Samgönguslys

Fréttamynd

Mikil hálka þegar bana­slysið varð

Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða.

Innlent
Fréttamynd

Brúin yfir Ferjukotssíki fallin

Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast.

Innlent
Fréttamynd

Sjá fót­gang­endur með endur­skin fimm sinnum fyrr

Samgöngustofa og 66°Norður hafa sameinað krafta sína í annað sinn í sérstöku samfélagsátaki undir nafninu Sjáumst//ekki. Átakið er sett af stað til að vekja athygli á mikilvægi þess að nota endurskinsmerki, vera sýnileg í myrkrinu á dimmustu dögum ársins og auka þannig öryggi í umferðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fíkni­efna­notkun talin megin­or­sök banaslyss í Lækjar­götu

Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm fluttir á sjúkra­hús eftir rútuslysið

Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Nokkura bíla á­rekstur á Vatnaleið

Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð.

Innlent
Fréttamynd

Vita ekki hve­nær þau komast heim með líkams­leifar drengsins síns

Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Fjölskylduvinur, sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni, segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lagið í Ár­bæ harmi slegið vegna and­láts Maciej

Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins.

Innlent
Fréttamynd

Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála

Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála austan Kirkjubæjarklausturs um fjögurleytið í dag. Engin slys urðu á fólki en báðir bílar eru óökuhæfir. Loka þurfti veginum um á meðan bílarnir voru fjarlægðir en búið er að opna fyrir umferð að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Sex voru fluttir með þyrlunni

Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. 

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt bíl­slys í Ör­æfum

Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum.

Innlent
Fréttamynd

Rúta rann yfir rangan vegar­helming út í móa

Rúta rann yfir rangan vegarhelming og hafnaði utan vegar við Þjórsárbrú. Einn lögreglubíll var kallaður til aðstoðar, en engin slys urðu á fólki og frekari viðbragðsaðilar voru ekki kallaðir til.

Innlent
Fréttamynd

Strætó rann á bíl og ruslaskýli

Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær.

Innlent
Fréttamynd

Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum

Bíll valt út af vegi á þjóðvegi 54 á Mýrum í Borgarfirði síðdegis í dag. Vegurinn var lokaður um tíma og aðstoðaði slökkvilið við aðgerðir á vettvangi. Nokkur hálka er á veginum að sögn vegfarenda en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur vegurinn verið opnaður á nýjan leik.

Innlent
Fréttamynd

Skip­stjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnar­kant

Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Innlent
Fréttamynd

Bíll valt í Garða­bæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bílveltu við Hlíðsnesveg í Garðabæ um miðjan dag í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur við Holta­garða

Betur fór en á horfðist þegar sendibíll og fólksbíll rákust á við gatnamót Sæbrautar og Holtavegar í austurhluta Reykjavíkur á tíunda tímanum. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Rútuslys austan við Hala í Suðursveit

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að umferðarslysið hafi orðið á sjöunda tímanum í kvöld á Þjóðvegi 1 austan við Hala í Suðursveit. Þar hafi rúta með um tuttugu manns farið út af veginum.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla á­rekstur og mikil um­ferðar­teppa

Þrír bílar lentu saman í árekstri á Hafnarfjarðvegi við Arnarnesbrú upp úr fimm síðdegis. Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar en meiðsli virðast vera lítilháttar. Umferðarteppa hefur myndast niður að Hamraborg.

Innlent