Þung umferð í gegnum Siglufjörð og umferðarstýring um Múlagöng Fjöldi fólks á leið suður af Norðurlandi hefur lagt leið sína fyrir Tröllaskaga, þar sem Öxnadalsheiði er lokuð. 1.4.2024 16:20
Öxnadalsheiði verður ekki opnuð í dag Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag. 1.4.2024 15:02
„Við erum með tvo trukka og þeir fara mjög hægt yfir“ Slökkvilið í Grindavík berst enn við gróðurelda við gosstöðvarnar við Sundhnjúkagíga. Slökkviliðsstjórinn segir svæðið afar torfærið og að slökkviliðstrukkar fari hægt yfir svæðið. 1.4.2024 13:42
Mikill samdráttur í nýskráningu fólksbíla milli ára Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. 1.4.2024 12:14
Óvíst hvort heiðin opni í dag og illfært um Tröllaskaga Hringvegurinn er lokaður um Öxnadalsheiði, sem og Möðrudal- og Mývatnsöræfi, og óvist hvort hægt verður að opna hann í dag. Vegir á Tröllaskaga eru opnir en illa færir, og því skiptir búnaður og reynsla ökumanna sem ætla að fara þar um öllu máli 1.4.2024 11:36
„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. 31.3.2024 20:01
Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31.3.2024 12:04
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30.3.2024 22:52
„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. 30.3.2024 20:24
„Við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó“ Akureyri iðar af lífi og fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hlíðarfjall á síðustu dögum. Aðstæður í fjallinu eru með góðu móti, enda segir rekstrarstjóri skíðasvæðisins ekki hægt að kvarta þegar nýr snjór fellur í brekkurnar. 30.3.2024 11:42