Innlendar Jakob með íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug á Ítalíu í gær. Jakob kom í mark á tímanum 28,22 sekúndur en gamla metið var 28,33 frá því á fimmtudaginn og er þetta í þriðja skipti á þremur vikum sem Jakob bætir metið í þessari grein. Sport 10.12.2005 20:21 Grétar og Viktor framlengja hjá Víkingi Víkingur sem leikur í Landsbankadeild karla í fótbolta á næsta tímabili sendi í dag frá sér fréttatilkynningu sem í segir að félagið hafi gert nýja samninga við leikmennina Viktor Bjarka Arnarsson og Grétar Sigfinn Sigurðsson. Sport 10.12.2005 16:38 Haukastúlkur bikarmeistarar Haukastúlkur unnu í dag Powerade bikar kvenna í körfubolta þegar þær unnu 14 stiga sigur á Keflavík 77-63 en leikið var í Digranesi. Þrátt fyrir jafnan leik voru Haukastúlkur sterkari aðilinn lengst af. Kesha Tardy var stigahæst Hauka með 28 stig og Helena Sverrisdóttir kom næst með 20 stig. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með 20 stig. Sport 10.12.2005 15:56 Jakob bætti eigið Íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi um 11 sekúndubrot á Evrópumeistaramótinu í sundi í Trieste á Ítalíu í morgun. Hann synti á 28.22 sek. og varð í 28. sæti af 40 keppendum í undanrásum. Sport 10.12.2005 14:19 Úrslitaleikur Hauka og Keflavíkur í Digranesi Úrslitaleikurinn í Powerade-bikarkeppni kvenna fer fram klukkan tvö í dag á óvenjulegum stað en leikurinn fer fram í Digranesi þar sem fáir stórleikir í körfubolta hafa farið fram. Það eru Keflavík og Haukar sem mætast en það kemur ekki á óvart þar sem þetta eru sterkustu lið landsins ásamt Grindavík. Sport 10.12.2005 04:11 Stjórnin styður Atla Það er óhætt að segja að yfirlýsing Atla Eðvaldsonar í Fréttablaðinu í gær hafi vakið mikil viðbrögð. Formaður Þróttar, Kristinn Einarsson, staðfesti að stjórn félagsins hefði ekki lesið yfirlýsingu Atla áður en hann sendi hana frá sér enda væri það ekki í hennar verkahring að stýra því hvað fólk segði. Sport 10.12.2005 04:11 Kemur til greina að hætta Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, íhugar það þessa dagana hvort hann ætli að halda áfram í fótbolta eða leggja skóna á hilluna. Sport 10.12.2005 04:11 Fimm hlutu A-styrk Í dag var íþróttamönnum úthlutað 60 milljónum úr afrekssjóði ÍSÍ, sem og úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna, en styrkirnir eru fyrir árið 2006. Ásdís Hjálmsdóttir hlaut A-styrk í fyrsta sinn, en auk hennar hlutu Rúnar Alexandersson, Þórey Edda Elísdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson A-styrkinn. Sport 9.12.2005 16:30 Ragnheiður hafnaði í 19. sæti Ragnheiður Ragnarsdóttir hafnaði í 19. sæti í undanrásum í 100 metra fjórsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Trieste. Anja Ríkey Jakobsdóttir hafnaði í 26. sæti í sundinu. Ragnheiður synti á 1: 04, 71. Sport 9.12.2005 16:44 20 ára afmæli aflrauna á Íslandi Annað kvöld verður mikið um dýrðir á Kaffi Reykjavík, þar sem múgur og margmenni verður saman komið til að fagna 20 ára afmæli aflrauna á Íslandi. Ríkulegur matseðill verður á boðstólnum og þegar hefur fjöldi manns boðað komu sína á þennan skemmtilega viðburð, þar sem meðal annars verða sýndar svipmyndir úr heimildarmynd Hjalta Árnasonar um Jón Pál Sigmarsson heitinn. Sport 9.12.2005 16:18 Páll sveik öll loforð Atli Eðvaldsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þróttar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greinir frá sinni hlið mála í samskiptum við Pál Einarsson, fyrrverandi fyrirliða Þróttar. Yfirlýsingin er birt í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Páll og Atli gátu ekki starfað saman og lauk ágreiningi þeirra með því að Páll yfirgaf félagið. Innlent 8.12.2005 23:07 Keflvíkingar töpuðu stórt Keflvíkingar töpuðu 108-87 fyrir portúgalska liðinu Madeira í Evrópukeppninni í körfubolta á heimavelli sínu í kvöld, en þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Gunnar Stefánsson var atvkævðamestur