Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, var hæstánægður með stigið sem liðið sótti gegn Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Með stiginu er ljóst að Dýrlingarnir verða ekki lélegasta lið í sögu deildarinnar ásamt Derby County. 10.5.2025 23:30
Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans. 10.5.2025 22:30
Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Kristian Nökkvi Hlynsson átti sannkallaðan stórleik þegar Sparta Rotterdam vann 3-0 útisigur á Almere City í efstu deild hollenska fótboltans. 10.5.2025 21:24
Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Ítalíumeistara Juventus í lokaumferð deildarinnar. Sem besti markvörður deildarinnar var við hæfi að Cecilía Rán hélt marki sínu hreinu. 10.5.2025 20:42
Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild FC Kaupmannahöfn hefur tryggt sér sæti í næstefstu deild danska kvenna fótboltans á næsta ári. Það gerði liðið með 3-2 sigri á AaB. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir byrjaði leikinn fyrir FCK. 10.5.2025 20:01
Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar. 10.5.2025 19:27
Skjöldur á loft í Bæjaralandi Bayern München er Þýskalandsmeistari karla í knattspyrnu. Það var vitað fyrir leik dagsins en eftir 2-0 sigur Bæjara á Gladbach fór Þýskalandsskjöldurinn á loft. 10.5.2025 19:19
Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Aston Villa dreymir enn um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Bournemouth í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 10.5.2025 18:37
Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Andrea Jacobsen átti virkilega góðan leik fyrir Blomberg-Lippa þegar liðið mátti þola tap gegn Dortmund í fyrra undanúrslitaeinvígi liðanna í efstu deild þýska kvennahandboltans. Díana Dögg Magnúsdóttir var þá með 100 prósent skotnýtingu. 10.5.2025 18:17
Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. 10.5.2025 18:01
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent