Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið. 23.10.2025 22:25
Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Átta ára stelpa sem fann ævafornan mun og kom honum í vörslur Þjóðminjasafnsins segist vel geta hugsað sér að verða fornleifafræðingur þegar hún verður stór. Forstöðumaður Minjastofnunar segir hana hafa brugðist hárrétt við fundinum. 23.10.2025 20:30
Brunaði austur til að finna litla frænda Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist. 23.10.2025 19:48
Fundi frestað þar til á morgun Fundi deiluaðila í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hefur verið frestað til klukkan ellefu á morgun. Ríkissáttasemjari frestaði fundi nú klukkan sex í kvöld. 21.10.2025 18:10
Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Maður liggur nú á gjörgæslu með lífshættulega stunguáverka sem hann fékk um helgina í Grindavík. Lögregla taldi fyrst að hann hefði veitt sér áverkana sjálfur en rannsakar nú hvort um stunguárás hafi verið að ræða. 21.10.2025 15:52
Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Eyvindur G. Gunnarsson verði skipaður dómari við Landsrétt. 21.10.2025 15:22
Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins. 21.10.2025 14:32
„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. 20.10.2025 19:43
Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. 20.10.2025 18:49
Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ekki par sáttur við þær fréttir að moskítóflugur séu komnar til landsins. Hann óttast að hafa verið sá fyrsti sem varð flugunum að bráð hér á landi. 20.10.2025 15:05