Snarpur skjálfti við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti mældist við Trölladyngju á Reykjanesskaga í dag. Skjálftinn var 3,3 að stærð og greindinst hann á mælum klukkan 13:45 í dag. Þá hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt honum. 18.1.2025 14:39
Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Tugir eru slasaðir og þar af minnst sautján alvarlega eftir að stólalyfta féll á skíðasvæði á Spáni. Í einhverjum tilfellum er fólk sagt hafa hrapað fimmtán metra til jarðar en engar fregnir hafa borist af dauðsföllum. 18.1.2025 13:29
Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Tveir Hæstaréttardómarar voru skotnir til bana og sá þriðji særður í banatilræði í eða við byggingu Hæstaréttar í Tehran í Íran í morgun. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir árásina. 18.1.2025 10:10
Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18.1.2025 08:26
Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt og var talsverður erill hjá lögregluþjónum. Einn ökumaður reyndi að stinga lögregluþjóna af í miðbænum og hófst eftirför. Þegar hann hafði verið króaður af reyndi ökumaðurinn að hlaupa undan lögregluþjónum en var stöðvaður. 18.1.2025 07:47
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17.1.2025 15:41
Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi Almannavarna vegna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Óvissustigi var lýst yfir á þriðjudaginn eftir töluverðar skjálftavirkni við Bárðarbungu degi áður en lítil virkni hefur greinst á svæðinu síðan þá. 17.1.2025 14:55
Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17.1.2025 14:02
Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hefur heitið umfangsmiklum aðgerðum á sínum fyrsta degi í embætti. Sjálfur sagðist hann hafa undirbúið um hundrað forsetatilskipanir sem hann mun geta skrifað undir þegar hann tekur embætti. 17.1.2025 13:19
Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17.1.2025 09:27