Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði

Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag.

Innlent
Fréttamynd

TF-GRO út­kalls­hæf á ný

Flugvirkjar hafa lokið skoðun á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Reglubundinni skoðun lauk í kvöld og er þyrlan því orðin útkallshæf á ný samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

„Stundum eru bara engin önnur úrræði“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna.

Innlent
Fréttamynd

Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna

Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi lands­manna ógnað

Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri.

Skoðun
Fréttamynd

Flugvirkjar buðu þriggja ára samning

Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Spilað með öryggis­mál þjóðar

Við býsnumst nú yfir því að veturinn sé skollinn á af fullum krafti. Fyrstu stormviðvaranir komnar og fréttir um lítið ferðaveður heyrast nú reglulega. Við vitum að gular og appelsínugular viðvaranir verða tíðar á næstu mánuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum

TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra efast um verkfallsrétt flugvirkja

Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í margra vikna viðhald þegar verkfall flugvirkja Gæslunnar hófst. Hin á að fara í reglubunda skoðun eftir miðbætti annað kvöld sem tekur að minnsta kosti tvo daga og þá verður engin björgunarþyrla til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu

Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“

Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni.

Innlent