Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Tveggja ára gamall spjallþráður á samfélagsmiðlinum Reddit leiddi til þess að ferðaþjónustufyrirtæki birtist ekki er gervigreindarmállíkan var beðið um tillögur í geira fyrirtækisins. Í spjallþráðnum var að finna slæma umsögn um fyrirtækið en framkvæmdastjóri stafrænnar markaðsstofu segir að um byltingu sé að ræða. Gervigreindin hlusti frekar á hvað fólk sé að segja um fyrirtækin heldur en hvað fyrirtækin sjálf segja. 16.11.2025 16:51
Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Í tilefni af Degi íslenskrar tungu deildi Eliza Reid, rithöfundur og fyrrverandi forsetafrú, mynd af bréfi sem hún sendi Guðna Th. Jóhannessyni, eiginmanni hennar og fyrrverandi forseta Íslands, ári eftir að þau hittust fyrst. 16.11.2025 15:34
Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Leikarinn James Picken Jr., sem er best þekktur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Grey's Anatomy, er með krabbamein. Hann segir greininguna ekki hafa komið á óvart. 16.11.2025 13:33
Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Skrifstofa borgarstjórnar hefur tekið saman mætingu allra borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi síðustu ár eftir beiðni frá Sjálfstæðisflokknum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins trónir þó ekki á toppnum ef litið er til allra oddvitanna en hún er þó ekki langt á eftir oddvita Vinstri grænna sem er duglegust að mæta. 16.11.2025 11:37
Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Bílstjóri strætisvagnsins sem hafnaði á biðskýli í miðborg höfuðborgar Svíþjóðar er laus úr haldi lögreglu. Málið er enn til rannsóknar. 16.11.2025 10:23
Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. 16.11.2025 10:06
Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Elís Árnason, fyrrverandi eigandi veitingarstaðanna Café Adesso og Sport & Grill, sakar kaupendurna Helga Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgi Skúlason, um að hafa aldrei greitt fyrir staðina. 15.11.2025 16:44
Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Forstjóri Landspítalans óttast að verði af frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi muni það hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann óskar eftir því að ráðuneytið leiti annarra leiða sem hafi ekki eins mikil áhrif á sjúkrahúsið. 15.11.2025 14:46
Óslóartréð fellt í Heiðmörk Reisulegt jólatré var fellt í Heiðmörk í dag en um er að ræða Óslóartréð sjálft. Jólatréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. 15.11.2025 14:05
Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan tímabundna verslun Nocco í Smáralind. Fyrstu einstaklingarnir mættu klukkan hálf átta í morgun í von um að festa kaup á jóladagatali orkudrykkjasalans. 15.11.2025 11:04