Málið sem Trump getur ekki losað sig við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn. 21.12.2025 20:02
Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sænskir löggæslumenn fóru í nótt um borð í rússneska skipið Adler. Það var gert í kjölfar þess að áhöfn skipsins varpaði ankerum undan ströndum Hauganes á Skáni í gær, vegna vélarbilunar. Rússar eru taldir nota skipið til flytja vopn, í trássi við refsiaðgerðir gegn ríkinu. 21.12.2025 13:58
Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Fórnarlömb kynferðisbrotamannsins Jeffreys Epstein hafa lýst yfir vonbrigðum með það hvernig forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa birt Epstein-skjölin svokölluðu. Mikill skortur sé á gagnsæi en upplýsingar hafa verið huldar á fjölmörgum skjölum. 21.12.2025 12:01
Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, er farinn í tímabundið fæðingarorlof. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leysa Eyjólf af á meðan. 21.12.2025 10:27
Níu skotnir til bana á krá Níu voru skotnir til bana og tíu særðir þegar hópur manna á tveimur bílum hóf skothríð á gesti krár í bæ nærri Johannesburg í Suður-Afríku í gærkvöldi. Mennirnir eru sagðir hafa skotið fjölda skota að gestum krárinnar og svo á fólk af handahófi þegar þeir keyrðu á brott. 21.12.2025 10:10
Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 21.12.2025 09:40
„En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að ekki sé hægt að neita því að skakkaföll hafi orðið á atvinnulífinu hér á landi að undanförnu. Borið hafi á úrtöluröddum sem nýti hvert tækifæri við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að skipta um stefnu og að þrýst hafi verið á stjórnarmeirihlutann til að falla frá erfiðum ákvörðunum. 21.12.2025 08:57
Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21.12.2025 08:09
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Árið 2025 virðist hafa farið hægt af stað, með tilliti til kvikmynda. Þó nokkrar kvikmyndir sem þykja hinar fínustu litu dagsins ljós á árinu en margar þeirra verða að teljast í smærri kantinum. Þegar kemur að tekjum í kvikmyndahúsum tróna barna- og framhaldsmyndir enn á toppnum. 21.12.2025 08:01
Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Lögmenn Luigis Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra, segja að krafa Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um dauðarefsingu sé ólögmæt. Hún hafi á árum áður starfað sem málafylgjumaður hjá fyrirtæki sem starfaði fyrir móðurfélag UnitedHealthcare. 20.12.2025 16:44