Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tegundin sé lík­lega komin til að vera

Moskítóflugan sem fannst í Kjós um helgina er af tegund sem er algeng og útbreidd um alla Evrópu og þrífst vel í köldu loftslagi. Líklegt er að tegundin sé komin til að vera en Náttúrufræðistofnun fylgist með. 

Skilji á­hyggjurnar

Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra.

Fram­tíð PCC á Bakka ekki út­séð

Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu.

„Ekki á réttri leið“ sam­þykki sam­fé­lagið fá­tækt

Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt.

Skoða hvort þurfi að til­kynna samningana til ESA

Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ýmsum spurningum enn ósvarað um samninga borgarinnar við olíufélög um fækkun bensínstöðva. Skoða þurfi hvort tilkynna þurfi samningana til eftirlitsstofnunar EFTA. Í dag var birt skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um samningana og vill oddvitinn bíða með frekari uppbyggingu á lóðunum.

Þing­menn mis­vel klæddir þegar þeir voru reknir út

Þingmönnum var gert að yfirgefa Alþingishúsið í skyndi, þegar brunabjalla fór af stað. Allt var þetta þó hluti af brunaæfingu- þeirri fyrstu sem ráðist er í á Alþingi. Fréttastofa tók út viðbragðstíma þingmanna í kvöldfréttum Sýnar. 

Ekki láglaunakvenna að axla á­byrgð á inn­leiðingu kynjajafnréttis

Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins.

Í­búar í Laugar­dal uggandi: Vega­gerðin hafi hlaupið á sig vegna Sunda­brautar

Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúasamtaka segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna.

Sjá rukkun og „sirka til­boð“ gjör­ó­líku ljósi

Bílaeigandi sem lét skipta um rúðu í bíl sínum segir verkstæðið hafa okrað á sér og hækkað verð að tilefnislausu. Framkvæmdastjóri segir það af og frá, farið sé eftir föstum verðlista sem ákveðinn sé í samráði við tryggingafyrirtæki. Formaður Neytendasamtakanna segir um skrítnar eftiráskýringar að ræða, fyrirtækið eigi að bera hallann af því ef um mistök sé að ræða.

Sjá meira