Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. 12.8.2025 11:59
Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks. 12.8.2025 09:32
Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Fyrrverandi skattstjórinn sem á að verða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er íhaldssamur repúblikani sem er sagður mannblendinn og vinalegur. Hann notaði reynslu af uppboðshaldi eitt sinn til þess að þagga niður í vandræðagemsa á þingi. Svo virðist sem hann hafi verið rekinn fyrir að þýðast ekki Hvíta húsið þegar það krafðist persónuupplýsinga um skattgreiðendur. 12.8.2025 07:02
Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Finnsk yfirvöld hafa ákært skipstjóra flutningaskips og tvo næstráðendur hans vegna skemmda sem þeir ollu á sæstreng í Eystrasalti á milli Finnlands og Eistlands í fyrra. Skipið er sagt hluti af svonefndum skuggaflota Rússa og skemmdarverkum þeirra í Evrópu. 11.8.2025 14:43
Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Björgunarsveitarfólk af Austurlandi aðstoðuðu ferðamenn sem lentu í sjálfheldu á Búlandstindi til aðstoðar í gærkvöldi. Töluverður viðbúnaður var í fyrstu þegar þörf var talin á sérhæfðu fjallabjörgunarfólki en ekki reyndist þörf á því á endanum. 11.8.2025 14:11
Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun bráðabirgðaheimild til undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag. Heimildin er sögð varða framkvæmdir sem voru þegar hafnar og að þær hafi engin áhrif á vatnshlot. 11.8.2025 12:47
Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11.8.2025 09:12
Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Tilraunaverkefni um að fanga og binda koltvísýringslosun kísilmálmvers Elkem var valinn staður í Noregi frekar en á Íslandi þrátt fyrir að bindingarlausn Carbfix væri sú hagkvæmasta. Forstjóri Elkem á Íslandi segir ástæðuna nýsköpunarstyrki í Noregi sem íslensk stjórnvöld geti ekki keppt við. 10.7.2025 07:03
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum. 9.7.2025 08:02
Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar. 8.7.2025 15:19