Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu

Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni.

Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa

Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á.

Stefna Jóni Þor­grími vegna Rauða heftarans

Bandaríska félagið NetApp Inc. hefur höfðað mál gegn Jóni Þorgrími Stefánssyni, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins á Íslandi. Hann er sakaður um að hafa stolið hugverki NetApp og notað það til að undirbúa rekstur í samkeppni við NetApp á meðan hann var enn í vinnu hjá fyrirtækinu.

Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rúss­lands

Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á þó nokkur skotmörk í Rússlandi, á sama tíma og Rússar létu sprengjum rigna yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Meðal annars var notast við nýja gerð Neptune-stýriflauga sem sagðar eru drífa allt að þúsund kílómetra.

Sau­tján ára og í leit að peningum fyrir spöngum

Sautján ára stúlka sem bjó að hluta til í skýli fyrir heimilislausa í Flórída og vann á McDonalds endaði á því að spila stóra rullu í falli fyrrverandi þingmannsins Matt Gaetz, sem Donald Trump, forseti, tilnefndi í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz var sakaður um að hafa haft mök við stúlkuna og var til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu.

Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner

Forsvarsmenn þriggja af stærstu skemmtanaafurðafyrirtækjum Bandaríkjanna eru sagðir undirbúa kauptilboð í Warner Bros. Discovery. Fresturinn til að leggja fram tilboð í félagið rennur út þann 20. nóvember en stjórn Warner lýsti því yfir að félagið væri til sölu í heild sinni en einnig væri unnið að því að skipta því upp í tvo hluta.

„Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“

Ráðamenn í Kína eru enn fjúkandi reiðir í garð Japana vegna ummæla nýs forsætisráðherra Japans um Taívan frá síðustu viku. Meðal annars hafa Kínverjar hótað því að „rústa“ Japan og krefjast þeir þess að Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, dragi ummæli sín um að Japanir myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í eyríkið, til baka.

Enginn á­kærður eftir um­deilt þrjú hundruð manna á­hlaup

Þungvopnaðir útsendarar Landamæragæslu Bandaríkjanna og Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) sigu úr herþyrlu á þak fjölbýlishúss í Chicago. Hús þetta átti að vera fullt af alræmdum glæpamönnum úr genginu Tren de Aragua frá Venesúela og voru íbúar dregnir út úr rúmum sínum, handjárnaðir og fluttir út á götu fyrir framan sjónvarpsfréttafólk sem hafði verið boðið að fylgjast með áhlaupinu.

Vilja ekki feita inn­flytj­endur

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað starfsmönnum sendiráða ríkisins að taka tillit til holdafars fólks sem sækir um vegabréfsáritun til að búa í Bandaríkjunum. Einnig á að taka tillit til þess hvort fólk sé með sykursýki eða aðra heilsukvilla og nota þá til að hafna umsóknum fólks.

Sjá meira