Máritanía

Um sextíu fórust eftir skipbrot undan ströndum Máritaníu
Alþjóðaflóttamannastofnunin greindi frá því í gær að flóttamenn hafi verið um borð í bátnum sem hafði lagt úr höfn í Gambíu í lok síðasta mánaðar.

Bráðnun á Grænlandi gæti valdið þurrki í Afríku
Ferskvatn úr bráðnandi Grænlandsjökli gæti raksað hafstraumum og breytt veðurfari á viðkvæmu svæði í Afríku. Þurrkur og uppskerubrestur gæti valdið hörmungum fyrir milljónir manna þar samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Marokkó gerist aftur aðili að Afríkusambandinu
Marokkó sagði skilið við Afríkusambandið árið 1984 í mótmælaskyni eftir að sambandið staðfesti aðild Vestur-Sahara.

Funda með Jammeh til að koma í veg fyrir átök
Yahya Jammeh, forseti Gambíu, neitar að víkja fyrir réttkjörnum forseta og nágrannaríki hafa sent hermenn inn í landið.

Tugir starfsmanna Sameinuðu þjóðanna yfirgefa Vestur-Sahara
Harðar hefur verið deilt um Vestur-Sahara eftir að Ban Ki-moon reitti marokkósk stjórnvöld til reiði. Marokkóstjórn hefur vísað fjölda starfsmanna SÞ frá Vestur-Sahara.

Hélt í sáttaleiðangur til Moskvu
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reynir að jafna ágreining við rússneska ráðamenn um borgarastríðið í Sýrlandi. Sádi-Arabía boðar nýtt hernaðarbandalag gegn Íslamska ríkinu. Bandaríkjamenn fagna.

Hættir þátttöku í loftárásum gegn ISIS
Sameinuðu arabísku furstadæmin segja þörf á áætlunum um björgun flugmanna af svæði Íslamska ríkisins.

Tugmilljónir manna lifa í ánauð
Þrælahald í ýmsum myndum er stundað í öllum löndum heims. Samkvæmt nýrri skýrslu er talið að um 36 milljónir manna búi enn þann dag í dag við ánauð.

Níu þúsund hafa smitast
Þrátt fyrir varúðarráðstafanir hafa 2.700 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu og 236 þeirra eru látnir. Faraldur geisar enn í Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne, en hætta á frekari útbreiðslu er mest í fjórtán Afríkuríkjum.