Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. 30.6.2025 16:57
Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sögulegt skákmót fór fram í gær sunnudaginn 29. júní í Laugarvatnshellum. Mótið var framkvæmt í samstarfi milli Vignirvatnar.is, Laugarvatnshella og heilsulindarinnar Fontana. 48 keppendur mættu til leiks, skákmenn á efri árum sem eru kunnugir öllum hnútum í skákheiminum og ungir og efnilegir. 30.6.2025 16:31
Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins. 27.6.2025 17:03
Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni Eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut er enn óvirkt. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er erfitt að spá fyrir hvenær tækið verði tekið í gagnið á ný en það hefur verið óvirkt í tvær vikur í dag. 27.6.2025 16:57
Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Breskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar til fjörutíu ára að lágmarki fyrir að myrða ungan strák með samúræjasverði í apríl á síðasta ári. 27.6.2025 15:30
Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Tvær konur særðust í skotárás í Nuuk, höfuðborg Grænlands, í nótt. Lögregla hefur lítið tjáð sig um málið. 27.6.2025 14:19
Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum Forstjóri og fjármálastjóri dönsku málningarsamsteypunnar Flügger hafa verið ákærðir fyrir aðild að brotum á viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Gerð var húsleit á heimilum þeirra sem og á skrifstofum samsteypunnar. 27.6.2025 13:43
Litla kaffistofan skellir í lás Laugardaginn næsta, þann 28. júní, verður dyrum hinnar rómuðu Litlu kaffistofu sem hefur um áratugi þjónað vegbúum þjóðarinnar skellt í lás. Kaffihúsið hefur verið rekið nánast sleitulaust frá árinu 1960. 26.6.2025 16:26
Bryndís vill íslenska hermenn á blað Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið útbúi lista yfir íslenska ríkisborgara með reynslu og þekkingu á varnarmálum sem gætu meðal annars tekið þátt í vörnum kæmi til stríðsátaka. 26.6.2025 14:40
Pólitískt skemmdarverk unnið á höggmynd Skemmdarverk var unnið á listaverki Samstarfi, eða Partnership, sem stendur við Sæbraut skammt frá Höfða í Reykjavík. Skemmdarverkið lítur út fyrir að hafa verið pólitísks eðlis. 26.6.2025 13:24