Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Út­tekt á merki­legu orð­færi Ingu Sæ­land

„Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana.

Stærstu og um­deildustu sigrar ársins

Við Íslendingar stærum okkur gjarnan af því að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við berjumst þangað til við vinnum. Við erum þjóð sigurvegara. Í þessum fyrsta annál fréttastofu fyrir árið 2024 verður einmitt farið yfir helstu sigra sem Íslendingar, og reyndar fáeinir útlendingar líka, unnu á árinu. 

Vill að Seðla­bankinn boði til auka­fundar og flýti stýrivaxtalækkun

Forseti Alþýðusambands Íslands vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti frekari lækkun stýrivaxta. Alltof langt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun í febrúar í ljósi nýjustu verðbólgumælinga. Raunvaxtastig á landinu sé nú í hæstu hæðum og ekki verði lengi við unað.

Móðir grípur til ör­þrifa­ráða og bóndi hafnar er­lendum fjár­festum

Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana á meðferðarheimili í Suður Afríku því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri hættu. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Skemmti­legustu kapp­ræður kosninga­bar­áttunnar

Kappleikarnir, öðruvísi og skemmtilegur kosningaþáttur, eru beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Frambjóðendur tíu flokka mætast í myndveri og svara spurningum um þau mál sem helst brenna á ungu fólki.

Kapp­hlaup við tímann í Karp­húsinu og eggja­skortur í að­draganda jóla

Samningaviðræður í kjaradeilu lækna og ríkisins eru á lokastigi og verið er að teikna upp kjarasamning, að sögn ríkissáttasemjara. Keppst er við að ná samningum áður en verkfall lækna hefst á miðnætti. Við förum yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

„Þetta var mjög skrýtin stemning“

Fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segir samkomulag sem skrifað var undir í nótt ekki ganga nærri því nógu langt. Dramatík hafi einkennt undirskriftina, eins og ráðstefnuna sjálfa daginn á undan.

Breyting á eld­gosinu og stór dagur í Karp­húsinu

Mjög hefur dregið úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökkna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. Við förum yfir stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Ögur­stund runnin upp í Karp­húsinu

Stór dagur er runninn upp í Karphúsinu. Vinnufundir í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga hófust í morgun og samninganefndir hafa svo verið boðaðar til eiginlegs samningafundar klukkan 12. Þá funda læknar og ríkið einnig í kapphlaupi við tímann.

Sjá meira