Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekkert verður af áttafréttum

Ríkisútvarpið hefur fallið frá ákvörðuninni um að færa útsendingartíma sjónvarpsfrétta. Til stóð að sjöfréttir yrðu sendar út klukkan átta. Fréttastjóri segir boðaðar breytingar stjórnvalda á auglýsingasölu miðilsins hafi haft áhrif á ákvörðunina.

Margrét hættir hjá RÚV um ára­mótin

Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV, lætur af störfum um áramótin. Hún hyggst snúa sér aftur að framleiðslustörfum og klára mastersritgerð.

Breytingar á Krist­nesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar veru­lega þungur

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað starfsfólk lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri lýsa yfir verulegum áhyggjum þar sem loka á sjö daga plássi á Kristnesspítala um áramótin. Helmingi plássa hefur þegar verið lokað og finnur starfsfólkið strax fyrir gríðarlegu álagi, sem kemur aðeins til með að aukast. Þau biðla til stjórnvalda að stíga inn í þar sem hagsmunir almennings séu í húfi.

Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Ís­landi

Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Hún slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni, ræningjarnir sluppu en hefðu að mati Dorritar aldrei sloppið á Íslandi.

Adolf ekki lengur Hitler

Adolf Hitler Uunona var endurkjörinn sveitarstjórnarfulltrúi í norðurhluta Namibíu. Eftir að hafa hlotið mikla athygli fyrir nafn sitt hefur hann ákveðið að breyta því og fjarlægja Hitler-nafnið.

Sjá meira