Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. 17.11.2025 15:13
Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka. 17.11.2025 13:34
Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Fjölskyldufaðir segir það svíða að berjast í bökkum við að borga niður húsnæðislán á sama tíma og bankarnir græði á tá og fingri á vaxtakostnaði. Hann segist einskis óska nema fyrirsjáanleika, hann hafi tekið skynsamlegar ákvarðanir sem dugi samt ekki til. 17.11.2025 11:02
Mark Rutte heimsækir Ísland Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur í heimsókn til Íslands þann 27. nóvember næstkomandi. Um er að ræða vinnuheimsókn og er þetta hans fyrsta heimsókn til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra síðan hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024. 17.11.2025 09:14
Skortir lækna í Breiðholti Heimilislækna skortir á Heilsugæslustöðinni í Efra-Breiðholti. Yfirmaður hjá heilsugæslunni segir íbúa ekki þurfa að örvænta vegna málsins, þjónusta við íbúa verði tryggð. Málið sé hinsvegar lýsandi fyrir stöðuna á landsvísu, hún hvetur lækna til að sækja um. 14.11.2025 08:45
Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Starfsmaður leikskólans Múlaborgar sem sætir ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í tveimur aðskildum tilvikum játar sök að hluta. 13.11.2025 14:54
Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Samþykkt hefur verið að Grjótagata í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavíkur verði einstefnugata. Íbúar hafa upplifað umferðaröngþveiti vegna vöruafhendingar á morgnana og líka hraðan næturakstur að næturlagi og sendu umhverfis- og skipulagssviði undirskriftalista vegna málsins síðastliðið sumar. 13.11.2025 10:35
Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Frakkar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því að mannskæðar hryðjuverkaárásir voru framdar í París. Minningarathafnir verða haldnar víða um landið en 130 manns létu lífið í árásum vígamanna hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við Íslamska ríkið þann 13. nóvember árið 2015. 13.11.2025 09:59
Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13.11.2025 09:16
Íbúar kvarta undan myrkri Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað sáran yfir miklu myrkri í hverfinu og ljósastaurum sem slökkt er á í nokkrum götum eða gefa af sér daufa birtu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur yfir LED-væðing ljósastaura, tafir á henni útskýri myrkrið og eru íbúar hvattir til að senda borginni ábendingar. 12.11.2025 16:13