Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Einstaklingur var sektaður um 240 þúsund krónur fyrir að beita hund ofbeldi, þar á meðal að sparka ítrekað í hann. Mast sektaði fjölda dýraeigenda fyrir vanbúnað en vegna þess þurfti að aflífa fjölda dýra. 23.12.2025 11:20
„Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Utanríkisráðherra Danmerkur hyggst boða sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku á fund sinn til að ræða skipun Bandaríkjaforseta á sendifulltrúa fyrir Grænland. Fjöldi leiðtoga í Evrópusambandinu segist standa með Dönum. 22.12.2025 21:36
Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli. 22.12.2025 20:42
Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu. 22.12.2025 18:10
Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum. 22.12.2025 17:08
Epstein-skjölin birt Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein. 19.12.2025 23:16
„Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir nýjar aðgerir menningarmálaráðherra afar jákvæðar fyrir íslenska fjölmiðla og lýðræðið í heild. Verið sé að viðurkenn mikilvægt hlutverk blaðamennsku. Hún biðlar til samfélagsins að taka þátt í að styðja við íslenska fjölmiðla. 19.12.2025 22:30
Talinn hafa komið til landsins til að stela Karlmanni hefur verið vísað úr landi en hann var staðinn að því að stela. Talið er að hann hafi komið til landsins til að stunda brotastarfsemi. 19.12.2025 21:50
Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Styttu af Snorkstelpunni úr Múmínálfaheiminum verður komið aftur fyrir í Ævintýraskóginum í Kjarnaskógi. Fjarlægja þurfti styttuna þar sem að persónan er höfundarréttarvarin. Hún snýr formlega aftur á jólaskemmtun félagsins. 19.12.2025 21:31
Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Eigendur TikTok, fyrirtækið ByteDance, hafa undirritað samning við fjárfesta sem tryggir að samfélagsmiðilinn verði áfram opinn fyrir bandaríska notendur. Banninu hefur ítrekað verið frestað. 19.12.2025 20:26