Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Erfitt að flytja tíma­bundið heim í tóm hús

Grindvíkingar, sem ætla að búa í bænum í sumar segja tilraunaverkefni um búsetu þar jákvætt. Mörgum gæti þó reynst erfitt að snúa aftur vegna töluverðar óvissu og kostnaðar, þar sem margir þyrftu þá að reka tvö heimili.

Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun

Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega.

GameTíví: Einhentir ræningjar í rugli

Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á hæfileika þeirra til að fremja glæpi í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn One-Armed Robber sem gengur, eins og nafnið gefur kannski til kynna, út á að spila sem einhentir ræningjar.

„Frá­bært“ sím­tal en án niður­stöðu

Bæði Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, segja rúmlega tveggja klukkustunda símtal þeirra hafa gengið vel. Trump, sem segir að tónn símtalsins og andi „frábær“ segir að Rússar og Úkraínumenn muni hefja viðræður um mögulegt vopnahlé og svo í kjölfarið frið. Mögulegt er að þær viðræður fari fram í Vatíkaninu.

Ung­frú Ís­land með flestar til­nefningar

Ungfrú Ísland fær flestar tilnefningar til Grímunnar, eða alls níu talsins, fyrir síðasta ár. Meðal annars er hún tilnefnd sem sýning ársins og leikrit ársins. Þar á eftir koma Sýslumaður dauðans og Hringir Orfeusar og annað slúður með sjö tilnefningar en bæði Köttur á heitu blikkþaki og Innkaupapokinn eru með fimm.

Í annar­legu á­standi með tvo hnífa

Lögregluþjónar tóku í dag tvo hnífa af manni í Reykjavík, sem mun hafa verið í annarlegu ástandi. Hald var lagt á hnífanna og manninn sleppt í kjölfarið, miðað við það sem fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki fylgir sögunni hvað maðurinn var að gera þegar afskipti voru höfð af honum.

Segist á­stæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir stórstjörnuna Taylor Swift ekki lengur vera „heita“. Forsetinn vakti athygli á þessu á samfélagsmiðli sínum í dag og spurði hvort einhver hefði tekið eftir því að það væri hans vegna sem þessi breyting hefði átt sér stað.

Gerðu um­fangs­miklar á­rásir á Jemen

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Húta í Jemen í dag. Miklar skemmdir hafi verið unndar á höfnum undir stjórn Húta og flugvellinum í Sanaa.

Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi

Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við.

Sjá meira