„Megum alls ekki leyfa þessari vitleysu að dreifast til Íslands“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist þakklát flokkum í borgarstjórn fyrir að sameinast gegn bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks sem hún segir hafa sprungið fram með offorsi hérlendis síðustu daga með hætti sem hún hafi ekki átt von á. 19.9.2023 14:04
Segir flökkusögu um sig sýna hvert umræðan sé komin Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árásir gegn meðlimum hinsegin samfélagsins sem borið hefur á í umræðunni undanfarna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið viðfangsefni falskra flökkusagna um kynferðislega misnotkun barna og segir Íslendinga þurfa að ákveða hvernig samfélag sitt eigi að vera. 17.9.2023 16:33
Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17.9.2023 14:16
Hafnaði á staur í Breiðholti Fólksbíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breiðholtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi. 17.9.2023 11:34
Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. 17.9.2023 11:10
Hrifsaði með sér hús hjónanna sem létust í brúðkaupsferðinni Austurrísk hjón í brúðkaupsferð í Grikklandi létust eftir að flóðbylgja hrifsaði hús þeirra með sér eftir óveður sem kennt var við Daníel og reið yfir landið miðvikudaginn 6. september í síðustu viku. 17.9.2023 10:30
Fjórar konur saka Russell Brand um kynferðisofbeldi Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Umfjöllun um meint brot leikarans birtist í dag en leikarinn brást við á Instagram í gær. 16.9.2023 15:40
Tveir slasaðir eftir mótorhjólaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit. 16.9.2023 15:00
Myrti hvítvoðung sinn Kona á þrítugsaldri verður sótt til saka fyrir að hafa myrt nýfætt barn sitt stuttu eftir að hafa fætt það í gærmorgun í bænum Næstved á Sjálandi í Danmörku. 16.9.2023 13:54
Ók á 217 kílómetra hraða og á von á ákæru Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni í nótt sem reyndist aka á 217 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 16.9.2023 11:56
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent