Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15.6.2022 23:29
Hraðasta hlýnun á jörðinni yfir Norður-Barentshafi Norður-Barentshaf og eyjarnar þess eru sá staður á jörðinni þar sem loftslag hlýnar hraðast svo vitað sé samkvæmt rannsóknum norrænna veðurfræðinga. Hlýnunin þar er allt að sjöfalt hraðari en annars staðar á jörðinni. 15.6.2022 22:12
Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15.6.2022 20:23
Margir komist ekki inn á markaðinn eftir inngrip Seðlabankans Varaformaður Félags fasteignasala telur að ákvörðun Seðlabankans um að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur geti leitt til þess að margir komist ekki inn á fasteignamarkaðinn. 15.6.2022 20:02
Rödd Bósa ljósárs segir andstæðinga fjölbreytni „bjána“ Chris Evans, sem ljær Bósa ljósári rödd sína, segir fólk sem er reitt yfir því að tvær konur kyssist í nýrri teiknimynd vera „bjána“. Myndin hefur meðal annars verið bönnuð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna kossins. 15.6.2022 19:48
Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. 15.6.2022 18:46
Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. 15.6.2022 17:54
Lúðvík fær ekki að áfrýja dómi í meiðyrðamáli sínu til Hæstaréttar Hæstiréttur hafnaði ósk Lúðvíks Bergvinssonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn ritstjóra Viðskiptablaðsins og útgáfufélags þess. Málið var ekki talið hafa verulegt almennt gildi. 15.6.2022 17:30
Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. 14.6.2022 23:52
Navalní skyndilega færður í annað hámarksöryggisfangelsi Rússnesk yfirvöld færðu Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, skyndilega úr fangelsinu þar sem hann hefur verið vistaður í hámarksöryggisfanganýlendu enn fjær Moskvu. 14.6.2022 22:23