Viðskipti FL Group vill kaupa Sterling FL Group hefur áhuga á að kaupa Sterling-flugfélagið af eignarhaldsfélaginu Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Ákveðið hefur verið að hefja viðræður. "Þessar þreifingar eru á algjöru frumstigi og óvíst til hvers þær leiða," sagði Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í gærkvöldi. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42 Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeildir Landsbankans og KB banka spá því báðar að Seðlabankinn muni á næstunni hækka stýrivexti í kjölfar fregna af vaxandi verðbólgu. Þar sem verðbólgan er komin yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans þarf hann að gera ríkisstjórninni formlega grein fyrir stöðunni. Það hefur tvisvar gerst áður, í síðara skiptið í febrúar á þessu ári, og í bæði skiptin fylgdu stýrivaxtahækkanir í kjölfarið. Innlent 14.10.2005 06:42 Verðbólgumörk Seðlabankans rofin Verðbólgumörk Seðlabankans hafa verið rofin með áberandi hætti að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan á landinu er 7,6 prósent miðað við vísitöluhækkun síðustu þriggja mánaða, en 4,8 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. Innlent 14.10.2005 06:41 Actavis með nýtt húðlyf í Evrópu Actavis hefur hafið sölu á nýju húðlyfi á mörkuðum í Evrópu. Um er að ræða samheitalyfið Terbinafine, sem sett var á markað nýlega þegar einkaleyfisvernd þess rann út. Lyfið er selt til 15 Evrópulanda en fleiri lönd munu bætast við fyrir árslok. Fyrstu pantanir námu um 10 milljónum taflna og reiknað er með að Terbinafine verði söluhæsta húðlyf Actavis. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42 Kjarasamningar séu í uppnámi Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Innlent 14.10.2005 06:42 eBay kaupir Skype Uppboðssíðan eBay hefur keypt netsímafyrirtækið Skype fyrir um 160 milljarða króna. Erlent 14.10.2005 06:41 Icelandair flýgur til Manchester Icelandair hyggst hefja beint áætlunarflug til Manchester í Englandi í byrjun apríl á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum með Boeing 757 þotum félagsins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42 Actavis kaupir í Búlgaríu Actavis hefur keypt eitt stærsta lyfjadreifingarfyrirtæki í Búlgaríu, Higia AD, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Búlgaríu. Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Actavis er tekið fram að kaupin séu fjármögnuð með langtímaláni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41 Mikið flökt á gengi krónunnar Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að mikið flökt verði á gengi íslensku krónunnar næstu daga í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um mikil gjaldeyriskaup á næstunni til að greiða erlendar skuldir ríkisins. Hún telur kaupin hafa áhrif til lækkunar en þó líklega aðeins til skamms tíma því útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum vegi á móti. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41 Spá vaxtahækkun hjá Seðlabanka Greiningardeild KB-banka gerir ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti um hálft prósentustig 29. september og að vextir verði þá yfir 10% fram á mitt næsta ár. Í Efnahagsfregnum greiningardeildarinnar segir að þenslumerki sjáist hvarvetna í efnahagslífinu Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41 Kaupir banka í Búlgaríu Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Bulgaria Holding, komst í morgun að samkomulagi við eigendur búlgarska bankann, EIBANK, um kaup á þrjátíu og fjögurra prósenta hlut í bankanum. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41 Engar breytingar á fjármálamarkaði Litlar sem engar breytingar urðu á fjármálamarkaði í gær og í morgun eftir tíðindin um brotthvarf Davíðs Oddssonar af sviði stjórnmála og skipun hans sem bankastjóra og formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41 Stærsta greiðsla Íslandssögunnar Kaupendur Símans greiddu ríkinu í gær andvirði 66,7 milljarða króna fyrir fyrirtækið. KB banki sá um að millifæra upphæðina inn á reikning ríkisins í Seðlabanka Íslands. Það var gert í nokkrum hlutum og hefur undirbúningur fyrir þetta verið nokkur. Menn telja að aldrei áður hafi stærri peningafærsla farið fram á Íslandi. