Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Foreldrar tíu mánaða stráks sem fæddist með sjaldgæfan taugahrörnunarsjúkdóm vonast til að lyfjagjöf í Svíþjóð muni gjörbreyta lífi hans. Hann verður fyrsta íslenska barnið til að fá lyfin. Veröldin hrundi þegar þeim var tilkynnt símleiðis að sonurinn væri með sjúkdóminn en við tók löng bið eftir að hitta lækni. 1.11.2024 19:39
Tólf klukkustunda gjörningur í Hörpu í dag Á morgun verður tólf klukkustunda langt verk flutt í Hörpu en gjörningurinn er hluti af Listahátíð Reykjavíkur. Verkið er sviðsverk þar sem þrjátíu og sex einstaklingar úr ólíkum starfstéttum koma saman og verða spurð sex hundruð spurninga. Verkið hefst klukkan tólf í hádeginu og stendur yfir til miðnættis. Aðgangur er ókeypis. 15.6.2024 10:46
Íþróttafélög hafa sum selt áfengi í leyfisleysi Íþróttafélögum sem selja áfengi á leikjum meistaraflokka sinna hefur fjölgað undanfarið. Dæmi eru um að sum þeirra hafi ekki tilskilin leyfi til þess. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands er hugsi yfir aukinni áfengisneyslu í kringum íþróttaviðburði og kallar eftir samtali innan íþróttahreyfingarinnar um málið. 14.6.2024 19:01
Vill úrbætur sem fyrst á Flóttamannaleið Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst. 14.6.2024 14:08
Óttast um öryggi barna á leiðinni á golfvöllinn Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst. 13.6.2024 21:00
Margt þarf að ganga eftir svo hægt sé að segja samningana góða Byrjað var að undirrita kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum í gærkvöldi og nótt en í þeim felast kjarabætur sambærilegar þeim sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum. Samningarnir gilda í fjögur ár og segir varaformaður BSRB margt þurfa að ganga eftir svo hægt sé að fullyrða að samningarnir hafi verið góðir. 13.6.2024 16:36
Til skoðunar að færa Grindavíkurveg vestar Framkvæmdir við Grindavíkurveg hefjast væntanlega í vikunni en til skoðunar er að færa veginn vestar eftir að hraun rann yfir hann um helgina. Vegurinn fór um helgina undir hraun í þriðja sinn síðan eldvirknin hófst við Sundhnúk. 10.6.2024 21:45
Spáir sól um allt land í vikunni Veðurfræðingur segir norðurheimskautaloftið sem reið yfir landið í síðustu viku með þeim afleiðingum að víða snjóaði vera loks á bak og burt. Hann spáir áframhaldandi góðu veðri næstu vikuna og ráðleggur sólþyrstum útilegumönnum að tjalda fyrir sunnan eða vestan næstu helgi. 10.6.2024 20:51
„Við höfum ekki séð þetta á Íslandi áður“ Lögregla rannsakar nú mál um tuttugu útlendinga sem fóru með sendingar fyrir fyrirtækið Wolt án þess að vera með atvinnuleyfi á Íslandi. Sérfræðingur hjá ASÍ segir ábyrgð fyrirtækisins mikla í málinu. 31.5.2024 20:21
Tuttugu sendlar Wolt eiga yfir höfði sér kæru Um tuttugu manns sem afhent hafa sendingar á vegum Wolt eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda hér á landi. Lögreglan segir ábyrgð atvinnurekenda í málum sem þessa töluverða. 31.5.2024 13:48