Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Félagarnir Steinar Björnsson og Einar B. Árnason eru staddir þessa stundina úti í Flórída til að styðja sinn mann til sigurs í yfirstandandi kosningum þarutan. Þeir telja fámennan en að þeirra sögn dyggan hóp íslenskra stuðningsmanna Donalds Trumps. 5.11.2024 22:14
Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur verið gert að víkja úr starfi af Benjamín Netanjahú forsætisráðherra. 5.11.2024 18:34
Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Í gær uppgötvaðist að hundar hafi gengið lausir í Borgarfirði og drepið kindur eða flæmt þær úti í skurði. Á bænum Höll í Þverárhlíð fann Grétar Þór Reynisson bóndi níu dauðar kindur í gær og eina helsærða. 5.11.2024 18:03
Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins leggur til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð. 5.11.2024 17:43
„Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Fjöldi vara sem merktar eru lágvöruverði í Kjörbúðinni eru í raun þriðjungi til helmingi dýrari en í Bónus eða Prís samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. 5.11.2024 17:12
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5.11.2024 09:52
Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu. 1.11.2024 00:05
Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn hafa verið sendir til landamæra Rússlands og Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna varar við því að yfirvöld í Moskvu stefni að því að koma þeim á víglínuna á næstu dögum. 31.10.2024 22:56
Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Þrír voru fluttir á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir árekstur þriggja bíla við Húnaver. Útkallið barst laust eftir klukkan fimm síðdegis og kom þyrlan á vettvang um hálfsjö. 31.10.2024 21:02
Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni. 31.10.2024 20:11