Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega eftir að þrír læknar sögðu upp vegna álags. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. 22.11.2025 14:38
Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Ráðamenn og embættismenn í Evrópu eru verulega ósáttir við ætlanir Bandaríkjamanna um að hagnast á frystum sjóðum Rússa í Evrópu og enduruppbyggingu í Úkraínu. Þær ætlanir eru sagðar geta komið niður á tilraunum Evrópumanna til að hjálpa Úkraínumönnum að komast gegnum stríðið við Rússland. 22.11.2025 11:23
Hættir á þingi vegna deilna við Trump Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. 22.11.2025 10:15
Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt. 22.11.2025 08:32
Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. 22.11.2025 07:29
„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. 21.11.2025 15:52
Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Lögregluþjónn í Akron í Ohio í Bandaríkjunum er til rannsóknar eftir að hafa skotið ölvaðan mann fimmtán sinnum. Það gerði hann innan við 25 sekúndum eftir að hafa mætt á vettvang í kjölfar aðvörunar um ölvaðan mann sem væri mögulega vopnaður. 21.11.2025 15:08
Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21.11.2025 13:30
Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Bandarískir erindrekar kynntu í gær 28 liða friðaráætlun fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Áætlunin þykir þegar umdeild og var henni í gær lýst sem „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. 21.11.2025 10:33