Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu

Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðunum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur.

Sérstök kórónuveirudeild á Hrafnistu tekin í notkun

Gripið hefur verið til fjölda aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir kórónuveirusmit á hjúkrunarheimilum Hrafnistu en á heimilunum dvelja hátt í átta hundruð manns. Í vikunni tók til starfa sérstök deild á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg en henni er ætlað að taka á móti íbúum á Hrafnistu sem greinast með veiruna.

Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum

Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir.

Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél

Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél.

Hvergi fleiri látist vegna veirunnar en á Ítalíu

Um 320 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna um allan heim en hún breiðist hratt út. Stjórnvöld hafa víða hert aðgerðir til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Hvergi hafa fleiri látist af völdum veirunnar en á Ítalíu.

Sjá meira