Hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Svandísi Formaður Flokks fólksins segist líta álit umboðsmanns Alþingis, um að matvælaráðherra hafi ekki gætt meðalhófs við bann á hvalveiðum, mjög alvarlegum augum. Hún hafi rætt við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi um að lýsa yfir vantrausti gegn ráðherranum. 8.1.2024 10:51
Sjálfstæðisflokkurinn líti málið alvarlegum augum og Píratar telja afsögn eðlilega Þingflokkur Sjálfstæðisflokks lítur alvarlegum augum álit umboðsmanns Alþingis um að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum hafi verið í andstöðu við lög. Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki og þingmaður Pírata segir eðlilegast að hún segi af sér. 5.1.2024 21:34
Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5.1.2024 21:01
Allt að átta tíma bið: „Við höfum ekki séð það svartara“ Læknir á Landspítalanum segist aldrei hafa séð það svartara. Spítalinn er yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leita á bráðamóttöku getur verið allt að átta klukkustundir. 4.1.2024 19:30
„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. 4.1.2024 12:51
Ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa Hjálmar Hallgrímsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ágætt að byrjað sé að gjósa, það sé ákveðinn léttir. Svæðið sé vel vaktað og „allir á tánum.“ 19.12.2023 02:03
Voru við vinnu í varnargarðinum þegar bjarminn blasti við Bjarki Hólmgeir Halldórsson og Allan Steindórsson voru að vinna við varnargarðana í Svartsengi þegar eldgosið hófst. 18.12.2023 23:55
Vinna við að loka gati á varnargarði Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað svæðinu að nýju við Grindavík. Einungis eru eftir starfsmenn verktaka sem vinna við að loka gati á varnargarði við Grindavíkurveg og við Bláa lónið. 18.12.2023 23:53
Rýming æfð í Bláa lóninu Rýming var æfð í Bláa lóninu í dag en það verður opnað á ný á sunnudaginn eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði. 15.12.2023 19:01
Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. 13.12.2023 18:49