Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ytri Rangá hefur gefið 4 þúsund laxa í sumar

Lax númer fjögur þúsund veiddist í gær í Ytri Rangá þegar Gestur Antonsson veiðimaður frá Ólafsfirði landaði fallega nýgenginni 60 cm hrygnu á Stallsmýrarfljóti um miðjan dag. Þar veiddust samtals 53 laxar í gær, vel dreift um alla á en veiði í ánni hefur verið mjög góð í sumar.

Verður Þórs­mörk þjóð­garður?

Starfshópur vinnur nú að því að kann fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Hlutverk hópsins er að meta kosti og galla þess að gera svæðið að þjóðgarði með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag.

Lífræni dagurinn er í dag

Lífræni dagurinn er haldinn í dag en þá gefst áhugasömum kostur á að kynna sér allt um lífræna ræktun á nokkrum stöðum á landinu. Eins og staðan er í dag er aðeins eitt prósent af vörum lífrænar á Íslandi, en stefnt er á að sú tala verði komin upp í tíu prósent árið 2040.

Hefur verið með kindur í Reykja­vík í 67 ár

Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun.

Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins opnuð á Sel­fossi

Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins hefur verið opnuð á Selfossi en þar geta tuttugu og sex bílar af öllum stærðum og gerðum hlaðið í einu allan sólarhringinn. Það er hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar, sem á heiðurinn af hleðslustöðinni með samstarfsaðilum sínum.

Engin væll í sunn­lenskum sauðfjárbændum

Fjallkóngur Tungnamanna segir að lömbin hafa sjaldan eða aldrei komið eins falleg af afrétti eins og í ár. Réttað var í Tungnaréttum í gær þar sem fjögur þúsund fjár komu til réttanna og mörg hundruð manns mætt til að taka þátt í réttarstörfum.

For­varnir í 20 ár fyrir unga öku­menn í Reykja­nes­bæ

Það gekk mikið á hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbær þegar þeir fengu að verða vitni að sviðsettu bílslysi. Einn lést í slysinu og nokkrir slösuðust. Um var að ræða forvarnardag, sem var nú haldin í tuttugasta sinn í skólanum.

Sjá meira