Selenskí undir miklum þrýstingi Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa. 23.1.2026 19:02
Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Tímamótaviðræður um frið milli Rússlands og Úkraínu hófust í dag. Við ræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um viðræðurnar í kvöldfréttum klukkan 18:30 sem segir mikilvægt að virða fullveldi Úkraínu. 23.1.2026 18:01
Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál. 23.1.2026 13:13
Borgin beri ábyrgð sem eigandi Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmu sem gjöreyðilagðist í bruna í Gufunesi þegar hún var leigð út. Leigutaka átti að vera slæmt ástand skemmunnar ljóst en þar voru geymdir sögulega verðmætir hlutir. Slökkviliðsstjóri segir borgina bera ábyrgð en brunavarnir séu samspil eiganda og leigutaka. 13.1.2026 19:58
Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Slökkvilið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými í húsum þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. Grunur er um íkveikju í slíku húsi sem slökkviliðinu hafði borist ábendingar um. 13.1.2026 14:00
Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Ágætlega gengur að slökkva eldinn sem kviknaði í skemmu sem framleiðslufyrirtækið True North leigir í Gufunesi í Reykjavík, að sögn slökkviliðs. Altjón sé á húsinu og öllu því sem í því var. 12.1.2026 19:20
Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Tugir sátu fastir í bílum sínum klukkustundum saman þegar ofsaveður reið yfir á þjóðvegi 1 milli Jökulsárlóns og Skaftafells í gær. Björgunarsveitir komu um tvö hundruð manns til aðstoðar. Björgunarsveitarmaður ber ferðalanga lofi sem hafi þurft að dúsa í bílum sínum í lengri tíma við erfiðar aðstæður. 9.1.2026 12:17
Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Bandaríkin hafa burði til að innlima Grænland ætli þau sér það að mati fyrrverandi utanríkisráðherra. Prófessor í stjórnmálafræði tekur undir það og segir ólíklegt að Evrópa muni fórna NATO fyrir Grænland. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um Grænland hafi þegar haft það í för með sér að fleiri Íslendingar horfi í átt að Evrópusambandinu. 8.1.2026 20:34
Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum samkvæmt nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir þetta áhyggjuefni en á næstu tólf árum muni um sjö hundruð sjúkraliðar hverfa úr stéttinni sökum aldurs. 8.1.2026 15:50
Í takt við það sem verið hefur Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla. 15.12.2025 14:44