„Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma. 22.3.2025 10:02
Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21.3.2025 07:00
Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég er nú svo hvatvís að ég veit varla í hvaða átt ég er að fara, hvað þá að ég viti hver þessi innri áttaviti er,“ segir Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Vesturports með meiru og hlær. 20.3.2025 07:01
„Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú. Nota það meira og meira eftir því sem ég verð eldri,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, ein fjölmargra kvenna sem næstkomandi laugardag mun ræða um innsæið á UAK ráðstefnunni 2025. 19.3.2025 07:00
Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Flest okkar höfum heyrt í Hermanni Guðmundssyni í fjölmiðlum. Til dæmis skrafhreifinn á Bylgjunni; ófeiminn við að segja hvað honum finnst um þjóðmálin eða fréttir. Enda fínn í útvarpi; á frægan bróður þar eins og hann segir sjálfur. 16.3.2025 08:00
Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin. 15.3.2025 10:04
Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. 13.3.2025 07:02
„Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ „Við heyrum af því að Íslandsstofa er kannski að leggja gríðarlega fjármuni í auglýsingaherferðir þar sem Ísland er auglýst sem þessi hreina og fallega náttúruperla sem Ísland er. Við gerum út á þennan hreinleika og erum stolt af þeirri ímynd sem Ísland hefur skapað sér,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Langbrók. 12.3.2025 07:00
Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Það eru nokkrar tegundir af fólki sem flestir hafa upplifað að kynnast á vinnustöðum sem einfaldlega geta dregið úr okkur allan mátt. Og verða að teljast vera frekar neikvæður félagsskapur, sem þó er oft erfitt að forðast því öll erum við jú að vinna á sama stað. 10.3.2025 07:01
„Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála. 9.3.2025 08:01