Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Ferðaþjónustuaðili segir aðstæður á gossvæðinu á Reykjanesi vera með besta móti, svo minni á fyrsta eldgosið við Fagradalsfjall frá árinu 2021. Auðvelt sé að fara með ferðamenn að gosinu en bílastæði séu sneisafull og líklegt að bregðast þurfi við. 21.7.2025 12:00
Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Eigandi gistihúss segir nýjustu lokanir í bænum þar sem gestum var meinaður aðgangur í tvo sólarhringa eftir eldgos hafa verið dropinn sem fyllti mælinn. 18.7.2025 22:32
Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki hafa látið undan þrýstingi þegar hún ákvað að opna Grindavík almenningi á ný heldur hafi ákvörðunin alfarið byggt á áhættumati af svæðinu. 18.7.2025 13:39
Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Íbúar í Árskógum í Breiðholti festa ekki svefn vegna áhyggja af framkvæmdum á nýjum skjólvegg og göngustíg beint fyrir framan hús þeirra. Hús í sömu götu hefur verið í fréttum vegna græna gímaldsins svokallaða. 16.7.2025 20:06
„Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Ungir fangar er líklegasti hópurinn til að beita fangaverði ofbeldi og erfiðast er að ná til þeirra. Teymisstjóri segir um indæla menn að ræða sem fái þrátt fyrir það stórfurðulegar og ofbeldisfullar hugmyndir. 14.7.2025 06:39
„Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hitinn á landinu næstu daga gæti náð hvorki meira né minna en 28 stigum og segir veðurfræðingur það raunhæfan möguleika að hitamet falli á morgun. 13.7.2025 20:39
Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali. 13.7.2025 15:06
Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Bæta þarf skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum í ljósi aukins ofbeldis fanga gegn þeim. Þetta segir fangelsismálastjóri sem segir aðstöðu á Litla-Hrauni helst gera fangavörðum erfitt fyrir að bregðast við ofbeldi fanga. 13.7.2025 12:20
Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Forsætisráðherra segist gáttaður á framferði minnihlutans. Hún hafi vitað af beitingu umdeilds ákvæðis fyrir fram. 13.7.2025 12:02
Ofbeldi í garð fangavarða eykst Fangaverðir á Íslandi verða sífellt fyrir meira ofbeldi í starfi. Fimm urðu að leita á slysadeild eftir hópárás í liðinni viku þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Talsmaður fangavarða segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í slíkum árásum. 12.7.2025 21:54