Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þrjú verða fjögur“

Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans, María Ósk Skúladóttir, viðskiptafræðingur eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

„Ég hlakka til að sýna henni litla landið mitt“

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, þekktur sem Auður, hlakkar til að verja jólunum í faðmi fjölskyldunnar og kærustunnar Cassöndru á Íslandi. Hann treður upp í Iðnó 16. desember en þetta er í fyrsta sinn sem hann spilar opinberlega á Íslandi eftir að hafa dregið sig í hlé um langt skeið. Auðunn er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Orð pabba höfðu gríðar­leg á­hrif

Arnar Þór Jónsson, lögfræðingur og varaþingmaður segist lifa eftir síðustu ráðleggingum pabba síns áður en hann varð Alzheimer´s að bráð. Arnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist hafa ákveðið að elta sannleikann og eigin sannfæringu alla tíð síðan.

„Ég ætla að verða at­vinnu­laus“

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. 

Glimmer, glamúr og glæsi­leiki í þrítugsafmælisferð í París

Helstu áhrifvaldaskvísur landisns, þær Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir, Sigríður Margrét Ágústsdóttir, fögnuðu þrítugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Hildar Sifjar Hauksdóttur í París um helgina. 

Bjóst ekki við að þau myndu „meika“ hvort annað

Stjörnukírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, þekktur sem Gummi kíró, og unnusta hans Lína Birgitta Sigurðardóttir athafnakona og áhrifavaldur, fögnuðu fjögurra ára sambandsafmæli á dögunum.

Georg í Sigur Rós selur slotið

Georg Holm bassaleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós og eiginkona hans Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 158 milljónir.

„Kransarnir mínir eru full­kom­lega ó­full­komnir“

Lára Ósk Hjörleifsdóttir lífskúnstner og fagurkeri segir eftirspurn eftir viðburðum tengdum skreytingum og einstakri framsetningu mun meiri hér á landi en hún gerði sér grein fyrir. Í aðdraganda jóla töfrar Lára fram hvern jólakransinn á fætur öðrum.

Stjörnum prýdd frum­sýning Fíusólar

Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins liðna helgi. Fíasól er löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta á sýninguna. Þar má nefna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Elizu Reid, Berg Ebba Benediktsson og Unni Ösp Stefánsdóttur, svo fáir einir séu nefndir.

Sjá meira