Tómatar í stað erlendra ferðamanna Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna. 3.5.2020 22:00
Sumar hömlur komnar til að vera Prófessor og sérfræðingur í smitsjúkdómum segir ólíklegt að hægt sé að aflétta mörgum hömlum sem settar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins fyrr en bóluefni er komið gegn veirunni. 3.5.2020 13:27
Læknir telur öryggi annarra heimilismanna á Eir tryggt Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu 3.5.2020 11:39
Tilvalið að ráðast í úrbætur nú þegar ferðamenn eru færri Ráðast ætti í umfangsmiklar úrbætur á vegum landsins nú þegar dregið hefur verulega úr umferð með fækkun ferðamanna. Þetta segir sveitarstjóri Bláskógabyggðar og að þegar sé hafin uppbyggingu á ferðamannastöðum í sveitarfélaginu. 3.5.2020 10:57
Yfir þrjú hundruð milljarða reikningur sem lendir á skattgreiðendum VR hafa aldrei borist fleiri tilkynningar vegna brota á réttindum launafólks en nú. Formaður félagsins vill að fyrirtækjum verði gert að endurgreiða fjárstuðning stjórnvalda ef þau verða uppvís að broti. 2.5.2020 20:00
Hafa sett mörg verkefni á ís Þjóðgarðurinn á Þingvöllum verður af yfir þrjú hundruð milljónum króna á árinu vegna hruns í ferðaþjónustunni. Þjóðgarðsvörður segir að fresta þurfi viðhaldsverkefnum vegna þessa. 2.5.2020 19:05
Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2.5.2020 17:44
Munu þurfa að velja á milli að kaupa í matinn eða greiða skuldir Formaður VR segir hópuppsagnir hrúgast inn hjá félaginu og að staðan sé skelfileg. Mikilvægt sé að koma til móts við stóran hóp fólks sem fer á atvinnuleysisbætur í lok sumars. 2.5.2020 12:31
Vonast til að opna hótelið aftur í júní Vonir standa til að hótelin geti farið að taka aftur á móti gestum í júní en þeir sem á þeim starfa vona að Íslendingar verði tíðir gestir á hótelunum í sumar. 30.4.2020 23:15
Hvorki rútur né erlenda ferðamenn að sjá: „Þetta er bara ömurlegt“ Hrun í ferðaþjónustu hefur bitnað illa á íbúum á Suðurlandi, ekki síst í Bláskógabyggð. Sveitarstjórinn segir mikla óvissu ríkja um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér 29.4.2020 23:30