Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ís­lensku krydd­píurnar en hver er hvað?

Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn.

Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans

Það var gríðarleg stemning á Listasafni Íslands síðastliðinn föstudag þar sem gestir flykktust að til að taka þátt í Safnanótt. Safnahús Listasafns Íslands voru full út úr dyrum fram eftir kvöldi enda nóg um að vera.

Lofar áður ó­séðu sjónar­spili en ekki kántrí ælu

Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið.

Frið­rik Ómar og Hera skilja ekkert í úr­slitunum

Birgitta Ólafsdóttir, betur þekkt sem Birgó, segir að skilaboðunum hafi rignt yfir hana í kjölfar þess að hún komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðinn laugardag. Fjölmargir lýsa yfir furðu vegna málsins, meðal annars Friðrik Ómar og Hera Björk.

The Smashing Pumpkins til Ís­lands

Bandaríska hljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skiptið. Sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst. 

Stjörnulífið: Fá­klædd í rauðri við­vörun

Listir og menning lífguðu upp á skammdegið yfir liðna helgi með vetrarhátíð og tilheyrandi fjöri. Stjörnur landsins nutu sín í botn hvort sem það var á djamminu, á fjarlægum slóðum eða í kósí þegar veðurviðvaranir, stormur og eldingar tóku yfir. 

Fólkið bak við vin­sælustu hlaðvörp landsins

Hlaðvörp hafa undanfarin misseri komið eins og stormsveipur inn í íslenska dægurmenningu og þjóðmálaumræðu. Hvort sem þau eru um stjórnmál, fótbolta, glæpi eða lífsstíl þá virðist eftirspurnin endalaus og framboðið sömuleiðis. Sumir myndu segja að þetta sé í raun og veru blogg ársins 2025.

Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell

Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell.

Kú­rekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu

Eitt sögufrægasta þorrablót landsins, sjálft Kommablótið á Neskaupsstað var haldið síðastliðinn laugardag í 59. skiptið. Venju samkvæmt var skemmtanametið slegið og í þetta skiptið var þemað í anda villta vestursins.

Sjá meira