Írak Ráðist á flutningabílstjóra í Írak Hópur byssumanna gerði árás á sex tyrkneska flutningabíla rétt norður af borginni Kirkuk í Írak í nótt. Eins bílstjóra er saknað og er jafnvel talið að honum hafi verið rænt. Fjórir bílstjórar særðust og voru fluttir á sjúkrahús. Erlent 13.10.2005 19:01 Stjórnarskráin tilbúin í ágúst Búist er við að ný stjórnarskrá fyrir Írak verði tilbúin um miðjan ágúst. Þetta var haft eftir hinum nýkjörna forseta landsins, Jalal Talabani, í dag. Tíu vikur eru liðnar síðan kosningar fóru fram í Írak og enn á eftir að mynda ríkisstjórn. Stefnt er að nýjum þingkosningum í lok þessa árs. Erlent 13.10.2005 19:01 Öflug sprenging nærri flugvellinum Tveir féllu í valinn þegar bílsprengja sprakk nærri alþjóðaflugvellinum í Bagdad í morgun. Sprengingin var mjög öflug og heyrðist langar leiðir að sögn vitna í nágrenninu. Erlent 13.10.2005 19:00 Talsmaður þingsins loks valinn Talsmaður írakska þingsins hefur loks verið valinn eftir margra daga samningaviðræður. Súnnítinn Hajim Al-Hassani varð fyrir valinu og þar með hefur verið staðið við það loforð að súnnítar fengju með einhverjum hætti að koma að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Erlent 13.10.2005 19:00 Einstakt mál í sænskri réttarsögu Tveir Írakar á þrítugsaldri voru í dag ákærðir í Svíþjóð fyrir að skipuleggja sjálfsmorðsárás sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Erbil í norðurhluta Íraks. Mál af þessum toga hefur aldrei komið til kasta sænskra dómstóla áður. Erlent 13.10.2005 19:00 Fjöldi vannærðra barna tvöfaldast Meira en fjórðungur barna í Írak þjáist af viðvarandi vannæringu og fjöldi vannærðra barna undir fimm ára aldri hefur tvöfaldast síðan ráðist var inn í landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 13.10.2005 18:59 Fimm þjóðvarðliðar féllu Fimm írakskir þjóðvarðliðar féllu í valinn í sjálfsmorðsárás nærri borginni Kirkuk í morgun. Þó nokkrir slösuðust í árásinni sem var gerð við eftirlitsstöð írakska hersins. Erlent 13.10.2005 18:59 Myndband með rúmensku gíslunum Al Jazeera fréttastofan birti í gær myndband af þremur rúmenskum fjölmiðlamönnum sem var rænt í Írak á mánudaginn. Á myndbandinu sést jafnframt fjórði maðurinn sem er bandarískur ríkisborgari. Erlent 13.10.2005 18:59 Kona og barn á meðal látinna Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að kastaðist í kekki á milli bandarískra hermanna og hóps andspyrnumanna í borginni Mosul í Írak í dag. Að sögn talsmanns íröksku lögreglunnar er kona og barn á meðal látinna. Auk þeirra sem féllu liggja fimm sárir. Erlent 13.10.2005 18:58 Nokkur tonn sprengiefna haldlögð 131 meintur skæruliði var handtekinn í skyndiárás bandarískra og írakskra hermanna nærri borginni Kerbala í dag. Lagt var hald á gríðarlegt magn sprengiefnis og tækja og tóla til sprengjugerðar og að sögn yfirmanns innan bandaríkjahers er um að ræða nokkur tonn af sprengiefni. Erlent 13.10.2005 18:58 Blóðbaðið heldur áfram Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tuttugu eru særðir eftir tvær sjálfmorðsárásir í Írak í dag. Ellefu hinna látnu voru sérsveitarmenn innan íröksku lögreglunnar sem létust þegar maður sprengdi sig í loft upp við eftirlitsstöð í borginni Ramadí. Þrír hinna særðu eru óbreyttir borgarar. Erlent 13.10.2005 18:57 Írak: Hvað kemur það okkur við? Af hverju kemur Íslendingum við hvað gerist í Írak? Og af hverju er Írak alltaf í fréttum? Erlent 13.10.2005 18:57 Von á frekari stríðsátökum? Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Erlent 13.10.2005 18:57 Rasmussen óvænt til Íraks Danir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða ríkisstjórn Íraks í öryggismálum. Þetta sagði Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þegar hann kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Erlent 13.10.2005 18:55 Sprengingar fyrir þingfund Fréttir voru að berast af sprengingum við græna svæðið í Bagdad þar sem margar helstu stofnanir Íraka eru staðsettar. Sprengingin varð aðeins nokkrum mínútum fyrir fyrsta þingfund írakska þingsins sem fer fram í nágrenninu. Erlent 13.10.2005 18:55 Ítalskir hermenn kallaðir heim Ítalir ætla að hefja brottfluttning herliðs síns frá Írak þegar í september á þessu ári. Þetta sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í gær. Ummælin koma mjög á óvart því að hingað til hafa ítölsk stjórnvöld sagst ætla að halda herliði landsins í Írak þangað til Írakar geti sjálfir séð um öryggi lands síns. Erlent 13.10.2005 18:55 Brösug stjórnarmyndun í Írak Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Erlent 13.10.2005 18:55 Verktakar fórust í sprengingu Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. Erlent 13.10.2005 18:54 Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. Erlent 13.10.2005 18:52 Írakar taka við stjórn öryggismála Þjóðvarðlið Íraka hefur tekið við stjórn öryggismála í tíu af hættulegustu hverfum höfuðborgarinnar Bagdad. Bandaríska dagblaðið <em>Chicago Tribune</em> greinir frá því að síðan kosningunum í Írak lauk hafi Bandaríkjaher smátt og smátt fært völdin á þessum stöðum í hendur Íraka. Erlent 13.10.2005 18:52 Stjórnarmyndun í skugga ofbeldis 31 týndi lífi í Írak í hryðjuverkaárásum víðs vegar um landið og tugir manna særðust. Á meðan halda stjórnarmyndunarviðræður áfram af fullum krafti. Erlent 13.10.2005 18:52 Fimm látnir og fimm særðir Tvær bílsprengjur sprungu nærri innanríkisráðuneyti Íraks í morgun með þeim afleiðingum að fimm lögreglumenn létu lífið. Þá særðust að minnsta kosti fimm lögreglumenn til viðbótar í árásinni. Erlent 13.10.2005 18:51 1500 bandarískir hermenn fallnir Mannfall í Írak vex dag frá degi en fimmtán hundruðasti bandaríski hermaðurinn týndi þar lífi í gær. Tífalt fleiri óbreyttir borgarar hafa þó dáið síðan innrásin var gerð á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 18:51 Dómari í máli Saddams drepinn Dómari í máli Saddams Hússeins og tveir aðstoðarmenn hans voru drepnir í gær. Þrettán liggja í valnum eftir hryðjuverkaárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 18:51 Ísland flytur vopn til Íraks Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Erlent 13.10.2005 18:51 Cesar vill fara aftur til Íraks Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Innlent 13.10.2005 18:51 Sex létust í bílsprengingu Að minnsta kosti sex féllu í valinn og nærri þrjátíu særðust í bílsprengingu í Bagdad í morgun. Sprengjan spakk utan við ráðningarstöð hersins. Erlent 13.10.2005 18:51 Áhlaup bandaríkjahers heldur áfram Áhlaup Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak heldur áfram en þar hafa uppreisnarmenn komið sér upp bækisstöðvum. Hermenn hundelta uppreisnarmenn eftir ánni Efrat en þeirra hefur þó nánast ekkert orðið vart. Erlent 13.10.2005 18:50 Hundrað uppreisnarmenn handteknir Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. Erlent 13.10.2005 18:49 Á annan tug borgara fallið Á annan tug óbreyttra borgara hefur fallið í árásum uppreisnarmanna í Írak í dag. Yfir hundrað uppreisnarmenn hafa verið handsamaðir í herferð Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak undanfarna daga. Erlent 13.10.2005 18:49 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 27 ›