hjá Keflvíkingum með 20 stig, en Jón Hafsteinsson kom næstur með 13 stig. Sport 8.12.2005 22:46 Leik FH og ÍBV frestað aftur Leik FH og ÍBV í SS-bikar karla í handbolta hefur enn verið frestað þar sem illa viðrar til flugs og hefur leiknum því verið seinkað um sólarhring til viðbótar. Ekki er víst að það nægi, því samhvæmt veðurfregnum er ekki útlit fyrir að viðri vel fyrir flug á næstu dögum vegna hvassviðris. Sport 8.12.2005 17:16 Jakob setti Íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson setti tvö ný Íslandsmet á EM í sundi í 25 metra laug í Trieste á Ítalíu í morgun, þegar hann syndi 100 metra bringusund á tímanum 1 mín 51,1 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 1/100 úr sekúndu og bætti svo metið í 50 metrunum með því að synda á 28,33 sekúndum og bætti eldra metið um 0,04 sekúndur. Sport 8.12.2005 15:29 Haukar lögðu HK Haukar báru sigurorð af HK í Digranesi í kvöld 28-23 og eru komnir í undanúrslitin í SS bikarnum. Renuguhys Cepulis skoraði 7 mörk fyrir HK og Valdimar Þórsson 6, en hjá Haukum var Guðmundur Pedersen með 11 mörk, þar af 4 úr vítum og Samúel Ívar Árnason var með 6 mörk. Sport 6.12.2005 21:45 Dramatískur sigur Fram Fram er komið í undanúrslit SS bikarsins í handbolta eftir dramatískan sigur á Fylki 36-35 eftir tvíframlengdan háspennuleik í Safamýrinni í kvöld. Sigfús Sigfússon skoraði sigurmark Framara þegar ein og hálf mínúta var eftir af framlengingunni. Sport 6.12.2005 21:25 Páll farinn frá Þrótti Páll Einarsson hefur komist að samkomulagið við stjórn Þróttar að segja skilið við félagið og hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Deilur komu upp milli hans og Atla Eðvaldssonar þjálfara og ljóst að annar þeirra þyrfti að víkja. Páll er að eigin sögn sáttur við að málið skuli loksins vera leyst, en kveður félag sitt með söknuði. Sport 5.12.2005 15:21 Fyrsta tap Njarðvíkinga Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í úrvalsdeild karla í vetur þegar liðið lá á heimavelli fyrir grönnum sínum úr Grindavík 105-106. Keflvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni í Grafarvogi 97-93, ÍR lagði Hauka 77-75, Hamar/Selfoss lagði Þór 89-88, KR sigraði Snæfell 74-70 og Skallagrímur burstaði Hött 110-77. Sport 4.12.2005 21:28 Haukar á toppinn með sigri í Grindavík Haukastúlkur unnu góðan sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag 83-72. Mikill hasar var í leiknum og var þjálfara Hauka vísað úr húsi eftir að hafa hnakkrifist við dómara leiksins. Sport 4.12.2005 18:41 Keflavík og Breiðablik meistarar Keflvíkingar tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu með sigri á KR í úrslitaleik 1-0. Breiðablik varð meistari í kvennaflokki eftir æsispennandi framlengingu og vítakeppni, þar sem staðan var 1-1 að lokinni framlengingu. Sport 4.12.2005 17:11 Fram lagði HK Fram sigraði HK 28-27 í Safamýrinni í dag, eftir að hafa yfir 15-13 í hálfleik. Jón Björgvin Pétursson skoraði mest í liði Framara, 10 mörk en hjá HK var það Valdimar Þórsson sem var lang atkvæðamestur og skoraði 12 mörk, þar af 3 úr vítaköstum. Sport 3.12.2005 18:14 Naumur sigur hjá KA KA-menn sigruðu Steua Bukarest 24-23 í Evrópukeppninni í handknattleik í dag, en leikið var á Akureyri. Í hálfleik var staðan 13-11 fyrir KA. Jónatan Magnússon var markahæstur KA-manna með 7 mörk og skoraði einnig sigurmark KA í lokin. Sport 3.12.2005 17:59 ÍBV lagði Selfoss í Eyjum Eyjamenn unnu góðan sigur á Selfyssingum í fyrsta leik dagsins í DHL-deild karla í dag 28-24, eftir að hafa leitt í hálfleik 15-13. Mladen Casic skoraði 12 mörk fyrir Eyjamenn, en Ramunas Mikalonis og Vladimir Djuric skoruðu 6 hvor fyrir Selfoss. Sport 3.12.2005 17:46 Valur sigraði Þór Leikjum kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta er lokið. Valsmenn unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Laugardalshöllinni 37-32. Baldvin Þorsteinsson, Mohamadi Loutoufi og Elvar Friðriksson skoruðu allir