Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Styrkur svifryks hefur mælst hár í höfuðborginni í dag. Reykjavíkurborg hvetur almenning til að hvíla einkabílinn og geyma ferðir sem eru ekki aðkallandi. 9.1.2026 13:29
Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Ragnar Þór Ingólfsson mun taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra í kjölfar afsagnar Guðmundar Inga Kristinssonar sem mennta- og barnamálaráðherra. Hann telur fyrri störf sín innan verkalýðshreyfingarinnar hafa veitt sér góða þekkingu á málefnum ráðuneytisins. Meðal fyrstu verkefna verður að taka á skorti á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága. 9.1.2026 12:12
Samningur í höfn á síðustu stundu Samningur til eins árs um fjárstyrk til stuðnings- og ráðgjafarsetursins Bergið headspace var undirritaður rétt fyrir jól eftir að framkvæmdastjóri setursins sagðist óttast að loka þyrfti úrræðinu. Hún segist sátt en vonar enn að fá langtímastuðning. 9.1.2026 11:25
Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Árið 2024 létust flestir vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi, eða rúmlega fjórðungur. Fjórðungur Íslendinga lést vegna æxla. 9.1.2026 10:39
Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Forstöðumaður hjá Icelandair segir flugfélagið hafa greitt fjóra milljarða í kolefnisgjald fyrir árið 2025. Hún óttast að undanþága Íslands frá reglugerð Evrópusambandsins falli úr gildi í árslok og verði gjöldin þar af leiðandi mun hærri. Staðsetning Íslands skekkir samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga. 6.1.2026 23:22
Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðgjafar hans hafa rætt hverjir möguleikar þeirra séu varðandi innlimun Grænlands. Einn af möguleikunum sé að nota bandaríska herinn. 6.1.2026 22:17
„Stórt framfaraskref“ Forsetar Úkraínu og Frakklands og forsætisráðherra Breta undirrituðu í kvöld samkomulag um varnir Úkraínu. Með undirrituninni samþykkja Bretar og Frakkar að senda hermenn til Úkraínu í kjölfar samkomulags um vopnahlé. 6.1.2026 21:19
Óska eftir fundi með Rubio Utanríkismálanefnd Danmerkur hélt afar leynilegan fund í kvöld um samskipti landsins við Bandaríkin. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 6.1.2026 19:59
Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Utanríkismálanefnd Danmerkur fundar nú um samskipti sín við Bandaríkin. Stað- og tímasetning fundarins er talin heldur óvenjuleg samkvæmt umfjöllun danskra fjölmiðla. 6.1.2026 19:20
Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar vegna týndra göngumanna. Samferðarmaður þeirra hafði samband við lögreglu eftir að göngumenn skiluðu sér ekki. Þau reyndust hafa komið sér til Reykjavíkur án þess að láta vita af sér. 6.1.2026 18:24