Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þorsti í auglýsingafé er tals­verður hjá Ríkis­út­varpinu“

Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun.

Hætta á að á­kveðnir staðir þrífist ekki

Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki.

Tók tíu klukku­stundir að komast í búninginn

Líkt og ár hvert heldur fyrirsætan Heidi Klum eitt vinsælasta hrekkjavökupartýið meðal stórstjarnanna. Það sem flestir fylgjast þó með er hvernig gestgjafinn klæðir sig enda er Heidi fremst í flokki þegar kemur að hrekkjavökubúningum.

Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni

Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni.

Drónaumferð við her­stöð í Belgíu

Tvö kvöld í röð hafa drónar sést fljúga yfir herstöð í norðurhluta Belgíu. Lögreglan hefur málið til rannsóknar. Fjöldi dróna hefur sést yfir evrópskum flugvöllum síðustu mánuði.

Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vam­pírur

Þrátt fyrir að deilt hafi verið um hvort að fresta ætti hrekkjavökunni á hinum ýmsu íbúðasíðum gripu heitustu stjörnurnar tækifærið til að klæða sig upp í alls konar búninga. Á samfélagsmiðlum mátti bregða fyrir vampírum, prinsessum og öðrum áhrifavöldum.

Óttast að náms­braut verði undir verði af frum­varpinu

Formaður alþjóðanefndar Stúdenráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir.

Sjá meira