Stefnir allt í að fleiri smitist nú en í fyrstu bylgjunni Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. 14.10.2020 11:55
Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. 13.10.2020 17:44
Segir þörf á að fara „mjög hægt“ í að aflétta hertum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að það taki lengri tíma nú en í fyrstu bylgjunni að sjá rénun kórónuveirufaraldursins. 13.10.2020 11:53
Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8.10.2020 09:56
Tuttugu Covid innlagnir og álagið eykst stöðugt Nú liggja tuttugu manns á sjúkrahúsi vegna veikinida að völdum kórónuveirunnar. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga segir áhættuna meiri nú en í fyrri bylgju vegna þess hvað útbreiðsla veirunnar sé mikil. 7.10.2020 17:43
Hátt í þrjátíu í sóttkví vegna smits á bráðamóttöku Kórónuveirusmit hefur greinst á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. 7.10.2020 13:50
Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7.10.2020 12:27
Starfsmaður Barnaspítala Hringsins með kórónuveiruna Fimmtán sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með COVID-19. Þrír þeirra eru á gjörgæsludeild. Þá greindist starfsmaður á Barnaspítala Hringsins smitaður af kórónuveirunni. 4.10.2020 17:58
Kennarar uggandi yfir stöðunni Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. 4.10.2020 16:18
Röktu fólk til Irishman Pub með kortafærslum Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. 4.10.2020 14:05