Fréttir Ráðning rædd í næstu viku Ráðning nýs framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs var ekki tekin fyrir á fundi stjórnar sjóðsins í gær. Annar stjórnarfundur verður hins vegar haldinn í næstu viku þar sem ráðning nýs forstjóra er á dagskrá. Innlent 19.8.2010 22:41 Barátta sem skilaði árangri Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Innlent 19.8.2010 22:41 Hrossapest geti smitast í menn Grunur leikur á að hrossapestin, sem herjað hefur á hesta hér á landi undanfarið, smiti menn, hunda og ketti. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Innlent 19.8.2010 22:41 Hægir á eftir uppsveifluna Þýska Zew-vísitalan, sem mælir væntingar í viðskiptalífinu, lækkaði úr 21,2 punktum í júlí í 14,0 punkta í síðasta mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra og bendir til að þýskir fjárfestar séu svartsýnir. Erlent 19.8.2010 22:41 Aukin aðstoð til Pakistans Ríki heims hafa loks tekið við sér og gefið fé til neyðarhjálpar vegna flóðanna í Pakistan, þremur vikum eftir að hörmungarnar hófust. Erlent 19.8.2010 22:41 Fjögur útköll á fimmtán tímum Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fjórum sinnum á tímabilinu frá klukkan sjö á mánudagkvöldið til klukkan tvö daginn eftir. Innlent 19.8.2010 22:41 Kaflaskipt veiði sem af er ágúst Síldveiðin hefur verið kaflaskipt eftir að veiðar hófust á ný hjá skipum HB Granda. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að eftir frí um verslunarmannahelgina veiddist lítið en góðar torfur gáfu tímabundið góðan afla. Dálítið er af makríl í síldaraflanum en þegar Ingunn AK hætti veiðum var hún komin hátt í 200 mílur austur af Vopnafirði. Innlent 19.8.2010 22:41 Atvinnuleysið var ofmetið Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í haust og vetur og fari hæst í níu prósent á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans. Það kom út samhliða vaxtaákvörðun í gær. Innlent 19.8.2010 22:41 Um hundrað manns reknir til Rúmeníu Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Erlent 19.8.2010 22:42 1.800 mótmæla skipulagstillögu Um 1.800 Akureyringar skrifuðu undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á miðbæjarskipulagi bæjarins og hvetja bæjarstjórn til að varðveita götumynd við Hafnarstræti. Innlent 19.8.2010 22:41 Framkvæmdin orðin flóknari Ríkisstjórnin í Sviss vill endurnýja tvíhliða samninga ríkisins við Evrópusambandið. Þeir eru orðnir tíu ára gamlir og renna út innan skamms. Doris Leuthard, forseti Sviss, viðurkennir að það verði erfitt að semja við Evrópusambandið um þetta. Bæði hafi Evrópusambandið stækkað mjög þann áratug sem liðinn er síðan tvíhliðasamningurinn var gerður og svo hafi Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins, sem tók gildi á síðasta ári, breytt ýmsu. Erlent 19.8.2010 22:41 Enn eru 50 þúsund eftir í Írak Allar bardagasveitir bandaríska hersins eru nú farnar frá Írak, rúmum sjö árum eftir að innrásin hófst og Saddam Hussein var steypt af stóli. Erlent 19.8.2010 22:41 Eldsneyti framleitt úr áfengi Skyldi einhver hafa prófað að setja viskí á bensíntankinn? Vísindamenn við Napier-háskólann í Edinburgh hafa prófað það, að eigin sögn með góðum árangri. Erlent 19.8.2010 22:41 Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Innlent 18.8.2010 22:54 Tekjur ríkisins meiri en búist var við Handbært fé frá rekstri ríkisins var neikvætt um 36,5 milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins. Tekjur voru 27,7 milljörðum meiri en á sama tímabili í fyrra og voru 16,4 milljörðum meiri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Gjöld voru 3,1 milljarði meiri en í fyrra. Innlent 18.8.2010 22:54 Notkun aukist um helming Notkun rítalíns og annarra lyfja sem notuð eru við athyglisbresti og ofvirkni, ADHD, hefur aukist um helming milli áranna 2006 og 