Fréttir Rólegt á markaði í veðurhamnum Gengi Existu lækkaði um eitt prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Straumur, FL Group, Landsbankinn og SPRON, sem hefur lækkað um 0,5 prósent. Bakkavör og Kaupþing eru hins vegar einu fyrirtækin sem hafa hækkað í dag, bæði um 0,55 prósent, á afar rólegum degi. Viðskipti innlent 7.2.2008 10:43 HBSC sagður bjóða í Société Generale Gengi hlutabréfa í franska bankanum Société Generale hækkaði um rúm sex prósent á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir að orðrómur fór á kreik að evrópski risabankinn HSBC sé að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í bankann. Viðskipti erlent 6.2.2008 11:34 SPRON féll um rúm sex prósent í byrjun dags SPRON tók snarpa dýfu rétt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag þegar gengi þess féll um 6,17 prósent. Viðskipti innlent 6.2.2008 10:17 BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Viðskipti erlent 6.2.2008 09:37 Disney-risinn siglir gegnum niðursveifluna Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical“ og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana. Viðskipti erlent 6.2.2008 09:02 Flaga fellur eftir háflug Gengi Flögu féll um 3,2 prósent eftir ofsaflug í vikunni. Gengi bréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinuhafði legið í lægstu lægðum alla síðustu viku en tók skyndilegan kipp undir vikulokin og rauk upp um rúm 160 prósent á fjórum viðskiptadögum. Viðskipti innlent 1.2.2008 17:04 Microsoft vill kaupa Yahoo Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er sagður hafa lagt fram tilboð í netveituna Yahoo upp á 44,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2.890 milljarða íslenskra króna, að því er breska ríkisútvarpið hermir. Viðskipti erlent 1.2.2008 11:53 Verðbólga í hæstu hæðum á evrusvæðinu Verðbólga mælist 3,2 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðbólga hefur aldrei verið meiri en nú og er hætt á stöðnun á evrusvæðinu, að sögn markaðsaðila. Viðskipti erlent 31.1.2008 12:53 Metafkoma hjá OMX-samstæðunni OMX-samstæðan, sem meðal annars á Kauphöll Íslands, hagnaðist um 986 milljónum sænskra króna á síðasta ári samanborið við 911 milljónir króna í hitteðfyrra. Þetta jafngildir 10,1 milljarði íslenskra króna en afkoman hefur aldrei verið betri. Það af nam hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 225 milljónir sænskra króna á fjórða ársfjórðungi. Viðskipti innlent 31.1.2008 12:27 Flaga upp um rúm 180 prósent á viku Gengi bréfa í svefnrannsóknafyrirtækinu Flögu hélt áfram að hækka í dag, nú um rúm sjö prósent við upphaf viðskipta. Gengið hefur rokið upp um rúm 180 prósent á rétt um viku. Viðskipti innlent 31.1.2008 10:17 Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og standa vextirnir nú í þremur prósentum. Þetta er í takt við spár markaðsaðila. Viðskipti erlent 30.1.2008 20:52 Hagvöxtur með minnsta móti í Bandaríkjunum Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent á fjórða og síðasta fjórðungi nýliðins árs í Bandaríkjunum. Til samanburðar var hagvöxtur 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti erlent 30.1.2008 14:14 „Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna,“ segir forstjóri Kaupþings „Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. Viðskipti innlent 30.1.2008 10:30 Seðlabankastjórinn heldur sæti sínu Breska fjármálaráðuneytið hefur framlengt ráðningu Mervyn Kings, seðlabankastjóra Englandsbanka, til næstu fimm ára. Ráðningartímabil hans rennur út í júní í sumar og hafa gagnrýnendur þrýst á að nýr maður taki við skútunni. Viðskipti erlent 30.1.2008 09:44 FBI rannsakar undirmálslánamarkaðinn Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar fjórtán þarlend fasteignalánafyrirtæki og banka í samvinnu við bandaríska fjármálaeftirlitið. Fyrirtækin tengjast öll undirmálslánakreppunni sem hrjáð hefur alþjóðlega markaði. Viðskipti erlent 30.1.2008 09:29 Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð LSH sagt upp Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans. Innlent 29.1.2008 18:56 Landsbankinn hagnaðist um 40 milljarða