„Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. 4.1.2026 23:25
„Ég neyðist til að segja það hreint út“ „Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld. 4.1.2026 21:16
Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 4.1.2026 20:39
Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Tveir ökumenn sem stöðvaðir voru við umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu í dag eru grunaður um að dvelja ólöglega á landinu. 4.1.2026 19:30
Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. 4.1.2026 19:15
„En við þurfum samt Grænland“ Donald Trump Bandaríkjaforseti var myrkur í máli þegar blaðamaður innti hann eftir því hvaða þýðingu nýafstaðin árás á Venesúela og handtaka á forseta landsins hefði fyrir Grænlendinga. Hann ítrekaði samt mikilvægi þess að Bandaríkin innlimi Grænland. 4.1.2026 18:30
Borgarstjórinn segist heita Heiða Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, virðist ekki hafa tekið það stólpagrín sem gert var að henni í áramótaskaupinu inn á sig en hún svaraði því í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. 4.1.2026 18:02
Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Nicolás Maduro forseti Venesúela og Cilia Maduro eiginkona hans eru komin til New York-borgar. Bandarísk herþota með forsetahjónin hlekkjuð um borð er lent á Stewart-flugherstöðinni. 3.1.2026 22:41
„Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. 3.1.2026 21:55
Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Í dag leið framboðsfrestur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þannig er orðið ljóst að einhverjir eftirfarandi einstaklinga verða á listum Samfylkingarinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. 3.1.2026 21:35