Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum. 14.4.2025 23:31
Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. 14.4.2025 22:02
Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Stjórn Bandaríkjaforseta bannar enn fréttamönnum AP fréttaveitunnar að sitja blaðamannafundi forsetans þrátt fyrir að bandarískur dómari hefur dæmt í málinu. 14.4.2025 22:02
Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands hafa afþakkað boð um að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum og segja tillögurnar um áframhaldandi nám óljósar og illa ígrundaðar. 14.4.2025 21:30
Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð HBO streymisveitan hefur opinberað nöfn nokkra leikara sem taka að sér hlutverk í nýrri þáttaseríu um galdrastrákinn Harry Potter. Enn á eftir að skipa í hlutverk aðalpersónunnar Harry Potter. 14.4.2025 18:45
„Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Afbrotafræðingur segir refsihörku Íslendinga fara minnkandi samkvæmt rannsókn um viðhorf Íslendinga til refsinga og dóma. Íslendingar sækist frekar eftir endurhæfingu afbrotafólks í stað refsingar. 14.4.2025 17:37
Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Nýr leikskóli mun rísa í Kópavogi og verður tekin í ntokun haustið 2026. Gert er ráð fyrir að um sextíu börn á aldrinum tveggja til sex ára fái pláss þar. 14.4.2025 16:23
Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Franska stjórnmálakonan Marine Le Pen hefur áfrýjað dómi sem hún hlaut vegna misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Hún stefndi á forsetaframboð árið 2027 en með dómnum getur hún ekki boðið sig fram. 13.4.2025 23:27
Laufey tróð upp á Coachella Tónlistarkonan Laufey tróð upp á geysivinsælu útihátíðinni Coachella um helgina. Þar flutti hún nýútgefið lag fyrir framan stóran hóp áhorfenda. 13.4.2025 22:25
Ísraelsher réðst á sjúkrahús Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt. 13.4.2025 21:37