„Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Í dag leggja þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fara þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. 8.7.2025 07:03
Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. 7.7.2025 15:37
Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Rétt rúmt ár er nú þar til almyrkvi frá sólu mun sjást á íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Almyrkvinn verður 12. ágúst og hafa nú verið birt kort af Íslandi sem sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi og hvar gott verður að vera til að sjá hann. Kortin eru gerð af Sævari Helga Bragasyni og Andreas Dill. 7.7.2025 11:27
Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. 7.7.2025 08:59
Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri. 4.7.2025 15:39
„Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. 4.7.2025 13:01
Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist í Bárðarbungu í hádeginu, klukkan 12:42. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að skjálftar af svipaðri stærð séu nokkuð algengir á svæðinu. 4.7.2025 12:59
Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Tugir eru slasaðir í kjölfar þess að sprenging varð á bensínstöð í Róm í morgun. Slökkviliðs- og lögreglumenn eru meðal slasaðra. Sprengingin átti sér stað í suðausturhluta borgarinnar samkvæmt ítölskum miðlum. Sprengingin varð rétt eftir klukkan átta í morgun að staðartíma. 4.7.2025 08:41
Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Dóróthea Gunnarsdóttir, eigandi Álnavörubúðarinnar, segir afar sorglegt að mögulega þurfi hún að loka versluninni eftir 38 ára sögu hennar. Sjálf keypti hún reksturinn 2007 og hefur rekið verslunina síðan. Eigandi húsnæðis verslunarinnar, Kjörís, sagði upp leigusamningi við hana í vikunni. 3.7.2025 23:32
Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. 3.7.2025 23:03