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Dreifir efni í Miðausturlöndum Hex hugbúnaður hefur tekið að sér dreifingu á efni frá Disney-samstæðunni í farsíma í Miðausturlöndum. Samningurinn tekur þegar gildi og er unnið að uppsetningu búnaðarins í Internet Tower í Dubai þessa dagana. Önnur þjónusta Hex verður einnig tengd á sama tíma, þar á meðal myndabloggkerfi og efnisveitur. Innlent 14.10.2005 06:41 Ná til Evrópu í einum viðskiptum „Með kaupunum á Kepler erum við nákvæmlega að framfylgja stefnuáherslu Landsbankans á einstaklega skemmtilegan hátt að mínu mati með því að ná til allrar Evrópu í einum viðskiptum,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, á fundi í París á mánudaginn þegar hann kynnti kaup bankans á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Ná til Evrópu í einum viðskiptum „Með kaupunum á Kepler erum við nákvæmlega að framfylgja stefnuáherslu Landsbankans á einstaklega skemmtilegan hátt að mínu mati með því að ná til allrar Evrópu í einum viðskiptum,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, á fundi í París á mánudaginn þegar hann kynnti kaup bankans á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Ná til Evrópu í einum viðskiptum „Með kaupunum á Kepler erum við nákvæmlega að framfylgja stefnuáherslu Landsbankans á einstaklega skemmtilegan hátt að mínu mati með því að ná til allrar Evrópu í einum viðskiptum,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, á fundi í París á mánudaginn þegar hann kynnti kaup bankans á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Fjórir eiga yfir milljarð Fjórir forstjórar fyrirtækja, sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, eiga yfir einn milljarð í hlutabréfum í því félagi sem þeir stýra. Þetta eru Lýður Guðmundsson, Róbert Wessmann, Bjarni Ármannsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47 Halldór ráðinn framkvæmdastjóri Halldór Jóhannsson viðskiptafræðingur verður næsti framkvæmdastjóri KEA. Stjórn félagsins ákvað á síðasta fundi sínum að ráða hann til starfa í stað Andra Teitssonar sem lætur af störfum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47 Baugur með í Merlin-kaupum Íslenskir fjárfestar undir forystu Sverris Berg Steinarssonar, fyrrverandi forstjóra Dags Group, eiga í viðræðum um kaup á dönsku raftækjakeðjunni Merlin af danska fyrirtækinu FDP. Sverrir vildi ekki tjá sig um þessi kaup að öðru leyti en því að hann ásamt hópi fjárfesta væru að skoða fyrirtækið. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47 Góð afkoma hjá Baugi Group Hagnaður Baugs Group á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 nam 10,6 milljörðum króna eftir skatta. Heildareignir félagsins námu í lok júní síðastliðins rúmlega hundrað milljörðum króna og eigið fé nam 46 milljörðum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47 Búa sig undir breytingar Landsbankamenn búast við grundvallarbreytingum á evrópskum fjármálamarkaði og vilja vera undir þær búnar. Þeir hafa keypt alþjóðlegt verðbréfafyrirtæki og ætla að byggja fjárfestingabanka á grunni þess. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Landsbankinn fjárfestir erlendis Landsbankinn hefur keypt franska verðbréfabankann Kleper. Heildarviðskipti vegna kaupanna hljóða upp á sjö komma tvo milljarða íslenskra króna, en Landsbankinn hefur keypt áttatíu og eitt prósent hlutafjár franska bankans og tryggt sér kaup á nítján prósentum til viðbótar. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Líkur á gjaldeyriskreppu aukast Stórfelld útgáfa erlendra spákaupmanna á skuldabréfum í íslenskum krónum getur leitt til gengishruns með hættu á óðaverðbólgu ef Seðlabankinn lækkar vexti snögglega. Þannig hafa líkurnar á gengisfalli og gjaldeyriskreppu aukist verulega. Hagfræðingur KB banka segir að þetta gæti gert Seðlabankanum erfiðara um vik við að lækka vexti þótt efnahagsástandið kallaði eftir því. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Framkvæmdastjóri ráðinn á næstunni Á næstunni ræðst hver verður nýr kaupfélagsstjóri á Akureyri. Stjórn KEA mun koma saman síðdegis á morgun til þess að fjalla um ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Umsækjendur um starfið eru á milli 70 og 80 en umsóknarfrestur rann út 27. ágúst. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Baugur fjárfestir í Bretlandi Breska dagblaðið Sunday Telegraph greindi í gær frá því að Baugur ásamt skoska frumkvöðlinum Tom Hunter og breska stórbankanum HBOS hefðu stofnað með sér fasteignafélag. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Lego flytur störf til Tékklands Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur tilkynnt að verksmiðja félagsins í Sviss ásamt fimm dreifingarstöðvum víðs vegar um Evrópu verði flutt til Tékklands. Þetta kemur fram í <em>Vegvísi</em> KB banka. Um 540 starfsmenn munu missa vinnu sína vegna skipulagsbreytinganna en ástæða þess að verksmiðjunni verður lokað í Sviss er hár launa- og framleiðslukostnaður þar í landi. Viðskipti erlent 14.10.2005 06:40 Krónan hækkar vegna skuldabréfa Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Nýr forstjóri Kaupþings banka Ingólfur Helgason hefur verið ráðinn forstjóri starfsemi Kaupþings banka á Íslandi. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings Banka ætlar að einbeita sér alfarið að rekstri Kaupþings Banka samstæðunnar og heyrir starf Ingólfs beint undir hann, en Ingólfur sinnir eingöngu starfsemi bankans á Íslandi. Hann segir ekki miklar breytingar á döfinni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 Engar athugasemdir við kaupin Samkeppniseftirlitið gerir engar athugasemdir vegna kaupa Skipta ehf. á öllu hlutafé íslenska ríkisins í Landsíma Íslands, en eftirlitið hefur haft kaupin til skoðunar og umsagnar. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands að Skipti munu greiða íslenska ríkinu kaupverð hlutafjárins, alls 66,7 milljaðra króna, þann 6. september næstkomandi og afhendir íslenska ríkið félaginu hlutaféð þann sama dag. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40 « ‹ 174 175 176 177 178 179 180 181 182 … 223 ›
FL Group vill kaupa Sterling FL Group hefur áhuga á að kaupa Sterling-flugfélagið af eignarhaldsfélaginu Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Ákveðið hefur verið að hefja viðræður. "Þessar þreifingar eru á algjöru frumstigi og óvíst til hvers þær leiða," sagði Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, í gærkvöldi. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42
Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeildir Landsbankans og KB banka spá því báðar að Seðlabankinn muni á næstunni hækka stýrivexti í kjölfar fregna af vaxandi verðbólgu. Þar sem verðbólgan er komin yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans þarf hann að gera ríkisstjórninni formlega grein fyrir stöðunni. Það hefur tvisvar gerst áður, í síðara skiptið í febrúar á þessu ári, og í bæði skiptin fylgdu stýrivaxtahækkanir í kjölfarið. Innlent 14.10.2005 06:42
Verðbólgumörk Seðlabankans rofin Verðbólgumörk Seðlabankans hafa verið rofin með áberandi hætti að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólgan á landinu er 7,6 prósent miðað við vísitöluhækkun síðustu þriggja mánaða, en 4,8 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. Innlent 14.10.2005 06:41
Actavis með nýtt húðlyf í Evrópu Actavis hefur hafið sölu á nýju húðlyfi á mörkuðum í Evrópu. Um er að ræða samheitalyfið Terbinafine, sem sett var á markað nýlega þegar einkaleyfisvernd þess rann út. Lyfið er selt til 15 Evrópulanda en fleiri lönd munu bætast við fyrir árslok. Fyrstu pantanir námu um 10 milljónum taflna og reiknað er með að Terbinafine verði söluhæsta húðlyf Actavis. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42
Kjarasamningar séu í uppnámi Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Innlent 14.10.2005 06:42
eBay kaupir Skype Uppboðssíðan eBay hefur keypt netsímafyrirtækið Skype fyrir um 160 milljarða króna. Erlent 14.10.2005 06:41
Icelandair flýgur til Manchester Icelandair hyggst hefja beint áætlunarflug til Manchester í Englandi í byrjun apríl á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku, á föstudögum og mánudögum með Boeing 757 þotum félagsins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:42
