Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Folaldasýningar eru alltaf vinsælar í sveitum landsins á þessum árstíma en ein slík var haldin undir Eyjajföllum nýlega þar sem dómarar mátu folöldin og gáfu þeim einkunn. Hestamenn eru sammála um að það sjáist oft strax á folöldunum hvort þau verði efnileg í framtíðinni eða ekki 9.11.2024 20:05
Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Um eitt þúsund og fimm hundruð manns sækja símenntun hjá Fræðsluneti Suðurlands á hverju ári en helmingur af þátttakendum eru erlendir íbúar búsettir á Suðurlandi. Fræðslunetið, sem fagnar nú tuttugu og fimm ára afmæli er með um sextíu kennara á sínum snærum. 9.11.2024 14:04
Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Íbúum Fjallabyggðar fjölgar og fjölgar enda mikil uppbygging í sveitarfélaginu því víða er verið að byggja og atvinnuástand er með allra besta móti. Ef eitthvað er, þá vantar fólk í hin ýmsu störf og nóg af húsnæði er fyrir alla. 3.11.2024 20:06
Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Ein glæsilegasta og hæsta vatnsrennibraut landsins verður í sundlauginni í Þorlákshöfn en Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur braut fyrir 150 milljónir króna, sem verða settar saman í eina. Stigahúsið upp í brautina verður tólf metra hátt. 3.11.2024 16:04
Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Brauðtertur með skinkusalati, mútur og brjálaðir verkfræðingar voru meðal annars til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar, sem fór fram á Selfossi. 2.11.2024 20:06
Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu Það stendur mikið til í félagsheimilinu Aratungu í Bláskógabyggð á morgun sunnudag þegar fjölmenningarhátíð uppsveita Árnessýslu verður haldin. Þar munu fulltrúar sautján þjóðlanda, sem búa á svæðinu kynna menningu síns lands og bjóða upp á matarsmakk. 2.11.2024 14:04
Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. 1.11.2024 19:44
Miðbær með skautasvelli byggður í Þorlákshöfn Stórhuga framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Þorlákshöfn fyrir nokkra milljarða króna en þar á að fara að byggja miðbæ í einkaframkvæmd. Skautasvell verður hluti af nýja miðbænum. 20.10.2024 14:03
Flautað á dúfurnar á Eyrarbakka og þær koma heim Dúfur og aftur dúfur er það sem lífið snýst meira og minna um hjá íbúa á Eyrarbakka, sem eyðir ófáum stundum á hverjum degi við að sinna fuglunum sínum enda unnið til óteljandi verðlauna með dúfurnar sínar. Dómaraflauta kemur við sögu í dúfnaræktuninni. 19.10.2024 21:04
Slátur og stuð í félagsheimilinu á Blönduósi Það stendur mikið til á Blönduósi á morgun sunnudag því þá ætla íbúar staðarins og í sveitunum þar í kring að koma saman í félagsheimilinu og taka slátur. Búist er við góðri mætingu þar sem allir hjálpast að og njóta samverunnar í leiðinni. 19.10.2024 14:06