„Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. 20.8.2025 16:55
Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20.8.2025 15:44
Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. 20.8.2025 13:15
Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. 20.8.2025 11:03
Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. 20.8.2025 10:11
Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum. 15.8.2025 23:24
Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Björgunarsveitin Húnar Hvammstanga hafði í nógu að snúast í dag á Holtavörðuheiðinni. Vonskuveður var þar sem olli truflunum og erfiðleikum á meðal ferðalanga. 15.8.2025 22:39
Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Fjölmiðlanefnd hefur sektað Símann hf. um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. 15.8.2025 22:14
Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Úkraínuher hefur gert umfangsmikla gagnárás gegn rússneska hernum og frelsað svæði sem Rússar höfðu tekið yfir í Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti sitja nú fund. 15.8.2025 21:20
Forsetarnir tveir funda Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti eru báðir mættir til Alaskafylkis í Bandaríkjunum til að funda. 15.8.2025 19:51