Leiðtogi í hvítrússnesku andspyrnuhreyfingunni frjáls Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi og einn helsti andstæðingur einræðisstjórnar Alexanders Lúkasjenka hefur verið látinn laus eftir fimm ára fangelsisvist. Hann var í hópi fjórtán pólitískra fanga sem náðaðir voru af Lúkasjenka í dag. 21.6.2025 19:05
Fjörutíu grindhvalir fastir í Ólafsfirði Grindhvalavaða sem telur um fjörutíu hvali er föst í fjörunni við Ólafsfjarðarhöfn. Björgunarsveitarmenn hafa verið ræstir út til að reyna koma vöðunni aftur á haf út. 21.6.2025 17:52
Braust inn í íbúð í Laugardalnum og allir voru heima Lögregla fór á vettvang eftir að tilkynning barst um innbrot og þjófnað í hverfi 104 í Reykjavík. Íbúarnir voru heima en þjófurinn komst út með þýfið og lét sig hverfa þegar hann varð heimilismanna var. 21.6.2025 17:22
Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Utanríkisráðherra Ísraels segir að árásir Ísraelsmanna á kjarnorku- og hernaðarinnviði í Íran hafi tafið framleiðslu klerkastjórnarinnar í Íran á kjarnorkuvopnum í að minnsta kosti tvö ár. 20.6.2025 23:48
Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20.6.2025 22:02
Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Hópur kvenna og karla á vegum þjóðbúningafyrirtækisins Annríkis afhenti Vestur-Íslendingum nýjan þjóðbúning á fjallkonuna þeirra fyrir Íslendingadaginn sem haldinn er hátíðlegur í Gimli, höfuðborg Nýja-Íslands, í ágúst á ári hverju. Í ár eru 150 ár frá landnámi Íslendinga í Kanada. 20.6.2025 21:12
Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Maður fékk járnstöng í andlitið á vinnustað sínum í Laugardal í dag. Hann fékk skurð á ennið og var fluttur í sjúkrabíl á bráðamóttökuna. 20.6.2025 20:20
Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Fulltrúi ríkisstjórnarinnar sat á dögunum fund með utanríkisráðherrum og öðrum fulltrúum fjórtán Evrópuríkja sem hafði það að marki að samhæfa aðgerðir gegn skuggaflota Rússa. Flotann nota Rússar til að komast undan þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. 20.6.2025 20:15
Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Leitinni að Sigríði Jóhannsdóttur, sem hefur verið saknað í viku, verður fram haldið um helgina. Leitarsvæðið hefur verið stækkað og leitarflokkar munu leggja áherslu á Elliðaárdal og austurhluta borgarinnar. 20.6.2025 18:00
Gengur hringinn til styrktar vannærðum börnum Einar Sindri Ásgeirsson er nýfluttur heim eftir margra ára dvöl í Hollandi og það fyrsta sem hann ætlar að gera er að ganga hringinn í kringum landið. Á meðan ferðinni stendur safnar hann pening fyrir vannærð börn í Afríku en hann leggur af stað í fyrramálið. Ferðalagið muni taka hann um sex vikur með hvíldardögum . 19.6.2025 22:13