sjö mörk hver fyrir Val, en Aigars Lazdins skoraði níu fyrir Þór og Sindri Haraldsson skoraði átta mörk. Sport 2.12.2005 21:13 Þrír leikir á dagskrá í kvöld Í kvöld verða þrír leikir á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta. FH tekur á móti Víkingi/Fjölni í Kaplakrika, Valur mætir Þór frá Akureyri í Laugardalshöll og þá eigast við Fylkir og ÍR í Árbænum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15. Sport 2.12.2005 17:43 Fyrsti sigur Hauka Haukar unnu sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið sigraði Hamar/Selfoss á útivelli 92-87. Njarðvíkingar eru enn ósigraðir eftir að þeir völtuðu yfir Hött fyrir austan 102-66 og Keflvíkingar halda enn pressu á granna sína með auðveldum sigri gegn Þór 83-61. KR skellti ÍR 84-75 og Grindavík lagði Fjölni 98-83. Loks vann Snæfell granna sína í Skallagrími 75-74 í hörkuleik. Sport 1.12.2005 21:42 Heil umferð í kvöld Sex leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur í kvennaflokki. Topplið Njarðvíkur sækir botnlið Hattar heim á Egilsstaði, Hamar/Selfoss tekur á móti Haukum, Grindavík mætir Fjölni, Keflavík tekur á móti Þór, ÍR og KR mætast í Seljaskóla og þá verður væntanlega heitt í kolunum í Hólminum þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. Sport 1.12.2005 12:57 Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk. Sport 29.11.2005 22:49 Stjarnan leiðir í hálfleik Stjarnan hefur þriggja marka forystu í hálfleik gegn Val í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson þurfti að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið. Sport 29.11.2005 20:49 Valur og Stjarnan mætast í kvöld Í kvöld fer fram einn leikur í DHL-deild karla í handbolta, en það er leikur Vals og Stjörnunnar sem frestað var á sínum tíma vegna þáttöku Vals í Evrópukeppninni. Valur getur styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20 og verður í Laugardalshöllinni. Sport 29.11.2005 18:00 « ‹ 69 70 71 72 73 74 75 … 75 ›
Jakob með íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug á Ítalíu í gær. Jakob kom í mark á tímanum 28,22 sekúndur en gamla metið var 28,33 frá því á fimmtudaginn og er þetta í þriðja skipti á þremur vikum sem Jakob bætir metið í þessari grein. Sport 10.12.2005 20:21
Grétar og Viktor framlengja hjá Víkingi Víkingur sem leikur í Landsbankadeild karla í fótbolta á næsta tímabili sendi í dag frá sér fréttatilkynningu sem í segir að félagið hafi gert nýja samninga við leikmennina Viktor Bjarka Arnarsson og Grétar Sigfinn Sigurðsson. Sport 10.12.2005 16:38
Haukastúlkur bikarmeistarar Haukastúlkur unnu í dag Powerade bikar kvenna í körfubolta þegar þær unnu 14 stiga sigur á Keflavík 77-63 en leikið var í Digranesi. Þrátt fyrir jafnan leik voru Haukastúlkur sterkari aðilinn lengst af. Kesha Tardy var stigahæst Hauka með 28 stig og Helena Sverrisdóttir kom næst með 20 stig. Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með 20 stig. Sport 10.12.2005 15:56
Jakob bætti eigið Íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi um 11 sekúndubrot á Evrópumeistaramótinu í sundi í Trieste á Ítalíu í morgun. Hann synti á 28.22 sek. og varð í 28. sæti af 40 keppendum í undanrásum. Sport 10.12.2005 14:19
Úrslitaleikur Hauka og Keflavíkur í Digranesi Úrslitaleikurinn í Powerade-bikarkeppni kvenna fer fram klukkan tvö í dag á óvenjulegum stað en leikurinn fer fram í Digranesi þar sem fáir stórleikir í körfubolta hafa farið fram. Það eru Keflavík og Haukar sem mætast en það kemur ekki á óvart þar sem þetta eru sterkustu lið landsins ásamt Grindavík. Sport 10.12.2005 04:11
Stjórnin styður Atla Það er óhætt að segja að yfirlýsing Atla Eðvaldsonar í Fréttablaðinu í gær hafi vakið mikil viðbrögð. Formaður Þróttar, Kristinn Einarsson, staðfesti að stjórn félagsins hefði ekki lesið yfirlýsingu Atla áður en hann sendi hana frá sér enda væri það ekki í hennar verkahring að stýra því hvað fólk segði. Sport 10.12.2005 04:11
Kemur til greina að hætta Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, íhugar það þessa dagana hvort hann ætli að halda áfram í fótbolta eða leggja skóna á hilluna. Sport 10.12.2005 04:11
Fimm hlutu A-styrk Í dag var íþróttamönnum úthlutað 60 milljónum úr afrekssjóði ÍSÍ, sem og úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna, en styrkirnir eru fyrir árið 2006. Ásdís Hjálmsdóttir hlaut A-styrk í fyrsta sinn, en auk hennar hlutu Rúnar Alexandersson, Þórey Edda Elísdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson A-styrkinn. Sport 9.12.2005 16:30
Ragnheiður hafnaði í 19. sæti Ragnheiður Ragnarsdóttir hafnaði í 19. sæti í undanrásum í 100 metra fjórsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Trieste. Anja Ríkey Jakobsdóttir hafnaði í 26. sæti í sundinu. Ragnheiður synti á 1: 04, 71. Sport 9.12.2005 16:44
20 ára afmæli aflrauna á Íslandi Annað kvöld verður mikið um dýrðir á Kaffi Reykjavík, þar sem múgur og margmenni verður saman komið til að fagna 20 ára afmæli aflrauna á Íslandi. Ríkulegur matseðill verður á boðstólnum og þegar hefur fjöldi manns boðað komu sína á þennan skemmtilega viðburð, þar sem meðal annars verða sýndar svipmyndir úr heimildarmynd Hjalta Árnasonar um Jón Pál Sigmarsson heitinn. Sport 9.12.2005 16:18
Páll sveik öll loforð Atli Eðvaldsson, þjálfari knattspyrnuliðs Þróttar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann greinir frá sinni hlið mála í samskiptum við Pál Einarsson, fyrrverandi fyrirliða Þróttar. Yfirlýsingin er birt í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Páll og Atli gátu ekki starfað saman og lauk ágreiningi þeirra með því að Páll yfirgaf félagið. Innlent 8.12.2005 23:07
Keflvíkingar töpuðu stórt Keflvíkingar töpuðu 108-87 fyrir portúgalska liðinu Madeira í Evrópukeppninni í körfubolta á heimavelli sínu í kvöld, en þetta var fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Gunnar Stefánsson var atvkævðamestur hjá Keflvíkingum með 20 stig, en Jón Hafsteinsson kom næstur með 13 stig. Sport 8.12.2005 22:46
Leik FH og ÍBV frestað aftur Leik FH og ÍBV í SS-bikar karla í handbolta hefur enn verið frestað þar sem illa viðrar til flugs og hefur leiknum því verið seinkað um sólarhring til viðbótar. Ekki er víst að það nægi, því samhvæmt veðurfregnum er ekki útlit fyrir að viðri vel fyrir flug á næstu dögum vegna hvassviðris. Sport 8.12.2005 17:16
Jakob setti Íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson setti tvö ný Íslandsmet á EM í sundi í 25 metra laug í Trieste á Ítalíu í morgun, þegar hann syndi 100 metra bringusund á tímanum 1 mín 51,1 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 1/100 úr sekúndu og bætti svo metið í 50 metrunum með því að synda á 28,33 sekúndum og bætti eldra metið um 0,04 sekúndur. Sport 8.12.2005 15:29
Haukar lögðu HK Haukar báru sigurorð af HK í Digranesi í kvöld 28-23 og eru komnir í undanúrslitin í SS bikarnum. Renuguhys Cepulis skoraði 7 mörk fyrir HK og Valdimar Þórsson 6, en hjá Haukum var Guðmundur Pedersen með 11 mörk, þar af 4 úr vítum og Samúel Ívar Árnason var með 6 mörk. Sport 6.12.2005 21:45
Dramatískur sigur Fram Fram er komið í undanúrslit SS bikarsins í handbolta eftir dramatískan sigur á Fylki 36-35 eftir tvíframlengdan háspennuleik í Safamýrinni í kvöld. Sigfús Sigfússon skoraði sigurmark Framara þegar ein og hálf mínúta var eftir af framlengingunni. Sport 6.12.2005 21:25
Páll farinn frá Þrótti Páll Einarsson hefur komist að samkomulagið við stjórn Þróttar að segja skilið við félagið og hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Deilur komu upp milli hans og Atla Eðvaldssonar þjálfara og ljóst að annar þeirra þyrfti að víkja. Páll er að eigin sögn sáttur við að málið skuli loksins vera leyst, en kveður félag sitt með söknuði. Sport 5.12.2005 15:21
Fyrsta tap Njarðvíkinga Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í úrvalsdeild karla í vetur þegar liðið lá á heimavelli fyrir grönnum sínum úr Grindavík 105-106. Keflvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni í Grafarvogi 97-93, ÍR lagði Hauka 77-75, Hamar/Selfoss lagði Þór 89-88, KR sigraði Snæfell 74-70 og Skallagrímur burstaði Hött 110-77. Sport 4.12.2005 21:28
Haukar á toppinn með sigri í Grindavík Haukastúlkur unnu góðan sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag 83-72. Mikill hasar var í leiknum og var þjálfara Hauka vísað úr húsi eftir að hafa hnakkrifist við dómara leiksins. Sport 4.12.2005 18:41
Keflavík og Breiðablik meistarar Keflvíkingar tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu með sigri á KR í úrslitaleik 1-0. Breiðablik varð meistari í kvennaflokki eftir æsispennandi framlengingu og vítakeppni, þar sem staðan var 1-1 að lokinni framlengingu. Sport 4.12.2005 17:11
Fram lagði HK Fram sigraði HK 28-27 í Safamýrinni í dag, eftir að hafa yfir 15-13 í hálfleik. Jón Björgvin Pétursson skoraði mest í liði Framara, 10 mörk en hjá HK var það Valdimar Þórsson sem var lang atkvæðamestur og skoraði 12 mörk, þar af 3 úr vítaköstum. Sport 3.12.2005 18:14
Naumur sigur hjá KA KA-menn sigruðu Steua Bukarest 24-23 í Evrópukeppninni í handknattleik í dag, en leikið var á Akureyri. Í hálfleik var staðan 13-11 fyrir KA. Jónatan Magnússon var markahæstur KA-manna með 7 mörk og skoraði einnig sigurmark KA í lokin. Sport 3.12.2005 17:59
ÍBV lagði Selfoss í Eyjum Eyjamenn unnu góðan sigur á Selfyssingum í fyrsta leik dagsins í DHL-deild karla í dag 28-24, eftir að hafa leitt í hálfleik 15-13. Mladen Casic skoraði 12 mörk fyrir Eyjamenn, en Ramunas Mikalonis og Vladimir Djuric skoruðu 6 hvor fyrir Selfoss. Sport 3.12.2005 17:46
Valur sigraði Þór Leikjum kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta er lokið. Valsmenn unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Laugardalshöllinni 37-32. Baldvin Þorsteinsson, Mohamadi Loutoufi og Elvar Friðriksson skoruðu allir sjö mörk hver fyrir Val, en Aigars Lazdins skoraði níu fyrir Þór og Sindri Haraldsson skoraði átta mörk. Sport 2.12.2005 21:13
Þrír leikir á dagskrá í kvöld Í kvöld verða þrír leikir á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta. FH tekur á móti Víkingi/Fjölni í Kaplakrika, Valur mætir Þór frá Akureyri í Laugardalshöll og þá eigast við Fylkir og ÍR í Árbænum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15. Sport 2.12.2005 17:43
Fyrsti sigur Hauka Haukar unnu sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið sigraði Hamar/Selfoss á útivelli 92-87. Njarðvíkingar eru enn ósigraðir eftir að þeir völtuðu yfir Hött fyrir austan 102-66 og Keflvíkingar halda enn pressu á granna sína með auðveldum sigri gegn Þór 83-61. KR skellti ÍR 84-75 og Grindavík lagði Fjölni 98-83. Loks vann Snæfell granna sína í Skallagrími 75-74 í hörkuleik. Sport 1.12.2005 21:42
Heil umferð í kvöld Sex leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur í kvennaflokki. Topplið Njarðvíkur sækir botnlið Hattar heim á Egilsstaði, Hamar/Selfoss tekur á móti Haukum, Grindavík mætir Fjölni, Keflavík tekur á móti Þór, ÍR og KR mætast í Seljaskóla og þá verður væntanlega heitt í kolunum í Hólminum þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við. Sport 1.12.2005 12:57
Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk. Sport 29.11.2005 22:49
Stjarnan leiðir í hálfleik Stjarnan hefur þriggja marka forystu í hálfleik gegn Val í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson þurfti að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið. Sport 29.11.2005 20:49
Valur og Stjarnan mætast í kvöld Í kvöld fer fram einn leikur í DHL-deild karla í handbolta, en það er leikur Vals og Stjörnunnar sem frestað var á sínum tíma vegna þáttöku Vals í Evrópukeppninni. Valur getur styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20 og verður í Laugardalshöllinni. Sport 29.11.2005 18:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent