Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þýska körfuboltafélagið Alba Berlín, sem Martin Hermannsson leikur með, hefur sagt skilið við EuroLeague, sterkustu Evrópukeppni félagsliða, og mun spila í Meistaradeild FIBA í staðinn. Þetta eru stór tíðindi í evrópskum körfubolta. 7.5.2025 16:32
Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Framarar voru ekki lengi að tilkynna um arftaka Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur, í stöðu hægri hornamanns, eftir að Þórey spilaði sinn síðasta handboltaleik á mánudaginn. 7.5.2025 13:18
Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að það gæti verið hvatning fyrir Rússa til að binda enda á stríðið í Úkraínu, að þeir eigi annars ekki möguleika á að spila á HM í fótbolta á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 7.5.2025 11:02
Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Ráðning Handknattleikssambands Íslands á Þóri Hergeirssyni í stöðu ráðgjafa í afreksmálum hefur vakið athygli í handboltaheiminum og er víða fjallað um hana, sérstaklega á Norðurlöndum. 7.5.2025 10:31
Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Bosníu ytra í kvöld, klukkan 18 að íslenskum tíma, í næstsíðasta leik Íslands í undankeppni EM. 7.5.2025 10:15
Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7.5.2025 08:33
Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Indiana Pacers eru komnir í 2-0 í einvíginu við Cleveland Cavaliers sem enduðu á toppi austurdeildar NBA-deildarinnar, eftir þriggja stiga sigurkörfu Tyrese Haliburton. Golden State Warriors misstu Stephen Curry meiddan af velli í sigri á Minnesota Timberwolves. 7.5.2025 07:32
Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Elsti sonur portúgalska knattspyrnugoðsins Cristiano Ronaldo var í dag valinn í U15-landslið Portúgals í fótbolta. Ronaldo vakti athygli á þessu á Instagram og kvaðst stoltur af stráknum sínum. 6.5.2025 14:46
Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Anthony Stolarz, markvörður Toronto Maple Leafs, kastaði upp og varð að yfirgefa svellið eftir tvö slæm höfuðhögg í leik gegn Florida Panthers í NHL-deildinni í íshokkí í gær. 6.5.2025 13:01
Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Inter á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni í fótbolta og útlit er fyrir að hún verði áfram í deildinni. 6.5.2025 12:01