Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Girða fyrir allar smugur eftir að barn slapp út

Gengið verður vel úr skugga um að það endurtaki sig ekki að leikskólabarn sleppi út af leikskólalóð Lundarsels á Akureyri eftir að leikskólabarn slapp út um hlið á leikskólalóðinni í gær. Barnið fannst skömmu eftir að það slapp út á íþróttasvæði KA, skammt frá leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Að afvopna kvíðann

Núna eru kennarar, almennt starfsfólk, skólastjórnendur, stuðningsfulltrúar o.s.frv. að koma sér fyrir í þeirri hugsun að skólinn eða grunnskólinn er að hefjast á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Iðn­nám þarf að skipa hærri sess hjá stjórn­völdum

Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina.

Skoðun
Fréttamynd

Byggja eininga­hús við Foss­vogs­skóla fyrir kennslu í vetur

Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar

Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal.

Innlent
Fréttamynd

Ég er ekki ráðherra

Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt upphaf í miðjum heimsfaraldri?

Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar sem fengu Janssen fá örvunarskammt

Að tillögu sóttvarnalæknis er öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem fengu Janssen bólusetningu í vor boðinn örvunarskammtur með bóluefni frá Pfizer í næstu viku og vikunni þar á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Skólastarf verður í Fossvogi í vetur

Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Hvernig gerum við nú í nýrri bylgju?

Þegar þetta er skrifað er nýkomið í ljós að tæplega 60 manns greindust smituð af kórónuveirunni í gær. Við eru komin á kaf í nýja bylgju faraldursins – og það þrátt fyrir að hafa nánast lokið bólusetningu hjá þjóðinni. Í umræðunni má greina mörg stef: vonbrigði, gremju, ótta og furðu.

Skoðun
Fréttamynd

Veruleikinn í skóla án aðgreiningar

Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.“Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Vonar að stjórnvöld endurtaki ekki leikinn

Styrkir sem stjórnvöld veittu háskólum til að bjóða upp á sumarnámskeið á síðasta ári fólu ekki í sér ólögmæta ríkisaðstoð að sögn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) er ósammála niðurstöðunni og segir hana vera vonbrigði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tækniskólinn í Hafnar­fjörð

Fram­­tíðar­­lausn á hús­­næðis­vanda Tækni­­­skólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sam­mælst um hana. Hún er í formi nýs hús­­næðis við Suður­höfnina í Hafnar­­firði.

Innlent
Fréttamynd

Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann

Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum.

Innlent