Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suður­landi

„Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter.

Fulllestað og veikt flutnings­kerfi raf­orku

Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti.

„Burtu með for­dóma“ tón­leikar á Sel­fossi 1. maí

Það stendur mikið til á verkalýðsdaginn á Selfossi á morgun, fyrsta maí en þar munu um 230 hljóðfæraleikarar og söngvarar stíga á svið í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem yfirskrift tónleikanna er; „Burtu með fordóma“.

Höllu dreymir um að fá gróður­hús á Bessa­staði

Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld.

Bullandi hagnaður hjá Sveitar­fé­laginu Ölfusi

Sveitarfélagið Ölfus skilaði um einum og hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári af rekstri samkvæmt nýju ársreikningi, sem hefur nú verið birtur. Þá fjölgar íbúum sveitarfélagsins mjög ört enda eru eru 230 íbúðir í byggingu núna í Þorlákshöfn.

„Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sól­heimum um helgina

Síðustu sýningar á verðlaunaleiksýningunni „Fúsi, aldur og fyrri störf“ verða á Sólheimum í Grímsnesi um helgina en sýningin fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, meðal annars sem sýning ársins.

Sjá meira