

Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri eldvirkni, jarðskjálfta og í jarðhniki hjá Veðurstofu Íslands, segir að þensla á fimm kílómetra dýpi undir Þorbirni sé til marks um kvikusöfnun. „Kvikukoddi“ sé að myndast undir Þorbirni og öflugra merki sé um landris.
Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er.
Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um leit lögreglu að manni sem grunaður er um skotárás við fjölbýlishús í nótt þar sem einn særðist. Við förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.
Boðað hefur verið til upplýsingafundar fyrir íbúa Grindavíkur í íþróttamiðstöð bæjarins klukkan 17. Tilefni fundarins eru jarðhræringar norðvestan við fjallið Þorbjörn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir stundu vegna manns sem féll í klettum í Reynisfjöru. Líðan mannsins er betri en talið var í fyrstu.
Leikararnir úr þáttunum Friends segjast niðurbrotin eftir fráfall Matthew Perry. Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld.
Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast.
Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir.
Brunavarnir Árnessýslu og lögreglan á Selfossi sinntu útkalli á sjötta tímanum í dag vegna óleyfisbrennu. Að sögn varðstjóra var brennan miklu stærri en leyfilegt er.
Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust.