Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­sáttur með mis­vísandi svör um 400 þúsund króna reikning

Bóndi á Vatnsskarðshólum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir að hann ákvað að taka til á landareign sinni. Eftir að hafa fyllt gám að ýmsu tilfallandi og látið fjarlægja hann fékk hann reikning upp á tæplega 400 hundruð þúsund krónur. Hann hefur fengið misvísandi svör um verðið frá sveitarstjórn, og fyrirtækinu sem sér um úrvinnslu úrgangsins.

Biskupsbústaðurinn seldur

Biskupsbústaðurinn við Bergstaðastræti 75 er seldur. Séra Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígði eftirmann sinn í embætti fyrir tæpum tveimur vikum er því síðasti biskupinn til að búa í húsinu. Félag í eigu Birnu Jennu Jónsdóttur fjárfestis keypti húsið.

Stjarnan Villi vekur at­hygli Ítala

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. 

Mikil að­sókn í Al­þingis­húsið

Færri komast að en vilja í leiðsögn um Alþingishúsið í dag, en nýtt hús Alþingis verður opið öllum síðdegis. Skrifstofustjórinn segir leiðsögnina svo vel heppnaða að stefnt sé að því að endurtaka leikinn síðar. 

Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum

Tómas Þór Þórðarson, sem hefur síðustu fimm ár stýrt umfjöllun Símans sport um enska boltann, er hættur. Hörður Magnússon tekur við ritstjórnartaumunum, en þetta er síðasta tímabilið í enska boltanum sem Síminn sýnir í bili.

Meiri­hluti vill að hið opin­bera nýti vindinn

Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 

Sjá meira