Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Kúabóndi sem sestur er í helgan stein kveðst sár og svekktur að horfa upp á Landsvirkjun selja alla hjörðina hans eftir að hann seldi henni land sitt undir virkjun. Eftir 46 ára búskap stefnir í að bú hans að Akbraut í Holtum í Rangárþingi ytra verði að eyðibýli. Landsvirkjun segir að farið hafi verið af stað í góðri trú en komið hafi í ljós að rekstur búsins stæði ekki undir sér. 22.11.2025 07:00
Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Uppbygging fjörutíu íbúða í raðhúsum við Suðurhóla í Breiðholti var samþykkt á fundi borgarráðs í gær en í dag er þar að finna grasblett sem nýttur hefur verið sem boltavöllur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lögðu fram sérbókanir um málið, fögnuðu uppbyggingu en lýstu yfir áhyggjum af þéttleika byggðarinnar og skorti á bílastæðum. 21.11.2025 15:26
Vara við netsvikum í nafni Skattsins Lögreglan á höfuðbogarsvæðinu varar við svokölluðum vefveiðum í nafni Skattsins. Embættinu hafa borist tilkynningar vegna málsins, að því er fram kemur í tilkynningu. 21.11.2025 14:17
Fordæmalaus skortur á skötu Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn. 21.11.2025 13:44
Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ýmsa hafa komið að máli við sig og hvatt hana til þess að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún segist þakklát fyrir traustið og hvatninguna, enn sé langt í flokksþing og of snemmt að segja til um formannsframboð. 21.11.2025 11:35
„Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku. 21.11.2025 10:49
Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri. 21.11.2025 06:47
Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst. 20.11.2025 16:38
Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú. 20.11.2025 10:26
Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Forsvarsmenn Arion banka hafa hækkað árgjöld á kreditkort sín í fyrsta sinn í sjö ár, frá árinu 2018. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar. Hlutfallsleg hækkun á notkun aukakorta eru mestar og nema að jafnaði um fjörutíu prósentum. 19.11.2025 15:08