynlíf. Erlent 2.11.2006 21:47
Í vandræðum vegna fríblaða Kvörtunum rignir nú inn á áskriftarblöð í Danmörku vegna fríblaðanna. Kvarta áskrifendur Politiken, Berlingske Tidende og Jyllands-Posten yfir því að blöðin berist annað hvort seint eða alls ekki. Erlent 2.11.2006 21:47