króna Landsbankinn hagnaðist um 39,9 milljarða krónur á öllu síðasta ári samanborið við 40,2 milljarða krónur í hitteðfyrra. Þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, segja báðir afkomuna góða og stöðu bankans sterka. Það skapi bankanum tækifæri í þeim óróleika sem hafi verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Viðskipti innlent 28.1.2008 17:06 Gullið aldrei dýrara en nú Verð á gulli fór í 923 dali á únsu á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og hefur aldrei nokkurn tíma verið dýrara. Viðskipti erlent 26.1.2008 09:12 Tímabundinn skellur á helstu fjármálamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. Viðskipti erlent 25.1.2008 16:29 SPRON tók stökkið í morgun Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum spratt af stað í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag og rauk upp um rúm ellefu prósent. Á eftir fylgdu SPRON og Exista, en gengi beggja félaga hækkaði um fimm og sex prósent. Fjármálafyrirtækin, Bakkavör, Eimskipafélagið og Teymi fylgdu á eftir. Viðskipti innlent 25.1.2008 10:17 Góð jól hjá Alfesca Jólin voru góð hjá Alfesca en sala á helstu vörum fyrirtækisins jókst um ellefu prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins. Viðskipti innlent 25.1.2008 10:01 Franski bankinn kærir verðbréfaskúrkinn Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. Viðskipti erlent 25.1.2008 09:39 Afkoma Microsoft yfir væntingum Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði hagnaði upp á 4,7 milljarða dala, jafnvirði 311 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Windows Vista, nýja stýrikerfið sem fyrirtækið setti á markað seint á síðasta ári á stærstan þátt í bættri afkomu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 25.1.2008 09:10 Atlantic Airways tekur flugið í Kauphöllinni Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways tók flugið í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði gengi þeirra um 11,8 prósent. Þetta er langmest hækkun dagsins skráðra félaga eftir afhroð í vikunni. Gengi einungis tveggja félaga lækkaði á sama tíma. Í Icelandic Group og 365. Viðskipti innlent 24.1.2008 16:42 Nokia keyrir fram úr öðrum Nokia, stærsti farsímaframleiðandi í heimi, hagnaðist um tæpa 1,8 milljarða evra, jafnvirði 172 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er 44 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 24.1.2008 14:16 Tap Ford minnkar milli ára Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 2,7 milljörðum dala, jafnvirði 178,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Þrátt fyrir tapið er þetta talsverður bati frá þarsíðasta ári þegar fyrirtækið tapaði 12,6 milljörðum dala. Viðskipti erlent 24.1.2008 12:49 Storebrand og Sampo taka stökkið Norski fjármálarisinn Storebrand og finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista og Kaupþing eri stærstu hluthafar í, tóku sprettinn í norrænu kauphallarsamstæðunni þegar viðskipti hófust í dag. Viðskipti innlent 24.1.2008 11:21 Sprettur í Kauphöllinni Exista og SPRON tóku sprettinn ásamt öllum bönkum og fjármálafyrirtækjum í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra rauk upp um fimm prósent. Gengi jafnaði sig fljótlega um eitt prósent að meðaltali en ekkert félag hefur lækkað enn sem komið er. Viðskipti innlent 24.1.2008 10:05 Hlutabréf taka sprettinn í Evrópu Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um tæp 4,5 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag en sprettur hefur verið á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla lækkun í gær. Viðskipti erlent 24.1.2008 09:21 Exista fellur um tíu prósent Gengi bréfa í Existu hefur fallið um rúm tíu prósent í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgir SPRON líkt og fyrri daginn, sem hefur fallið um rúm 8,7 prósent en gengi beggja félaga hefur aldrei verið lægra. Viðskipti innlent 23.1.2008 14:02 « ‹ 124 125 126 127 128 129 130 131 132 … 334 ›
Rólegt á markaði í veðurhamnum Gengi Existu lækkaði um eitt prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Straumur, FL Group, Landsbankinn og SPRON, sem hefur lækkað um 0,5 prósent. Bakkavör og Kaupþing eru hins vegar einu fyrirtækin sem hafa hækkað í dag, bæði um 0,55 prósent, á afar rólegum degi. Viðskipti innlent 7.2.2008 10:43
HBSC sagður bjóða í Société Generale Gengi hlutabréfa í franska bankanum Société Generale hækkaði um rúm sex prósent á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir að orðrómur fór á kreik að evrópski risabankinn HSBC sé að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í bankann. Viðskipti erlent 6.2.2008 11:34
SPRON féll um rúm sex prósent í byrjun dags SPRON tók snarpa dýfu rétt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag þegar gengi þess féll um 6,17 prósent. Viðskipti innlent 6.2.2008 10:17
BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Viðskipti erlent 6.2.2008 09:37
Disney-risinn siglir gegnum niðursveifluna Hagnaður Disney-risans var umfram væntingar á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda janúar samkvæmt bókum afþreyingafyrirtækisins. Það skrifast á góða sölu á DVD-myndum á borð við „High School Musical“ og fjölgun gesta í Disneyland- og Disneyworldgarðana. Viðskipti erlent 6.2.2008 09:02
Flaga fellur eftir háflug Gengi Flögu féll um 3,2 prósent eftir ofsaflug í vikunni. Gengi bréfa í svefnrannsóknarfyrirtækinuhafði legið í lægstu lægðum alla síðustu viku en tók skyndilegan kipp undir vikulokin og rauk upp um rúm 160 prósent á fjórum viðskiptadögum. Viðskipti innlent 1.2.2008 17:04
Microsoft vill kaupa Yahoo Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er sagður hafa lagt fram tilboð í netveituna Yahoo upp á 44,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2.890 milljarða íslenskra króna, að því er breska ríkisútvarpið hermir. Viðskipti erlent 1.2.2008 11:53
Verðbólga í hæstu hæðum á evrusvæðinu Verðbólga mælist 3,2 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðbólga hefur aldrei verið meiri en nú og er hætt á stöðnun á evrusvæðinu, að sögn markaðsaðila. Viðskipti erlent 31.1.2008 12:53
Metafkoma hjá OMX-samstæðunni OMX-samstæðan, sem meðal annars á Kauphöll Íslands, hagnaðist um 986 milljónum sænskra króna á síðasta ári samanborið við 911 milljónir króna í hitteðfyrra. Þetta jafngildir 10,1 milljarði íslenskra króna en afkoman hefur aldrei verið betri. Það af nam hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 225 milljónir sænskra króna á fjórða ársfjórðungi. Viðskipti innlent 31.1.2008 12:27
Flaga upp um rúm 180 prósent á viku Gengi bréfa í svefnrannsóknafyrirtækinu Flögu hélt áfram að hækka í dag, nú um rúm sjö prósent við upphaf viðskipta. Gengið hefur rokið upp um rúm 180 prósent á rétt um viku. Viðskipti innlent 31.1.2008 10:17
Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og standa vextirnir nú í þremur prósentum. Þetta er í takt við spár markaðsaðila. Viðskipti erlent 30.1.2008 20:52
Hagvöxtur með minnsta móti í Bandaríkjunum Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent á fjórða og síðasta fjórðungi nýliðins árs í Bandaríkjunum. Til samanburðar var hagvöxtur 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti erlent 30.1.2008 14:14
„Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna,“ segir forstjóri Kaupþings „Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. Viðskipti innlent 30.1.2008 10:30
Seðlabankastjórinn heldur sæti sínu Breska fjármálaráðuneytið hefur framlengt ráðningu Mervyn Kings, seðlabankastjóra Englandsbanka, til næstu fimm ára. Ráðningartímabil hans rennur út í júní í sumar og hafa gagnrýnendur þrýst á að nýr maður taki við skútunni. Viðskipti erlent 30.1.2008 09:44
FBI rannsakar undirmálslánamarkaðinn Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar fjórtán þarlend fasteignalánafyrirtæki og banka í samvinnu við bandaríska fjármálaeftirlitið. Fyrirtækin tengjast öll undirmálslánakreppunni sem hrjáð hefur alþjóðlega markaði. Viðskipti erlent 30.1.2008 09:29
Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð LSH sagt upp Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans. Innlent 29.1.2008 18:56
