Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi. 18.9.2025 18:30
Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Vinsæll spjallþáttur Jimmy Kimmel verður ekki sendur út um „óákveðinn tíma“ eftir ummæli hans um morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi. 17.9.2025 23:21
Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu. 17.9.2025 23:04
Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. 17.9.2025 21:26
Ben kveður Jerry Annar stofnandi ísframleiðandans Ben & Jerry's hefur sagt skilið við fyrirtækið. Ástæðan séu þöggunartilburðir móðurfélags framleiðandans sem styður ekki við stefnu Ben og Jerry að láta samfélagsleg málefni sig varða. Framleiðendunrir hafa, á vegum fyrirtækisins, tekið afstöðu til ýmissa samfélagslegra mála, svo sem Black Lives Matter. 17.9.2025 20:15
Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. 17.9.2025 18:36
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. 13.9.2025 23:41
Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Tveimur áratugum eftir sína fyrstu ritstjórnartíð hefur Bart Cameron snúið aftur til Reykjavík Grapevine. Hann rifjar upp árin þar sem skrifstofan minnti frekar á félagsheimili, fjöldi tónlistarmanna við kaffivélina og ritstjórn sem svaf varla. Bart snýr nú aftur með nýjar áherslur í breytt samfélag, bæði innan og utan veggja skrifstofunnar. 13.9.2025 08:01
Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Þingmaður Framsóknarflokksins, sem stundaði nám í Bandaríkjunum, segist hafa áhyggjur af stigmögnun og skautun í bæði bandarísku og íslensku samfélagi og taka vinirnir vestanhafs undir þær áhyggjur. Hún þekkti sjálf þingmann demókrata sem var myrt í sumar og vísar í morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi sem var myrtur í gærkvöldi. 11.9.2025 21:55
Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Stefán Einar Stefánsson ræddu umræðu sem hefur skapast eftir morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk sem var myrtur í gær. Hugtök líkt og málfrelsi og þöggun hafa verið áberandi í íslensku samfélagi undanfarna daga. 11.9.2025 19:52