fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Há­mark tvær vikur í heilsutengd ára­móta­heit með eigin­konunni

Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna.

Skellir í vél á morgnana og nokkuð á­nægð með sjálfa sig í gjafavali

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél.

Al­geng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði

„Eiður Smári talaði nýlega í hlaðvarpinu Dr. Football um að hann væri verkjaður víða eftir ferilinn og gæti ekki hlaupið í dag. Þegar leikmaður sem hefur spilað á hæsta stigi segir þetta, þá sýnir það hversu miklar kröfur fótbolti gerir til líkamans,“ segir Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility og bætir við:

Sjá meira