Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út um miðjan dag í dag ásamt fleirum vegna göngumanns sem hafði hrasað og slasað sig illa á hné sunnan við Kistufell, skammt frá Litla-Hrút. 9.11.2025 23:19
Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtæknu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu. 9.11.2025 22:53
„Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Landsmenn hafa víðast hvar notið hlýinda í veðri undanfarna daga; reyndar svo mjög að mörgum þykir það óvenjulegt í nóvembermánuði. Veðurfræðingur segir vetrarkulda á næsta leiti en að þó sé útlit fyrir fallegt hæglætisveður næstu vikurnar. 9.11.2025 20:25
Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða. 9.11.2025 20:06
Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Steypuvinnu við nýja Breiðholtsbraut er lokið og gekk vel að sögn Vegagerðarinnar. Opnað verður fyrir umferð í fyrramálið. Alls fóru 1650 rúmmetrar af steypu í brúna sem nemur 205 steypubílum. 9.11.2025 18:44
Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. 9.11.2025 18:31
„Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann eftir að henni hafði borist tilkynning um mann „að gramsa í munum“ fyrir utan ótilgreinda stofnun í Reykjavík. Maðurinn ók á brott á bíl sem reyndist svo stolinn. Ekki nóg með það heldur hafði hann líka ekið stolna bílnum undir áhrifum. 9.11.2025 17:43
Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar gerði bankinn tímabundið hlé á veitingum slíkra lána. 9.11.2025 17:25
Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar. 8.11.2025 16:50
Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Shabana Mahmood innanríkisráðherra Bretlands vill fara dönsku leiðina í innflytjendamálum. Fulltrúar ráðuneytisins voru sendir til Danmerkur til að kynna sér kerfið þar. Danir eru með einhverja ströngustu innflytjendalöggjöf í Evrópu. 8.11.2025 14:53