Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Fulltrúi ríkisstjórnarinnar sat á dögunum fund með utanríkisráðherrum og öðrum fulltrúum fjórtán Evrópuríkja sem hafði það að marki að samhæfa aðgerðir gegn skuggaflota Rússa. Flotann nota Rússar til að komast undan þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. 20.6.2025 20:15
Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Leitinni að Sigríði Jóhannsdóttur, sem hefur verið saknað í viku, verður fram haldið um helgina. Leitarsvæðið hefur verið stækkað og leitarflokkar munu leggja áherslu á Elliðaárdal og austurhluta borgarinnar. 20.6.2025 18:00
Gengur hringinn til styrktar vannærðum börnum Einar Sindri Ásgeirsson er nýfluttur heim eftir margra ára dvöl í Hollandi og það fyrsta sem hann ætlar að gera er að ganga hringinn í kringum landið. Á meðan ferðinni stendur safnar hann pening fyrir vannærð börn í Afríku en hann leggur af stað í fyrramálið. Ferðalagið muni taka hann um sex vikur með hvíldardögum . 19.6.2025 22:13
Dæmdur fyrir líkamsárás á meðan hann er grunaður um morð Sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur Lúkasar Geirs Ingvarssonar fyrir að hafa höfuðkúpubrotið mann í Hafnarstræti var staðfestur af Landsrétti í dag. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. 19.6.2025 19:10
Ótrúlegar myndir af krefjandi lendingu án nefhjóls Jón Svavarsson, einnig þekktur sem Nonni ljósmyndari, var snar í snúningum þegar hann heyrði á útvarpsrás flugturnsins að nefhjólslaus flugvél væri að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Hann tók þessar myndir sem sýna stórvirkið sem flugmanninum tókst að vinna með því að lenda vélinni án tjón á vél eða fólki. 19.6.2025 17:56
Bréfið rímar ekki við fullyrðingar Kalla Snæ Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 19.6.2025 16:31
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19.6.2025 15:22
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Náttúruvársérfræðingur er að skoða málið en enn er verið að vinna úr gögnum. Hann var 3,4 að stærð. 18.6.2025 22:35
Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Bíllinn sem logaði við munna Norðfjarðargöngunum var hlaðinn þrjú þúsund lítrum af málningu og þrjú þúsund lítrum af olíu. Hann varð því alelda á mjög skömmum tíma en ökumaður komst út af sjálfsdáðum og slapp ómeiddur. 18.6.2025 21:48
Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bótakröfu manns sem var handtekinn undir áhrifum kókaíns. Hann vildi meina að orsök þess að kókaínið hefði komist inn í blóðrásina hans væri návígi við skólp, en maðurinn er pípari. 18.6.2025 20:53