Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni

Fjölskylduvæn hæð á besta stað í Reykjavík á Sogavegi er komin á sölu. Um er að ræða 178,5 fermetra íbúð með bílskúr sem hefur verið endurnýjuð á undanförnum árum.

Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“

Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum.

Snýst ekki bara um að vera með flottan rass

Að vera með flottan rass snýst ekki bara um útlit. Sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu hvetur fólk til þess að virkja rassvöðvana. Vanvirkir rassvöðvar hafi víðtæk áhrif á stoðkerfið, hreyfigetu og andlega heilsu.

„Ég borða allt nema lík og líkams­vessa“

„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“

Hringur á fingur og pabbi hefur trölla­trú

Bandaríska ofurparið Tom Holland og Zendaya eru trúlofuð. Þau kynntust við tökur á Spider-Man: Homecoming árið 2017 og keyptu sér svo hús saman í London árið 2022. Það sem meira er er að pabbi Tom Holland hefur tröllatrú á parinu og segir þau munu verða saman til eilífðarnóns.

Ferða­laginu með hugvíkkandi efnin lauk á upp­hafs­stað

Ólafur Stefánsson handboltagoðsögn segir ferðalag sitt í vinnu með hugvíkkandi efni hafa endað á sama stað og hann byrjaði á. Samt sé allt orðið öðruvísi. Ólafur ræðir ferðalag sitt í podcasti Sölva Tryggvasonar og segist hafa farið í allar gildrurnar og lært mikið. Á endanum snúist þetta allt um að verða betri manneskja. Hann unir sér nú vel í mastersnámi í sálfræði í Þýskalandi.

Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum

Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín.

Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt

Jovana Pavlovic mannfræðingur hefur sagt skilið við samfélagsmiðla fyrir fullt og allt. Hún segir miðlana hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hennar og að þeir hafi verið farnir að hafa einum of mótandi áhrif á samskipti hennar við aðra. Hún segist finna fyrir miklum fráhvarfseinkennum.

Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn David Muir ákvað að festa þvottaklemmu á sig til þess að líta betur út í slökkviliðsbúning þar sem hann var staddur við gróðurelda í Los Angeles í beinni útsendingu. Athæfið hefur vakið mikla athygli og sjónvarpsmaðurinn verið harðlega gagnrýndur vegna þessa.

Ó­væntur glaðningur í veggjunum

Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki.

Sjá meira