Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Tíu prósent stöðugilda starfsfólks sem sjá um uppeldi og menntun leikskólabarna eru mönnuð af fólki sem nær ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Árið 2023 voru rúmlega tuttugu prósent starfsmannanna innflytjendur. 1.12.2025 21:45
Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Hún slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni, ræningjarnir sluppu en hefðu að mati Dorritar aldrei sloppið á Íslandi. 1.12.2025 21:33
Adolf ekki lengur Hitler Adolf Hitler Uunona var endurkjörinn sveitarstjórnarfulltrúi í norðurhluta Namibíu. Eftir að hafa hlotið mikla athygli fyrir nafn sitt hefur hann ákveðið að breyta því og fjarlægja Hitler-nafnið. 1.12.2025 20:46
Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar. 1.12.2025 20:17
Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Myndskeið Jóns Péturs Zimsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann gagnrýnir bókstafaeinkunnkerfið féll í grýttan jarðveg hjá kennarastéttinni. Þingmaðurinn talaði sjálfur fyrir kerfinu þegar hann var skólastjóri. 1.12.2025 17:18
Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Kristrún Frostadóttir birti færslu á Facebook í tilefni fullveldisdags Íslands. Þar viðrar hún hugmynd sína um að dagurinn ætti að vera rauður dagur. 1.12.2025 17:09
Réðst á annan með skóflu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila sem réðst á annan með skóflu. Fórnarlambið var með blæðandi sár á höfði er lögreglu bar að garði. Ástand hans liggur ekki fyrir. 30.11.2025 17:01
Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Nýtt bílastæði er tilbúið við Skógafoss og gjaldataka hafin. Leiðsögumaður til rúmlegra 25 ára segir að ítrekað sé verið að færa bílastæði fjær vinsælum ferðamannastöðum, leiðsögumönnum til mikilla ama. 30.11.2025 16:39
Harður árekstur á Suðurlandi Harður árekstur varð á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar. Lokað var fyrir umferð á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig en nú hefur verið opnað aftur. 30.11.2025 15:58
Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. 30.11.2025 14:29