Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hátæknimyndavélar á nýjum slökkviliðsbílum

Fjórir nýir slökkviliðsbílar munu á næstunni aka um götur borgarinnar. Þeir eru fyrstu nýju bílarnir sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær í sextán ár en þeir elstu eru yfir þrjátíu ára gamlir.

Löng bið eftir niðurstöðu í klukkumálinu

Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir síðan að hætta var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu.

Plastið hefur áhrif á heilsu slökkviliðsmanna

Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins.

Útsmognir þjófar

Netþjófar geta oft á tíðum verið útsmognir og tekist að láta allt þýfið hverfa á aðeins nokkrum klukkustund. Þetta segir netöryggissérfræðingur banka og að snör viðbrögð skipti öllu máli.

Telur brotin margfalt fleiri en skömmin þvælist fyrir

Snögg viðbrögð eru það sem skipta öllu þegar reynt er að lágmarka tjón vegna netglæpa. Þetta segir yfirlögregluþjónn og að oft geti reynst erfitt að ná peningum til baka frá netglæpamönnum.

Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt

Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda.

Netið notað til að brjótast inn í lækningatæki

Lögreglan telur fjölgun netglæpa áhyggjuefni. Aðeins hluti brotanna endi á borði lögreglu og afbrotamennirnir finni sífellt nýjar leiðir til að ná sínu fram. Til að mynda sé hægt að nota dróna í annarlegum tilgangi og nýta netið til að brjótast inn í lækningatæki.

Depurð íslenskra ungmenna aukist um þriðjung

Depurð hefur aukist um þriðjung meðal íslenskra ungmenna á ríflega áratug. Þetta sýnir ný íslensk rannsókn og jafnframt að það sem skýri þetta sé líklegast auknir svefnörðugleikar barnanna

Sjá meira