Ráðist á flutningabílstjóra í Írak Hópur byssumanna gerði árás á sex tyrkneska flutningabíla rétt norður af borginni Kirkuk í Írak í nótt. Eins bílstjóra er saknað og er jafnvel talið að honum hafi verið rænt. Fjórir bílstjórar særðust og voru fluttir á sjúkrahús. Erlent 13.10.2005 19:01
Stjórnarskráin tilbúin í ágúst Búist er við að ný stjórnarskrá fyrir Írak verði tilbúin um miðjan ágúst. Þetta var haft eftir hinum nýkjörna forseta landsins, Jalal Talabani, í dag. Tíu vikur eru liðnar síðan kosningar fóru fram í Írak og enn á eftir að mynda ríkisstjórn. Stefnt er að nýjum þingkosningum í lok þessa árs. Erlent 13.10.2005 19:01
Öflug sprenging nærri flugvellinum Tveir féllu í valinn þegar bílsprengja sprakk nærri alþjóðaflugvellinum í Bagdad í morgun. Sprengingin var mjög öflug og heyrðist langar leiðir að sögn vitna í nágrenninu. Erlent 13.10.2005 19:00
Talsmaður þingsins loks valinn Talsmaður írakska þingsins hefur loks verið valinn eftir margra daga samningaviðræður. Súnnítinn Hajim Al-Hassani varð fyrir valinu og þar með hefur verið staðið við það loforð að súnnítar fengju með einhverjum hætti að koma að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Erlent 13.10.2005 19:00
Einstakt mál í sænskri réttarsögu Tveir Írakar á þrítugsaldri voru í dag ákærðir í Svíþjóð fyrir að skipuleggja sjálfsmorðsárás sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Erbil í norðurhluta Íraks. Mál af þessum toga hefur aldrei komið til kasta sænskra dómstóla áður. Erlent 13.10.2005 19:00
Fjöldi vannærðra barna tvöfaldast Meira en fjórðungur barna í Írak þjáist af viðvarandi vannæringu og fjöldi vannærðra barna undir fimm ára aldri hefur tvöfaldast síðan ráðist var inn í landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 13.10.2005 18:59
Fimm þjóðvarðliðar féllu Fimm írakskir þjóðvarðliðar féllu í valinn í sjálfsmorðsárás nærri borginni Kirkuk í morgun. Þó nokkrir slösuðust í árásinni sem var gerð við eftirlitsstöð írakska hersins. Erlent 13.10.2005 18:59
Myndband með rúmensku gíslunum Al Jazeera fréttastofan birti í gær myndband af þremur rúmenskum fjölmiðlamönnum sem var rænt í Írak á mánudaginn. Á myndbandinu sést jafnframt fjórði maðurinn sem er bandarískur ríkisborgari. Erlent 13.10.2005 18:59
Kona og barn á meðal látinna Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að kastaðist í kekki á milli bandarískra hermanna og hóps andspyrnumanna í borginni Mosul í Írak í dag. Að sögn talsmanns íröksku lögreglunnar er kona og barn á meðal látinna. Auk þeirra sem féllu liggja fimm sárir. Erlent 13.10.2005 18:58
Nokkur tonn sprengiefna haldlögð 131 meintur skæruliði var handtekinn í skyndiárás bandarískra og írakskra hermanna nærri borginni Kerbala í dag. Lagt var hald á gríðarlegt magn sprengiefnis og tækja og tóla til sprengjugerðar og að sögn yfirmanns innan bandaríkjahers er um að ræða nokkur tonn af sprengiefni. Erlent 13.10.2005 18:58
Blóðbaðið heldur áfram Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tuttugu eru særðir eftir tvær sjálfmorðsárásir í Írak í dag. Ellefu hinna látnu voru sérsveitarmenn innan íröksku lögreglunnar sem létust þegar maður sprengdi sig í loft upp við eftirlitsstöð í borginni Ramadí. Þrír hinna særðu eru óbreyttir borgarar. Erlent 13.10.2005 18:57
Írak: Hvað kemur það okkur við? Af hverju kemur Íslendingum við hvað gerist í Írak? Og af hverju er Írak alltaf í fréttum? Erlent 13.10.2005 18:57
Von á frekari stríðsátökum? Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Erlent 13.10.2005 18:57
