

Klippari
Máni Snær Þorláksson
Nýjustu greinar eftir höfund

„Næst á svið er Mammaðín!“
Tvíeykið Mammaðín, sem samanstendur af fyrrum óvinkonunum Elínu Hall og Kötlu Njálsdóttur, gaf í gær út sitt fyrsta lag, Frekjukast. Flugbeitt kaldhæðni og pönk í poppuðum búningi er þeirra tilraun til að vera mótspyrna við hættulegri þróun í heiminum.

Hvernig skal takast á við slæma veðrið
Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu.

Fyrsta lagið sem Nýdönsk gefur út í þrjú ár
Hljómsveitin Nýdönsk sendir frá sér nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Fullkomið farartæki en von er á nýrri hljómplötu frá sveitinni á næstu mánuðum.

Hræddur um líf eiginkonu sinnar
Harrý Bretaprins vill ekki fara með Meghan Markle aftur til Bretlands. Hann segist vera raunverulega hræddur um líf hennar.

Stikla fyrir nýja íslenska grínþætti: „Þetta er ógeðslega fyndið“
Ný og spennandi grínþáttasería er væntanleg á Stöð 2 á næstunni. Þættirnir fjalla um vini sem ákveða að kaupa subbulegan bar sem er við það að fara á hausinn.

„Smávægileg martröð“ að vinna fyrir Olsen systurnar
Fyrrverandi starfsmaður Olsen tvíburasystranna lýsir því að vinna með þeim sem „smávægilegri martröð.“ Ástæðan sé sú að þær tali ákaflega lágt á fundum, svo lágt að það gekk yfirleitt betur að fylgjast með handahreyfingum þeirra.

Græðgi meðleikonu hafi skemmt endurkomuna
Bandaríska leikkonan Mindy Cohn segir að endurkoma grínþáttana Facts of Life hafi verið í pípunum. Þau plön hafi hins vegar fokið út um gluggann vegna græðgi einnar leikkonu í hópnum.

„Þetta var augljóslega slys“
Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða.

Fagna afmæli prinsins með nýrri ljósmynd
Georg prins, elsti sonur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar prinsessu, fagnar í dag ellefu ára afmæli sínu. Þau birtu nýja mynd af afmælisbarninu á samfélagsmiðlum sínum í tilefni þess.

Eyddi tíu milljónum í tískuvörur fyrir kærustuna
Kaupæði virðist hafa gripið Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, í Mílanó á Ítalíu á dögunum. Kelce er sagður hafa eytt á 75 þúsund dollara, um tíu milljónir í íslenskum krónum, í alls konar tískuvörur fyrir kærustuna sína, tónlistarkonuna Taylor Swift.