Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum. Samstöðufundur með Palestínumönnum verður haldinn á Austurvelli klukkan 12. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tuttugu bílfarmar af neyðargögnum, sem hleypt var inn á Gasa eftir langa bið í morgun, duga afar skammt ef binda á enda á martöðina á svæðinu, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Neyðin ágerist meðal Palestínumanna á meðan Ísraelsmenn búa sig undir enn frekari sókn. Við segjum frá vendingum dagsins fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

„Þú ert með völdin!“

Stuðningsfólk Palestínumanna sótti hart að ráðherrum fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Mótmælendur kröfðust tafarlausrar fordæmingar íslenskra stjórnvalda á árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðustu vikur og afhentu forsætisráðherra lista með tvö þúsund undirskriftum til stuðnings Palestínu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sonur manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Við ræðum við son mannsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óljóst er hvort tólf ára stúlka sem varð fyrir árás með stíflueyði við skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hljóti varanlegan skaða af. Stíflueyðirinn sem notaður var í árásinni hefur verið tekinn úr sölu í Hagkaup og neyðaráætlun virkjuð. 

Kveikti í IKEA-geitinni og sér ekki eftir neinu

Kona sem kveikti í IKEA-geitinni árið 2016 segist ekki sjá eftir neinu. Við ræddum við konuna í Íslandi í dag í gær - og fórum yfir eldfima sögu jólageitarinnar í Kauptúni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn, ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. Við höldum áfram umfjöllun um afsögn fjármáláráðherra og förum yfir það sem nú er hvíslað inni á Alþingi um næstu skref. Kvöldfréttir Stöðvar 2 á sínum stað klukkan 18:30.

Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“

Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt.

Sjá meira