Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fella niður 64 milljarða sekt Trump

Dómarar í áfrýjunardómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum hafa fellt úr gildi fyrri úrskurð um að Donald Trump, forseti, skuldi ríkinu hálfan milljarð dala. Það hafði Trump verið dæmdur til að greiða vegna umfangsmikilla fjársvika sem hann var sakfelldur fyrir árið 2023.

Sam­þykktu ný hag­stæðari kjör­dæmi í Texas

Repúblikanar í Texas í Bandaríkjunum samþykktu í gær umdeildar breytingar á kjördæmum ríkisins. Það eru breytingar sem Donald Trump, forseti, hefur kallað eftir og er þeim ætlað að fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í ríkinu um fimm fyrir þingkosningarnar á næsta ári.

Vara við hörmungum verði gert á­hlaup á Gasaborg

Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls.

Stefna á fjölda­fram­leiðslu á eigin stýriflaugum

Úkraínumenn hafa aukið umfang árása sinna á olíuframleiðsluinnviði í Rússlandi og eru þar að auki að hefja framleiðslu á heimagerðum stýriflaugum. Þær á að nota samhliða sjálfsprengidrónum sem Úkraínumenn hafa verið að nota um nokkuð skeið.

Hand­tekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna

Lögregluþjónar á Ítalíu eru sagðir hafa handtekið úkraínskan mann sem grunaður er um að hafa komið að skemmdarverkinu á Nord Stream gasleiðslunum. Maðurinn, sem sagður er heita Serhij K., var handtekinn í gærkvöldi en hann er talinn hafa verið um borð í snekkjunni sem úkraínskir sérsveitarmenn eru taldir hafa notað til að koma sprengjum fyrir á gasleiðslunum.

Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu

Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna.

Engir her­menn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni.

Kalla tugi þúsunda til her­þjónustu

Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum.

„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst.

Nýtt flagg­skip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp

Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar.

Sjá meira