Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Sú mynd sem þingmaður Viðreisnar dregur upp af stöðu nýsköpunar á Íslandi er skökk, að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Þingmaður heldur því fram að tækni- og nýsköpunarfyrirtæki séu enn minna sýnileg á íslenskum markaði en í Evrópu. 29.10.2025 16:00
Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Dómstóll í Danmörku lýsti bifhjólagengið alræmda Bandidos ólöglegt og skipaði fyrir um að það skyldi leyst upp í dag. Mismunandi deildir gengisins myndi eina heild sem sé skipulögð glæpasamtök. 29.10.2025 14:23
Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Tveir ungir sænskir ríkisborgarar sem eru taldir hafa kastað handsprengjum að ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í fyrra voru ákærðir fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverka. Málið er það fyrsta sinnar tegundar í Danmörku sem varðar hryðjuverk sem var fullframið. 29.10.2025 13:29
Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Veikleikar í samkeppnishæfni Evrópu sem lýst var í umfangsmiklli skýrslu fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu í fyrra eru enn meira áberandi á Íslandi. Þingmaður Viðreisnar segir tækni- og nýsköpunarfyrirtæki minna sýnileg á markaði hér en í Evrópu. 29.10.2025 09:45
Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Náttúruverndarsamtök sem stefndu norska ríkinu vegna olíuleitarleyfa hrósa sigri þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi hafnað kröfu þeirra í dag. Þau telja dóminn skylda norsk stjórnvöld til þess að meta loftslagsáhrifin af frekari olíuleit og framleiðslu. 28.10.2025 17:31
Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við hvernig íslensk stjórnvöld stóðu að upplýsingagjöf um sérlausn sem þau fengu vegna hertra losunarreglna. Lausnin er opin öllum flugfélögum sem fljúga um Ísland en hún virðist ekki hafa verið auglýst fyrir erlend félög að neinu marki. 28.10.2025 15:02
Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Norðurlöndin hafa verið leiðarljós lýðræðis og mannréttinda í heiminum en sameiginlegum gildum þeirra er nú ógnað, að mati Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra. Viðræður Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarsamstarf eru sagðar ganga vel. 28.10.2025 11:39
Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Donald Trump segist vera áfjáður í að bjóða sig fram til forseta þriðja sinni árið 2028 þrátt fyrir að stjórnarskrá Bandaríkjanna leggi blátt bann við því. Fyrrverandi aðalráðgjafi hans segir áætlun þegar til staðar um að Trump sitji áfram í trássi við stjórnarskrána. 27.10.2025 15:32
Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Karlmaður á sextugsaldri sem lést nærri Apavatni á föstudag var á rjúpnaveiðum við annan mann þegar hann varð fyrir voðaskoti. Enn er unnið að því að safna gögnum af vettvangi á meðan veður leyfir. 27.10.2025 14:53
Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Æðsti dómstóll Kamerún lýsti Paul Biya sigurvegara kosninga sem fóru fram fyrr í mánuðinum í dag. Biya er elsti forseti í heimi en hann verður á hundraðasta ári þegar kjörtímabili hans lýkur. Fjórir hafa fallið í átökum mótmælenda og öryggissveita en stjórnarandstaðan telur að brögð hafi verið í tafli í kosningunum. 27.10.2025 12:12