Landsbankinn hagnaðist um 40 milljarða króna Landsbankinn hagnaðist um 39,9 milljarða krónur á öllu síðasta ári samanborið við 40,2 milljarða krónur í hitteðfyrra. Þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, segja báðir afkomuna góða og stöðu bankans sterka. Það skapi bankanum tækifæri í þeim óróleika sem hafi verið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Viðskipti innlent 28.1.2008 17:06
Gullið aldrei dýrara en nú Verð á gulli fór í 923 dali á únsu á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og hefur aldrei nokkurn tíma verið dýrara. Viðskipti erlent 26.1.2008 09:12
Tímabundinn skellur á helstu fjármálamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. Viðskipti erlent 25.1.2008 16:29
SPRON tók stökkið í morgun Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum spratt af stað í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag og rauk upp um rúm ellefu prósent. Á eftir fylgdu SPRON og Exista, en gengi beggja félaga hækkaði um fimm og sex prósent. Fjármálafyrirtækin, Bakkavör, Eimskipafélagið og Teymi fylgdu á eftir. Viðskipti innlent 25.1.2008 10:17
Góð jól hjá Alfesca Jólin voru góð hjá Alfesca en sala á helstu vörum fyrirtækisins jókst um ellefu prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins. Viðskipti innlent 25.1.2008 10:01
Franski bankinn kærir verðbréfaskúrkinn Franski bankinn Societe Generale hefur höfðað mál á hendur Jerome Kerviel, miðlaranum sem sagt var upp störfum hjá bankanum fyrir óheimila spákaupmennsku sem olli því að jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna gufuðu upp úr bókum bankans. Viðskipti erlent 25.1.2008 09:39
Afkoma Microsoft yfir væntingum Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði hagnaði upp á 4,7 milljarða dala, jafnvirði 311 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Windows Vista, nýja stýrikerfið sem fyrirtækið setti á markað seint á síðasta ári á stærstan þátt í bættri afkomu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 25.1.2008 09:10
Atlantic Airways tekur flugið í Kauphöllinni Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways tók flugið í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði gengi þeirra um 11,8 prósent. Þetta er langmest hækkun dagsins skráðra félaga eftir afhroð í vikunni. Gengi einungis tveggja félaga lækkaði á sama tíma. Í Icelandic Group og 365. Viðskipti innlent 24.1.2008 16:42
Nokia keyrir fram úr öðrum Nokia, stærsti farsímaframleiðandi í heimi, hagnaðist um tæpa 1,8 milljarða evra, jafnvirði 172 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er 44 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 24.1.2008 14:16
Tap Ford minnkar milli ára Bandaríski bílaframleiðandinn Ford tapaði 2,7 milljörðum dala, jafnvirði 178,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Þrátt fyrir tapið er þetta talsverður bati frá þarsíðasta ári þegar fyrirtækið tapaði 12,6 milljörðum dala. Viðskipti erlent 24.1.2008 12:49
Storebrand og Sampo taka stökkið Norski fjármálarisinn Storebrand og finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista og Kaupþing eri stærstu hluthafar í, tóku sprettinn í norrænu kauphallarsamstæðunni þegar viðskipti hófust í dag. Viðskipti innlent 24.1.2008 11:21
Sprettur í Kauphöllinni Exista og SPRON tóku sprettinn ásamt öllum bönkum og fjármálafyrirtækjum í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra rauk upp um fimm prósent. Gengi jafnaði sig fljótlega um eitt prósent að meðaltali en ekkert félag hefur lækkað enn sem komið er. Viðskipti innlent 24.1.2008 10:05
Hlutabréf taka sprettinn í Evrópu Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um tæp 4,5 prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag en sprettur hefur verið á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla lækkun í gær. Viðskipti erlent 24.1.2008 09:21
Exista fellur um tíu prósent Gengi bréfa í Existu hefur fallið um rúm tíu prósent í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgir SPRON líkt og fyrri daginn, sem hefur fallið um rúm 8,7 prósent en gengi beggja félaga hefur aldrei verið lægra. Viðskipti innlent 23.1.2008 14:02
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent