Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hyggst ráðast í útttekt á notkun hljóðdempandi efna í lofti hér á landi í kjölfar stórbrunans í Sviss þar sem fjörutíu létu lífið eftir að kviknaði í lofti á skemmtistað. Slökkviliðsstjóri hvetur landsmenn til að huga að því hverskonar hljóðdempun sé keypt. 9.1.2026 21:02
Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn á heimili í Hafnarfirði og brjóta þar gegn tíu ára dreng. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar á Sýn klukkan hálf sjö. 9.1.2026 18:02
Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Árleg þrettándagleði fer fram í Vestmannaeyjum með tilheyrandi hátíðarhöldum um helgina og er forseti Íslands í opinberri heimsókn í Eyjum á sama tíma. Einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar segir ekkert henni líkt á landinu öllu. 9.1.2026 12:06
Þessi sóttu um hjá Höllu Alls sóttu 103 um starf sérfræðings hjá embætti forseta Íslands og 52 umsækjendur sóttu um starf fjármála- og rekstrarstjóra embættisins. Meðal umsækjenda um stöðu sérfræðings er Jón Karl Helgason prófessor í bókmenntafræði sem starfað hefur hjá forsetanum sem sérfræðingur síðan í september. 8.1.2026 15:01
Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Hollywood leikkonan Ashley Tisdale segist hafa tekið þátt í mömmuhópi þar sem stemningin var eitruð og hún gjarnan útilokuð. Í hópnum er meðal annars kollegi hennar og fyrrum barnastjarnan Hillary Duff en eiginmaður hennar segir Tisdale bæði sjálfhverfa og taktlausa. 8.1.2026 13:48
Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Ungt barn á Landspítalanum greindist með mislinga en barnið kom heim erlendis frá síðastliðinn mánudag. Barnið var á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins daginn eftir og verður haft samband við alla sem hugsanlega voru útsettir fyrir smiti á spítalanum. 8.1.2026 13:20
Ekki komið til héraðssaksóknara Mál franskrar konu sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í miðborg Reykjavíkur í júní á síðasta ári er ekki enn komið á borð héraðssaksóknara. 8.1.2026 12:50
Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sex voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Garðahraunsvegar og Álftanesvegar í Garðabæ rétt eftir klukkan fjögur síðdegis í gær. Um töluverðan árekstur var að ræða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 8.1.2026 10:47
Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Heilsuhúsinu í Kringlunni verður lokað þann 1. febrúar næstkomandi. Það er í eigu Lyfju en framkvæmdastjóri segir ástæðuna fyrir lokuninni vera erfið rekstrarskilyrði. Vörumerkið muni lifa áfram á netinu, vörur seldar á samnefndri vefsíðu Heilsuhússins og þær jafnframt áfram seldar í apótekum Lyfju. 8.1.2026 10:18
„Málið er að ástandið fer versnandi“ Formaður félags leigubílstjóra segir að staðan á leigubílamarkaði fari versnandi. Hann segir engan vita hve margir leigubílar séu í raun og veru í akstri og segir ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum leigubílstjóra á meðan frumvarp um stöðvaskyldu sitji í nefnd. Leigubílstjórar sæti miklum atvinnumissi í núverandi efnahagsástandi. 8.1.2026 06:41