María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins María Catharína Ólafsdóttir Gros skoraði eina mark Linköping í 1-0 sigri á Malmö í riðlakeppni sænsku bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þá skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir sárabótarmark í 2-1 tapi Vaxjö gegn Rosengård. 17.3.2025 20:04
Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Argentína mætir Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM karla í knattspyrnu síðar í mánuðinum. Argentínumenn þurfa að knýja fram sigur án fyrirliða síns Lionel Messi. 17.3.2025 19:15
Frá Króknum á Hlíðarenda Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð. 17.3.2025 18:16
Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Hinn þrítugi Simon Hjalmar Friedel Tibbling er við það að ganga í raðir Fram. Á hann að styrkja miðsvæði liðsins í Bestu deild karla í knattspyrnu. 17.3.2025 17:45
Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Darren Lewis, aðstoðarritstjóri Daily Mirror, ræddi málefni Jack Grealish og Marcus Rashford á Sky Sports nýverið. Hann segir að ef myndir hefðu náðst af Rashford við drykkju líkt og þær sem birtust af Grealish nýverið þá hefði Rashford verið gerður að engu. 10.3.2025 07:01
Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí Alls eru þrjár beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 10.3.2025 06:03
LeBron frá í vikur frekar en daga Eftir frábært gengi undanfarnar vikur var Los Angeles Lakers kippt niður á jörðina af erkifjendum sínum í Boston Celtics. Ekki nóg með það heldur meiddist hinn fertugi LeBron James í 4. leikhluta og virðist vera frá keppni næstu vikurnar. 9.3.2025 23:17
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9.3.2025 22:31
Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Juventus hafði unnið síðustu fimm leiki sína í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu, þegar Atalanta kom í heimsókn. Gestirnir virtust ekki vita af sigurgöngu heimaliðsins og unnu stórsigur, lokatölur 0-4. 9.3.2025 21:47
Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Shai Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig þegar Oklahoma City Thunder lagði Denver Nuggets 127-103 í uppgjöri toppliða Vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. 9.3.2025 21:01