2009 samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Innlent 18.8.2010 22:54 Fengu konunglega heimsókn Haraldur Noregskonungur heimsótti íslenska sýningarsvæðið á sýningunni Nor-Fishing, sem stendur nú yfir í Þrándheimi. Innlent 18.8.2010 22:54 Hagnaður jókst um 20 prósent Hollenska fyrirtækið Stork B.V. sem er að 17 prósentum í eigu Eyris Invest, jók rekstrarhagnað sinn um 20 prósent á fyrri helmingi ársins borið saman við árið í fyrra. Viðskipti erlent 18.8.2010 22:54 Ríkisstjórn veitir níu milljónir til rannsókna Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu um níu milljóna króna framlag til rannsóknar á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsu manna og dýra. Óskað var eftir framlaginu vegna vinnu við gagnasöfnun á gossvæðinu sem fram á að fara í haust, áður en gögn kunna að glatast. Innlent 18.8.2010 22:54 Fjórar ákærðar fyrir slagsmál Ríkissaksóknari hefur ákært fjórar rúmlega tvítugar konur fyrir líkamsárás á Akureyri. Innlent 18.8.2010 22:54 Stúdentaráð óttast brottfall Ríflega sautján prósent á námsbækur mun bæði draga úr bóksölu og leiða til aukins brottfalls úr námi, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður stúdentaráðs HÍ, í opnu bréfi sem hann hefur ritað fjármálaráðherra til að vara við hugmyndum um hækkun virðisaukaskatts á bækur. Innlent 18.8.2010 22:54 Reiðarslag ef hætt verður við Helguvík Það væri gríðarlegt reiðarslag ef eigendur Norðuráls hætta við byggingu álvers í Helguvík vegna óvissu um raforku og tafa á veitingu virkjanaleyfis segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Innlent 18.8.2010 22:54 Söfnunarsími fyrir Pakistan UNICEF á Íslandi hefur tekið í notkun söfnunarsíma til að afla fjár til stuðnings þeim sem orðið hafa verst úti í flóðunum í Pakistan. Að minnsta kosti 15 milljónir manna hafi orðið illa úti í flóðunum í Pakistan, um helmingurinn börn, að mati UNICEF. Innlent 18.8.2010 22:54 Greiða skólagjöld fyrir atvinnulausa „Við erum að svara mikilli eftirspurn fyrirtækja í hugverkaiðnaði eftir fólki. Þau fáu atvinnuleyfi sem við gefum út eru vegna starfa hjá hugbúnaðarfyrirtækjum. Það er greinilega ekki fólk hér í störfin,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Innlent 18.8.2010 22:54 Framlenging á greiðslustöðvun Héraðsdómur hefur framlengt greiðslustöðvun Kaupþings fram til 24. nóvember þessa árs. Var það gert að beiðni bankans. Er þetta í þriðja sinn sem Kaupþing fær framlengingu á greiðslustöðvun. Hinn 24. nóvember 2008 var upphaflega veitt heimild til 13. febrúar 2009, síðan var framlengt til 13. nóvember og síðast til 13. ágúst 2010. Innlent 18.8.2010 22:54 Hagnaður jókst um 135 prósent Hagnaður Icelandic Group af reglulegri starfsemi fyrir skatta var rúmir 2 milljarðar króna á fyrri hluta þessa árs. Rekstrarhagnaður jókst um 20 prósent og var 4,1 milljarður. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Icelandic. Viðskipti innlent 18.8.2010 22:54 Atvinnuauglýsingum fjölgar atvinna Rúmlega tuttugu prósentum fleiri atvinnuauglýsingar birtust í dagblöðum fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Innlent 18.8.2010 22:54 Fundurinn var mikið bakslag Ekki náðist árangur á kjarafundi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og launanefndar sveitarfélaganna í gær. Innlent 18.8.2010 22:54 Færeyskt skip gat ekki landað Meira en fimmtíu bálreiðir mótmælendur komu í veg fyrir að færeyskir sjómenn gætu landað makrílafla í bænum Peterhead í Skotlandi í fyrrakvöld. Seint um kvöldið gáfust Færeyingarnir upp og sigldu úr höfn. Erlent 18.8.2010 22:54 Bauð Þjóðverjum að eignast Danmörku Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Erlent 18.8.2010 22:54 « ‹ 79 80 81 82 83 84 85 86 87 … 334 ›
