„Stundum hata ég leikmenn mína“ Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að breyta því hve tilfinningasamur hann sé, þar á meðal í viðtölum. Stundum hati hann eigin leikmenn og stundum elski hann þá. 29.8.2025 13:39
„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. 29.8.2025 12:30
Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Liðin 36 sem spila í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur fengu í dag að vita hvaða átta liðum þau mæta í þessari sterkustu félagsliðakeppni heims. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. 28.8.2025 15:40
„Verðum að geta skotið betur“ „Við gerðum fullt af góðum hlutum. Við skutum bara ekki nógu vel,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, eftir tólf stiga tap gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta í Katowice í dag. 28.8.2025 14:26
Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Það verða 36 lið í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun, í beinni útsendingu á Vísi, og Íslandsmeistarar Breiðabliks ætla sér að vera í þeim hópi. Þá mega þeir ekki tapa í San Marínó í kvöld. 28.8.2025 12:03
EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju EM í körfubolta, EuroBasket, hefst á morgun og fyrsti þáttur af EM í dag er lentur frá Katowice. 27.8.2025 15:16
Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Hin 18 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir átti sinn þátt í því að Svíþjóðarmeistarar Rosengård ynnu 5-0 sigur gegn Ljuboten frá Norður-Makedóníu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. 27.8.2025 14:29
Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks unnu 3-1 sigur á Írlandsmeisturum Athlone Town í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Breiðablik mætir annað hvort Twente eða Rauðu stjörnunni á laugardaginn í úrslitaleik um hvort liðið kemst í umspil um sæti í Meistaradeildinni. 27.8.2025 13:45
Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Blaðamenn ítalska stórmiðilsins La Gazzetta dello Sport telja sig hafa fundið ástæðuna fyrir því hve treglega hefur gengið hjá Roma að landa enska knattspyrnumanninum Jadon Sancho frá Manchester United. Hann mun vera ástfanginn af bandarískri rappgellu. 27.8.2025 11:31
Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Þegar unga stangarstökkskonan Klaara Kivistö, þá 14 ára gömul, gaf heimsmethafanum Armand Duplantis armband óraði hana ekki fyrir því að hann myndi enn hafa það á úlnliðnum, til heilla, þremur árum síðar. 27.8.2025 09:36