Besta deildin vonbrigði: „Ekki margar sem hafa ýtt við mér“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, segir að reynsluminni leikmenn þurfi að stíga upp í ljósi mikilla fráfalla landsliðskvenna í komandi landsliðsverkefni. Þó kveðst hann vonsvikinn með að fáir leikmenn í Bestu deild kvenna hafi gert raunverulegt tilkall til landsliðssætis. 8.9.2023 11:30
Serbar þægilega í úrslit Serbía mun leika til úrslita á HM karla í körfubolta sem fram fer í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Liðið lagði Kanada í undanúrslitum í Manila í morgun. 8.9.2023 11:00
„Upplifði hliðar á Gylfa sem ég hafði ekki séð áður“ Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, kveðst stoltur af Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni liðsins. Hann og félagið muni aðstoða Gylfa Þór við að komast aftur inn í rytmann sem fylgir atvinnumennsku í fótbolta eftir tveggja ára útlegð hans frá íþróttinni. 2.9.2023 08:01
„Upp úr riðlinum, takk!“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu. 1.9.2023 17:15
„Ég er búinn að vinna þetta allt“ Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum. 24.8.2023 07:01
„Þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta“ Mikilvægi leiks Vals og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld dylst ekki Hólmari Erni Eyjólfssyni, varnarmanni fyrrnefnda liðsins. Valur þarf á sigri að halda í toppbaráttunni. 20.8.2023 11:31
Hafði gott af tilbreytingunni en boltinn aldrei langt undan Elín Metta Jensen er spennt fyrir komandi tímum hjá Þrótti en hún samdi við félagið í vikunni og tók í leiðinni fótboltaskóna af hillunni. Hún snýr því aftur á völlinn eftir fyrsta fótboltalausa sumarið í fjöldamörg ár. 18.8.2023 08:31
Ósammála Rúnari: „Menn reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ósammála ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um meintan grófleika Víkinga eftir leik liðanna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Hann skilur þó af hverju Rúnar lét ummælin falla. 17.8.2023 13:31
Vilja Lukaku í stað Kane Tottenham skoðar möguleikann á því að fá Romelu Lukaku í framlínu liðsins eftir skipti Harry Kane til Bayern Munchen. Lukaku er úti í kuldanum hjá grönnum þeirra í Chelsea. 14.8.2023 07:01
Dagskráin í dag: Umferðin klárast og Stúkan gerir hana upp 19. umferð Bestu deildar karla klárast í kvöld með einum leik. Stúkan mun gera umferðina upp í kjölfarið. 14.8.2023 06:01