Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15.1.2024 17:29
Vaktin: Lítil virkni í einu gosopi Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 15.1.2024 04:17
Valdimar og stórsveit Reykjavíkur bjóða upp á sveifluveislu Árlegir nýárstónleikar Stórsveitar Reykjavíkur eru á dagskrá í Hörpu í kvöld. Tónleikarnir verða helgaðir swingtímabilinu og sveitin fær til sín góða gesti. 7.1.2024 21:02
Sjálfstæðismenn felli mögulega vantrauststillögu „með óbragð í munni“ Prófessor í stjórnmálafræði telur ekki að ríkisstjórnin springi vegna álits Umboðsmanns Alþingis í hvalveiðamálinu og Sjálfstæðismenn myndu verja Svandísi mögulegu vantrausti með æluna upp í kok. 7.1.2024 20:01
Myndi sleppa baráttunni ef vonin væri ekki til staðar Á fjórða tug aðgerðasinna gistu í tjöldum á Austurvelli í nótt, til að ítreka kröfu Palestínumanna hér á landi um að stjórnvöld láti fjölskyldusameiningar, sem þegar hafa verið samþykktar, verða að veruleika. 7.1.2024 14:01
Aukin einangrun milli tekjuhópa Einangrun tekjuhópa í Reykjavík fer vaxandi, samkvæmt nýrri rannsókn. Dósent segir ríki, sveitarfélög og aðila vinnumarkaðarins öll geta unnið gegn slíkri einangrun. 7.1.2024 12:16
Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins segir álit Umboðsmanns Alþingis, sem varð til þess að fjármálaráðherra sagði af sér embætti í vetur, og álit umboðsmanns nú um ákvörðun matvælaráðherra í hvalveiðamálinu vera ólík. Fjármálaráðherra hafi ekki bakað ríkinu skaðabótaskyldu, sem ákvörðun matvælaráðherra hafi að öllum líkindum gert. 7.1.2024 11:46
Þrettándabrennur víða um land Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi. 6.1.2024 21:14
„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. 6.1.2024 21:01
Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 6.1.2024 19:08