Íþróttir

Fréttamynd

Inter hefur keypt Zlatan

Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic var í gær seldur frá Juventus og til Ítalíumeistara Inter. Didier Deschamps, nýr þjálfari Juventus, segir Zlatan vera síðasta leikmanninn sem félagið selji eftir Ítalíuskandalinn stóra. Inter borgar 17,7 milljónir punda fyrir þennan hávaxna sóknarmann. Ibrahimovic skoraði 23 mörk í sjötíu leikjum fyrir Juventus.

Sport
Fréttamynd

Eyjamönnum pakkað saman í Víkinni

ÍBV mætti til leiks gegn Víkingi með nýjan þjálfara en Heimir Hallgrímsson tók við skömmu fyrir Þjóðhátíð af Guðlaugi Baldurssyni sem sagði starfi sínu lausu. Þjálfaraskiptin breyttu engu því Eyjamenn sneru tómhentir heim eftir tap, 5-0.

Sport
Fréttamynd

Baráttujafntefli í Krikanum

FH og Fylkir skildu jöfn, 2-2, í mikilli bleytu í Hafnarfirði. Fylkismenn börðust vel fyrir stiginu en það var Páll Einarsson sem skoraði jöfnunarmarkið.

Sport
Fréttamynd

Erfið staða Skagamanna

Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat.

Sport
Fréttamynd

Maður er dæmdur af mörkunum

"Ég get ekki neitað því að tilfinningin var ansi ljúf að sjá boltann loksins í netinu. Það er að sjálfsögðu mikill léttir að ná að skora eftir svona mikla markaþurrð. Þetta var farið að leggjast rosalega þungt á mann en vonandi liggur leiðin bara upp á við núna," sagði sóknarmaðurinn Grétar Hjartarson hjá KR en hann skoraði loksins á miðvikudagskvöldið en fyrir það mark hafði hann ekki skorað síðan 6. júní eða í rúma tvo mánuði.

Sport
Fréttamynd

Brynjar dregur sig úr hóp

Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, hefur neyðst til að draga sig út úr landsliðshópi Íslands sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik næstkomandi þriðjudag. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur í stað hans kallað á Hjálmar Jónsson, leikmann IFK Gautaborgar í Svíþjóð. Ísland mun leika í glænýjum búningum frá Errea í leiknum og verða Íslendingar albláir. Samkvæmt heimasíðu KSÍ gengur miðasala vel en hægt er að nálgast miða á heimasíðunni midi.is og einnig í verslunum BT og Skífunnar.

Sport
Fréttamynd

Yrði mikið áfall fyrir Arsenal að missa Cole

„Það var ótrúlega mikill missir fyrir Arsenal þegar Patrick Vieira var seldur til Juventus. Það yrði svipað ef Ashley Cole færi,“ sagði franski sóknarmaðurinn Thierry Henry í gær en hann hefur miklar áhyggjur af því að liði missi Cole. „Að sjálfsögðu vilja allir hérna að hann verði áfram. Hann er klárlega einn besti vinstri bakvörður í heiminum og hans yrði sárt saknað.“

Sport
Fréttamynd

Tilbúinn í lok mánaðarins

Meiðsli miðjumannsins Joe Cole hjá Chelsea eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og ætti hann að verða tilbúinn aftur í slaginn undir lok mánaðarins. Cole meiddist á hægra hné í æfingaferð ensku meistaranna um Bandaríkin. Talið var í fyrstu að hann hefði skaddað liðbönd í hné það illa að hann gæti ekki leikið í sex vikur.

Sport
Fréttamynd

Stefán lagði upp fyrsta mark Garðars

Garðar Gunnlaugsson lék í gær sinn annan deildarleik með sænska 1. deildarliðinu Norrköping og tókst honum að skora eina mark liðsins og tryggja sínum mönnum þannig annað stigið í leik gegn Jönköpings Södra. Það var svo félagi hans og annar Skagamaður, Stefán Þórðarson, sem lagði upp markið fyrir Garðar. Norrköping er í fjórða sæti sænsku 1. deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Með risatilboð í Adriano?

Ítalskir fjölmiðlar sögðu í gær að enska liðið Manchester United ætluðu sér að gera risatilboð í brasilíska sóknarmanninn Adriano sem arftaka Ruud van Nistelrooy sem seldur var til Real Madrid fyrir ekki alls löngu. Adriano er 24 ára og spilar með Ítalíumeisturum Inter. Forráðamenn Manchester United eru væntanlegir til Milan, samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Kominn í raðir West Ham

Varnarmaðurinn John Pantsil, landsliðsmaður Gana, varð formlega leikmaður enska liðsins West Ham í gær þegar hann fékk atvinnuleyfi hjá félaginu. Þessi 25 ára leikmaður var til reynslu hjá Hömrunum og heillaði knattspyrnustjórann Alan Pardew. Pantsil kemur frá Hapoel Tel Aviv og er honum ætlað að fylla skarðið sem Tomas Repka skildi eftir sig í hægri bakverðinum. Hann sagði á heimasíðu West Ham að það hefði lengi verið draumur sinn að spila á Englandi.

Sport
Fréttamynd

Hætti óvænt með liðið

Hollendingurinn Co Adriaanse sagði í gær starfi sínu lausu sem þjálfari portúgalska liðsins FC Porto eftir deilur við stjórnarmenn félagsins. Adriaanse er 59 ára og var áður þjálfari Ajax og AZ Alkmaar áður en hann tók við Porto í fyrra. Undir stjórn hans vann félagið bæði portúgalska meistaratitilinn og bikarinn en hann var aðeins hálfnaður með samning sinn. Adriaanse er fjórði þjálfarinn sem hrökklast úr starfi þjálfara Porto síðan Jose Mour­inho réði sig til Chelsea fyrir tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Fjórir mikilvægir leikir í kvöld

Lokaspretturinn í Landsbankadeild karla er hafinn en í kvöld verða fjórir leikir á dagskrá og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Með þeim lýkur þrettándu umferðinni og þá verða aðeins fimm umferðir eftir. FH hefur örugga forystu í deildinni en þar fyrir neðan er pakkinn þéttur og nær öll lið deildarinnar geta fallið.

Sport
Fréttamynd

Guðjón Valur fyrirliði

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, sem Alfreð Gíslason þjálfar. Var þetta tilkynnt á heimasíðu liðsins í gær.

Sport
Fréttamynd

Fjórða tap Íslands í röð

U16 ára landslið kvenna í körfubolta tapaði í gær með fjórtán stiga mun, 59-73, fyrir Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðli B-deildar Evrópumótsins. Írska liðið hafði forystuna allan tímann. Íslensku stelpurnar hafa því tapað öllum fjórum leikjum sínum á mótinu til þessa en í dag leika þær gegn Finnlandi sem vann Írland 63-57 á þriðjudag.

Sport
Fréttamynd

Fer líklega til Reading

Yngsti leikmaður Landsbankadeildarinnar, hinn sextán ára gamli Viktor Unnar Illugason hjá Breiðabliki, heldur að öllum líkindum til Englands í haust.

Sport
Fréttamynd

Dirk Kuyt enn í myndinni

Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, er enn að velta því fyrir sér hvort hann eigi að leggja fram tíu milljónir punda í sóknarmanninn Dirk Kuyt. Roeder fylgdist með þessum 25 ára leikmanni þegar hann lék með Feyenoord um síðustu helgi og lét hafa eftir sér við enska fjölmiðla að hann hefði verið hrifinn af frammistöðu hans.

Sport
Fréttamynd

Báðir munu styrkja liðið

"Það er frábært fyrir liðið að hafa fengið þessa tvo leikmenn, ég er sannfærður um að þeir munu báðir styrkja okkur töluvert," sagði Iain Dowie, knattspyrnustjóri úrvalsdeildarliðsins Charlton, eftir að tveir nýjustu leikmenn félagsins voru kynntir til leiks. Það eru miðjumaðurinn Amady Faye sem kemur frá Newcastle og varnarmaðurinn Djimi Traore sem kemur frá Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Nýju mennirnir björguðu Liverpool

Fyrrum Evrópumeistarar Liverpool lentu í talsverðum vandræðum á heimavelli í gær er liðið tók á móti ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Ísraelsmennirnir voru fyrri til að skora í leiknum eftir slæm varnarmistök hjá Finnanum Sami Hyypiä. Craig Bellamy náði skömmu síðar að jafna metin fyrir Liverpool í sínum fyrsta alvöruleik með liðinu og eftir langar og þungar sóknarlotur í síðari hálfleik tókst Chile-manninum Mark Gonzalez að tryggja þeim ensku sigurinn með marki á 88. mínútu. Þetta var einnig fyrsti stóri leikur Gonzalez með liðinu. Brasilíumaðurinn Gustavo Boccoli skoraði mark Maccabi.

Sport
Fréttamynd

Jöfn skipti í Frostaskjólinu

KR og Keflavík gerðu í gær 2-2 jafntefli í fyrsta leik 13. umferðar Landsbanka-deildarkarla. Keflvíkingar voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir leik.

Sport
Fréttamynd

Ásthildur aftur inn í hópinn

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem mætir Tékklandi laugardaginn 19. ágúst. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2007 og er Ísland, sem stendur í þriðja sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Tékkar. Einn nýliði er í hópnum en það er Katrín Ómarsdóttir. Þá kemur fyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir aftur inn í liðið en hún var í leikbanni í síðasta leik gegn Portúgal.

Sport
Fréttamynd

Vill sem fyrst til Real Madrid

Jose Antonio Reyes, leikmaður Arsenal, vill fá félagaskipti yfir til Real Madrid sem fyrst. Viðræður milli spænska stórliðsins og Arsenal standa nú yfir en Reyes, sem er 22 ára, vill komast heim til Spánar. „Ég og fjölskylda mín erum nokkuð hrædd um að eitthvað fari úrskeiðis. Ég vil að gengið verði frá málum sem fyrst,“ sagði Reyes.

Sport
Fréttamynd

Indriði mun styrkja lið okkar mikið

Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008.

Sport
Fréttamynd

ÍBV farið að safna liði

Kvennalið ÍBV í handbolta hefur fengið liðsstyrk því Valentina Radu, 25 ára örvhent rúmensk skytta, hefur samið við félagið en hún á nokkra A-landsleiki að baki. Á síðasta ári lék hún með Rulmentul Brasov sem varð meistari í heimalandi hennar auk þess sem það vann Áskorendakeppni Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Annar leikur Blikastúlkna

Kvennalið Breiðabliks leikur í dag sinn annan leik í Evrópukeppni félagsliða en leikið er í Austurríki. Eftir 4-0 sigur í fyrsta leik er komið að heimaliðinu Neulengbach í dag en það lið vann sinn fyrsta leik 5-1 og því má reikna með hörkuleik.

Sport
Fréttamynd

Þrjú lið berjast um Ribery

Umboðsmaður Franck Ribery segir að þrjú lið séu að berjast um vængmanninn. Það eru franska liðið Lyon, Arsenal og Real Madrid. Ribery er 23 ára franskur landsliðsmaður og sló algjörlega í gegn á HM í sumar en hann er hjá Marseille í heimalandinu. Ribery hefur látið það í ljós að hann vilji fara í annað lið og er talið að Marseille vilji þá selja hann úr landi.

Sport
Fréttamynd

Verður með á sunnudag

Neyðarástand hefur gripið um sig í herbúðum Brann í Noregi síðan Kristján Örn Sigurðsson fór meiddur af velli í toppslag deildarinnar gegn Lilleström fyrir skömmu. Óttast var að hann yrði frá svo vikum skipti en stuðningsmönnum liðsins til mikillar ánægju sagði hann í gær að hann myndi spila gegn núverandi meisturum Vålerenga á sunnudag. Hann missir þó af leik Brann í UEFA-bikarkeppninni gegn Åtvidaberg frá Svíþjóð á morgun.

Sport
Fréttamynd

Veigar Páll framlengdi samninginn við Stabæk

Framherjinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk þrátt fyrir að erlend lið hafi sýnt honum mikinn áhuga. Veigar Páll hefur átt frábært tímabil í Noregi og er markahæstur.

Sport
Fréttamynd

Tveir nýliðar og fimm heimamenn valdir

Alls eru fimm leikmenn í Landsbankadeild karla og fimm­tán atvinnumenn í ýmsum Evrópu­löndum í landsliði Íslands sem mætir Spáni í vináttulandsleik í knattspyrnu á þriðjudaginn kemur. Þá eru tveir nýliðar, þeir Ármann Smári Björnsson og Matthías Guðmundsson, sem áttu sjálfsagt alls ekki von á því að verða valdir í landsliðið.

Sport
Fréttamynd

Campbell til Portsmouth

Portsmouth tilkynnti það í gær að varnarmaðurinn Sol Campbell væri orðinn leikmaður félagsins. Þessi 31 árs enski landsliðsmaður fékk samningi sínum við Arsenal rift í júlí og mun samningur hans við Portsmouth vera til tveggja ára. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir þessar fréttir koma sér á óvart því upphaflega hafi Campbell beðið um að losna frá samningi sínum til að spila utan Englands.

Sport