Rasmussen óvænt til Íraks Danir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða ríkisstjórn Íraks í öryggismálum. Þetta sagði Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þegar hann kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Erlent 13.10.2005 18:55
Sprengingar fyrir þingfund Fréttir voru að berast af sprengingum við græna svæðið í Bagdad þar sem margar helstu stofnanir Íraka eru staðsettar. Sprengingin varð aðeins nokkrum mínútum fyrir fyrsta þingfund írakska þingsins sem fer fram í nágrenninu. Erlent 13.10.2005 18:55
Ítalskir hermenn kallaðir heim Ítalir ætla að hefja brottfluttning herliðs síns frá Írak þegar í september á þessu ári. Þetta sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í gær. Ummælin koma mjög á óvart því að hingað til hafa ítölsk stjórnvöld sagst ætla að halda herliði landsins í Írak þangað til Írakar geti sjálfir séð um öryggi lands síns. Erlent 13.10.2005 18:55
Brösug stjórnarmyndun í Írak Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Erlent 13.10.2005 18:55
Verktakar fórust í sprengingu Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. Erlent 13.10.2005 18:54
Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. Erlent 13.10.2005 18:52
Írakar taka við stjórn öryggismála Þjóðvarðlið Íraka hefur tekið við stjórn öryggismála í tíu af hættulegustu hverfum höfuðborgarinnar Bagdad. Bandaríska dagblaðið <em>Chicago Tribune</em> greinir frá því að síðan kosningunum í Írak lauk hafi Bandaríkjaher smátt og smátt fært völdin á þessum stöðum í hendur Íraka. Erlent 13.10.2005 18:52
Stjórnarmyndun í skugga ofbeldis 31 týndi lífi í Írak í hryðjuverkaárásum víðs vegar um landið og tugir manna særðust. Á meðan halda stjórnarmyndunarviðræður áfram af fullum krafti. Erlent 13.10.2005 18:52
Fimm látnir og fimm særðir Tvær bílsprengjur sprungu nærri innanríkisráðuneyti Íraks í morgun með þeim afleiðingum að fimm lögreglumenn létu lífið. Þá særðust að minnsta kosti fimm lögreglumenn til viðbótar í árásinni. Erlent 13.10.2005 18:51
1500 bandarískir hermenn fallnir Mannfall í Írak vex dag frá degi en fimmtán hundruðasti bandaríski hermaðurinn týndi þar lífi í gær. Tífalt fleiri óbreyttir borgarar hafa þó dáið síðan innrásin var gerð á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 18:51
Dómari í máli Saddams drepinn Dómari í máli Saddams Hússeins og tveir aðstoðarmenn hans voru drepnir í gær. Þrettán liggja í valnum eftir hryðjuverkaárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 18:51
Ísland flytur vopn til Íraks Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Erlent 13.10.2005 18:51
Cesar vill fara aftur til Íraks Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Innlent 13.10.2005 18:51
Sex létust í bílsprengingu Að minnsta kosti sex féllu í valinn og nærri þrjátíu særðust í bílsprengingu í Bagdad í morgun. Sprengjan spakk utan við ráðningarstöð hersins. Erlent 13.10.2005 18:51
Áhlaup bandaríkjahers heldur áfram Áhlaup Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak heldur áfram en þar hafa uppreisnarmenn komið sér upp bækisstöðvum. Hermenn hundelta uppreisnarmenn eftir ánni Efrat en þeirra hefur þó nánast ekkert orðið vart. Erlent 13.10.2005 18:50
Hundrað uppreisnarmenn handteknir Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. Erlent 13.10.2005 18:49
Á annan tug borgara fallið Á annan tug óbreyttra borgara hefur fallið í árásum uppreisnarmanna í Írak í dag. Yfir hundrað uppreisnarmenn hafa verið handsamaðir í herferð Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak undanfarna daga. Erlent 13.10.2005 18:49
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent