Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Búið að skima fjölda íbúa og starfsmanna á Ísafold

Óljóst er hvort að fleiri íbúar hafi smitast af kórnuveirunni á Ísafold hjúkrunarheimili Hrafnistu í Garðabæ. Búið er að skima stóran hóp íbúa og starfsmanna. Forstjóri heimilanna segir að búið sé að grípa til víðtækra ráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir frekari smit.

Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag.

Í sex vikur veikur í farsóttarhúsi

Metfjöldi hefur verið í farsóttarhúsunum síðustu daga eða um sjötíu manns. Sá sem lengst hefur þurft að dvelja þar sökum veikinda var þar í sex vikur.

Margir í partíum án þess að passa sig

Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19.

Fólk veikara en áður þegar það leitar sér aðstoðar

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ákveðnar vísbendingar um breytingar á fjölda þeirra sem greinast með krabbamein. Hann hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins.

Ótvíræður árangur af landamæraskimun

Forsætisráðherra segir ótvírætt að tvöföld landamæraskimun eftir kórónuveirunni hafi skilað árangri. Þeim sem greinist á landamærunum hafi fjölgað verulega.

„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“

Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum.

Sjá meira