Ráðning rædd í næstu viku Ráðning nýs framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs var ekki tekin fyrir á fundi stjórnar sjóðsins í gær. Annar stjórnarfundur verður hins vegar haldinn í næstu viku þar sem ráðning nýs forstjóra er á dagskrá. Innlent 19.8.2010 22:41
Barátta sem skilaði árangri Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Innlent 19.8.2010 22:41
Hrossapest geti smitast í menn Grunur leikur á að hrossapestin, sem herjað hefur á hesta hér á landi undanfarið, smiti menn, hunda og ketti. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Innlent 19.8.2010 22:41
Hægir á eftir uppsveifluna Þýska Zew-vísitalan, sem mælir væntingar í viðskiptalífinu, lækkaði úr 21,2 punktum í júlí í 14,0 punkta í síðasta mánuði. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra og bendir til að þýskir fjárfestar séu svartsýnir. Erlent 19.8.2010 22:41
Aukin aðstoð til Pakistans Ríki heims hafa loks tekið við sér og gefið fé til neyðarhjálpar vegna flóðanna í Pakistan, þremur vikum eftir að hörmungarnar hófust. Erlent 19.8.2010 22:41
Fjögur útköll á fimmtán tímum Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fjórum sinnum á tímabilinu frá klukkan sjö á mánudagkvöldið til klukkan tvö daginn eftir. Innlent 19.8.2010 22:41
Kaflaskipt veiði sem af er ágúst Síldveiðin hefur verið kaflaskipt eftir að veiðar hófust á ný hjá skipum HB Granda. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að eftir frí um verslunarmannahelgina veiddist lítið en góðar torfur gáfu tímabundið góðan afla. Dálítið er af makríl í síldaraflanum en þegar Ingunn AK hætti veiðum var hún komin hátt í 200 mílur austur af Vopnafirði. Innlent 19.8.2010 22:41
Atvinnuleysið var ofmetið Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í haust og vetur og fari hæst í níu prósent á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans. Það kom út samhliða vaxtaákvörðun í gær. Innlent 19.8.2010 22:41
Um hundrað manns reknir til Rúmeníu Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Erlent 19.8.2010 22:42
1.800 mótmæla skipulagstillögu Um 1.800 Akureyringar skrifuðu undir lista til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á miðbæjarskipulagi bæjarins og hvetja bæjarstjórn til að varðveita götumynd við Hafnarstræti. Innlent 19.8.2010 22:41
Framkvæmdin orðin flóknari Ríkisstjórnin í Sviss vill endurnýja tvíhliða samninga ríkisins við Evrópusambandið. Þeir eru orðnir tíu ára gamlir og renna út innan skamms. Doris Leuthard, forseti Sviss, viðurkennir að það verði erfitt að semja við Evrópusambandið um þetta. Bæði hafi Evrópusambandið stækkað mjög þann áratug sem liðinn er síðan tvíhliðasamningurinn var gerður og svo hafi Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins, sem tók gildi á síðasta ári, breytt ýmsu. Erlent 19.8.2010 22:41
Enn eru 50 þúsund eftir í Írak Allar bardagasveitir bandaríska hersins eru nú farnar frá Írak, rúmum sjö árum eftir að innrásin hófst og Saddam Hussein var steypt af stóli. Erlent 19.8.2010 22:41
Eldsneyti framleitt úr áfengi Skyldi einhver hafa prófað að setja viskí á bensíntankinn? Vísindamenn við Napier-háskólann í Edinburgh hafa prófað það, að eigin sögn með góðum árangri. Erlent 19.8.2010 22:41
Verður yfirheyrður hjá saksóknara í dag Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom til landsins í gær, en hann hefur verið eftirlýstur í þrjá mánuði. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar, staðfestir að hann verði yfirheyrður hjá Sérstökum saksóknara í dag. Innlent 18.8.2010 22:54
Tekjur ríkisins meiri en búist var við Handbært fé frá rekstri ríkisins var neikvætt um 36,5 milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins. Tekjur voru 27,7 milljörðum meiri en á sama tímabili í fyrra og voru 16,4 milljörðum meiri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Gjöld voru 3,1 milljarði meiri en í fyrra. Innlent 18.8.2010 22:54
Notkun aukist um helming Notkun rítalíns og annarra lyfja sem notuð eru við athyglisbresti og ofvirkni, ADHD, hefur aukist um helming milli áranna 2006 og 2009 samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. Innlent 18.8.2010 22:54
Fengu konunglega heimsókn Haraldur Noregskonungur heimsótti íslenska sýningarsvæðið á sýningunni Nor-Fishing, sem stendur nú yfir í Þrándheimi. Innlent 18.8.2010 22:54
Hagnaður jókst um 20 prósent Hollenska fyrirtækið Stork B.V. sem er að 17 prósentum í eigu Eyris Invest, jók rekstrarhagnað sinn um 20 prósent á fyrri helmingi ársins borið saman við árið í fyrra. Viðskipti erlent 18.8.2010 22:54
Ríkisstjórn veitir níu milljónir til rannsókna Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu um níu milljóna króna framlag til rannsóknar á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsu manna og dýra. Óskað var eftir framlaginu vegna vinnu við gagnasöfnun á gossvæðinu sem fram á að fara í haust, áður en gögn kunna að glatast. Innlent 18.8.2010 22:54
Fjórar ákærðar fyrir slagsmál Ríkissaksóknari hefur ákært fjórar rúmlega tvítugar konur fyrir líkamsárás á Akureyri. Innlent 18.8.2010 22:54
Stúdentaráð óttast brottfall Ríflega sautján prósent á námsbækur mun bæði draga úr bóksölu og leiða til aukins brottfalls úr námi, segir Jens Fjalar Skaptason, formaður stúdentaráðs HÍ, í opnu bréfi sem hann hefur ritað fjármálaráðherra til að vara við hugmyndum um hækkun virðisaukaskatts á bækur. Innlent 18.8.2010 22:54
Reiðarslag ef hætt verður við Helguvík Það væri gríðarlegt reiðarslag ef eigendur Norðuráls hætta við byggingu álvers í Helguvík vegna óvissu um raforku og tafa á veitingu virkjanaleyfis segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Innlent 18.8.2010 22:54
Söfnunarsími fyrir Pakistan UNICEF á Íslandi hefur tekið í notkun söfnunarsíma til að afla fjár til stuðnings þeim sem orðið hafa verst úti í flóðunum í Pakistan. Að minnsta kosti 15 milljónir manna hafi orðið illa úti í flóðunum í Pakistan, um helmingurinn börn, að mati UNICEF. Innlent 18.8.2010 22:54
Greiða skólagjöld fyrir atvinnulausa „Við erum að svara mikilli eftirspurn fyrirtækja í hugverkaiðnaði eftir fólki. Þau fáu atvinnuleyfi sem við gefum út eru vegna starfa hjá hugbúnaðarfyrirtækjum. Það er greinilega ekki fólk hér í störfin,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Innlent 18.8.2010 22:54
Framlenging á greiðslustöðvun Héraðsdómur hefur framlengt greiðslustöðvun Kaupþings fram til 24. nóvember þessa árs. Var það gert að beiðni bankans. Er þetta í þriðja sinn sem Kaupþing fær framlengingu á greiðslustöðvun. Hinn 24. nóvember 2008 var upphaflega veitt heimild til 13. febrúar 2009, síðan var framlengt til 13. nóvember og síðast til 13. ágúst 2010. Innlent 18.8.2010 22:54
Hagnaður jókst um 135 prósent Hagnaður Icelandic Group af reglulegri starfsemi fyrir skatta var rúmir 2 milljarðar króna á fyrri hluta þessa árs. Rekstrarhagnaður jókst um 20 prósent og var 4,1 milljarður. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Icelandic. Viðskipti innlent 18.8.2010 22:54
Atvinnuauglýsingum fjölgar atvinna Rúmlega tuttugu prósentum fleiri atvinnuauglýsingar birtust í dagblöðum fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Innlent 18.8.2010 22:54
Fundurinn var mikið bakslag Ekki náðist árangur á kjarafundi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og launanefndar sveitarfélaganna í gær. Innlent 18.8.2010 22:54
Færeyskt skip gat ekki landað Meira en fimmtíu bálreiðir mótmælendur komu í veg fyrir að færeyskir sjómenn gætu landað makrílafla í bænum Peterhead í Skotlandi í fyrrakvöld. Seint um kvöldið gáfust Færeyingarnir upp og sigldu úr höfn. Erlent 18.8.2010 22:54
Bauð Þjóðverjum að eignast Danmörku Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Erlent 18.8.2010 22:54