Actavis kaupir í Búlgaríu Actavis hefur keypt eitt stærsta lyfjadreifingarfyrirtæki í Búlgaríu, Higia AD, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Búlgaríu. Kaupverðið er ekki gefið upp en í tilkynningu frá Actavis er tekið fram að kaupin séu fjármögnuð með langtímaláni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41
Mikið flökt á gengi krónunnar Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að mikið flökt verði á gengi íslensku krónunnar næstu daga í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um mikil gjaldeyriskaup á næstunni til að greiða erlendar skuldir ríkisins. Hún telur kaupin hafa áhrif til lækkunar en þó líklega aðeins til skamms tíma því útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum vegi á móti. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41
Spá vaxtahækkun hjá Seðlabanka Greiningardeild KB-banka gerir ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti um hálft prósentustig 29. september og að vextir verði þá yfir 10% fram á mitt næsta ár. Í Efnahagsfregnum greiningardeildarinnar segir að þenslumerki sjáist hvarvetna í efnahagslífinu Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41
Kaupir banka í Búlgaríu Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Bulgaria Holding, komst í morgun að samkomulagi við eigendur búlgarska bankann, EIBANK, um kaup á þrjátíu og fjögurra prósenta hlut í bankanum. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41
Engar breytingar á fjármálamarkaði Litlar sem engar breytingar urðu á fjármálamarkaði í gær og í morgun eftir tíðindin um brotthvarf Davíðs Oddssonar af sviði stjórnmála og skipun hans sem bankastjóra og formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:41
Stærsta greiðsla Íslandssögunnar Kaupendur Símans greiddu ríkinu í gær andvirði 66,7 milljarða króna fyrir fyrirtækið. KB banki sá um að millifæra upphæðina inn á reikning ríkisins í Seðlabanka Íslands. Það var gert í nokkrum hlutum og hefur undirbúningur fyrir þetta verið nokkur. Menn telja að aldrei áður hafi stærri peningafærsla farið fram á Íslandi. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Dreifir efni í Miðausturlöndum Hex hugbúnaður hefur tekið að sér dreifingu á efni frá Disney-samstæðunni í farsíma í Miðausturlöndum. Samningurinn tekur þegar gildi og er unnið að uppsetningu búnaðarins í Internet Tower í Dubai þessa dagana. Önnur þjónusta Hex verður einnig tengd á sama tíma, þar á meðal myndabloggkerfi og efnisveitur. Innlent 14.10.2005 06:41
Ná til Evrópu í einum viðskiptum „Með kaupunum á Kepler erum við nákvæmlega að framfylgja stefnuáherslu Landsbankans á einstaklega skemmtilegan hátt að mínu mati með því að ná til allrar Evrópu í einum viðskiptum,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, á fundi í París á mánudaginn þegar hann kynnti kaup bankans á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Ná til Evrópu í einum viðskiptum „Með kaupunum á Kepler erum við nákvæmlega að framfylgja stefnuáherslu Landsbankans á einstaklega skemmtilegan hátt að mínu mati með því að ná til allrar Evrópu í einum viðskiptum,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, á fundi í París á mánudaginn þegar hann kynnti kaup bankans á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Ná til Evrópu í einum viðskiptum „Með kaupunum á Kepler erum við nákvæmlega að framfylgja stefnuáherslu Landsbankans á einstaklega skemmtilegan hátt að mínu mati með því að ná til allrar Evrópu í einum viðskiptum,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, á fundi í París á mánudaginn þegar hann kynnti kaup bankans á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Fjórir eiga yfir milljarð Fjórir forstjórar fyrirtækja, sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands, eiga yfir einn milljarð í hlutabréfum í því félagi sem þeir stýra. Þetta eru Lýður Guðmundsson, Róbert Wessmann, Bjarni Ármannsson og Hreiðar Már Sigurðsson. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47
Halldór ráðinn framkvæmdastjóri Halldór Jóhannsson viðskiptafræðingur verður næsti framkvæmdastjóri KEA. Stjórn félagsins ákvað á síðasta fundi sínum að ráða hann til starfa í stað Andra Teitssonar sem lætur af störfum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47
Baugur með í Merlin-kaupum Íslenskir fjárfestar undir forystu Sverris Berg Steinarssonar, fyrrverandi forstjóra Dags Group, eiga í viðræðum um kaup á dönsku raftækjakeðjunni Merlin af danska fyrirtækinu FDP. Sverrir vildi ekki tjá sig um þessi kaup að öðru leyti en því að hann ásamt hópi fjárfesta væru að skoða fyrirtækið. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47
Góð afkoma hjá Baugi Group Hagnaður Baugs Group á fyrstu sex mánuðum ársins 2005 nam 10,6 milljörðum króna eftir skatta. Heildareignir félagsins námu í lok júní síðastliðins rúmlega hundrað milljörðum króna og eigið fé nam 46 milljörðum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:47
Búa sig undir breytingar Landsbankamenn búast við grundvallarbreytingum á evrópskum fjármálamarkaði og vilja vera undir þær búnar. Þeir hafa keypt alþjóðlegt verðbréfafyrirtæki og ætla að byggja fjárfestingabanka á grunni þess. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Landsbankinn fjárfestir erlendis Landsbankinn hefur keypt franska verðbréfabankann Kleper. Heildarviðskipti vegna kaupanna hljóða upp á sjö komma tvo milljarða íslenskra króna, en Landsbankinn hefur keypt áttatíu og eitt prósent hlutafjár franska bankans og tryggt sér kaup á nítján prósentum til viðbótar. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Líkur á gjaldeyriskreppu aukast Stórfelld útgáfa erlendra spákaupmanna á skuldabréfum í íslenskum krónum getur leitt til gengishruns með hættu á óðaverðbólgu ef Seðlabankinn lækkar vexti snögglega. Þannig hafa líkurnar á gengisfalli og gjaldeyriskreppu aukist verulega. Hagfræðingur KB banka segir að þetta gæti gert Seðlabankanum erfiðara um vik við að lækka vexti þótt efnahagsástandið kallaði eftir því. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Framkvæmdastjóri ráðinn á næstunni Á næstunni ræðst hver verður nýr kaupfélagsstjóri á Akureyri. Stjórn KEA mun koma saman síðdegis á morgun til þess að fjalla um ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Umsækjendur um starfið eru á milli 70 og 80 en umsóknarfrestur rann út 27. ágúst. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Baugur fjárfestir í Bretlandi Breska dagblaðið Sunday Telegraph greindi í gær frá því að Baugur ásamt skoska frumkvöðlinum Tom Hunter og breska stórbankanum HBOS hefðu stofnað með sér fasteignafélag. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Lego flytur störf til Tékklands Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur tilkynnt að verksmiðja félagsins í Sviss ásamt fimm dreifingarstöðvum víðs vegar um Evrópu verði flutt til Tékklands. Þetta kemur fram í <em>Vegvísi</em> KB banka. Um 540 starfsmenn munu missa vinnu sína vegna skipulagsbreytinganna en ástæða þess að verksmiðjunni verður lokað í Sviss er hár launa- og framleiðslukostnaður þar í landi. Viðskipti erlent 14.10.2005 06:40
Krónan hækkar vegna skuldabréfa Krónan hefur nú hækkað um tvö prósent á einni viku og er í sögulegu hámarki. Erlend verðbréfafyrirtæki og austurríska ríkið hafa gefið út skuldabréf á Íslandi og selja til viðskiptavina sinna úti vegna vaxtamunarins sem er milli sex og sjö prósent. Þetta hefur haft þau áhrif að krónan hefur hækkað enn meira að undanförnu. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Nýr forstjóri Kaupþings banka Ingólfur Helgason hefur verið ráðinn forstjóri starfsemi Kaupþings banka á Íslandi. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings Banka ætlar að einbeita sér alfarið að rekstri Kaupþings Banka samstæðunnar og heyrir starf Ingólfs beint undir hann, en Ingólfur sinnir eingöngu starfsemi bankans á Íslandi. Hann segir ekki miklar breytingar á döfinni. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40
Engar athugasemdir við kaupin Samkeppniseftirlitið gerir engar athugasemdir vegna kaupa Skipta ehf. á öllu hlutafé íslenska ríkisins í Landsíma Íslands, en eftirlitið hefur haft kaupin til skoðunar og umsagnar. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands að Skipti munu greiða íslenska ríkinu kaupverð hlutafjárins, alls 66,7 milljaðra króna, þann 6. september næstkomandi og afhendir íslenska ríkið félaginu hlutaféð þann sama dag. Viðskipti innlent 14.10.2005 06:40