Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tuttugu og fimm ár fyrir að and­æfa inn­rásinni

Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga.

Bein útsending: Norræn sveitarfélög og loftslagsbreytingar

Rætt verður hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum geta undirbúið sig undir áhrif og afleðingar loftslagsbreytinga á norrænni ráðstefnu sem Veðurstofan og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur í dag. Streymt verður frá ráðstefnunni á Vísi og hefst dagskráin klukkan 9:00.

Seldi milljarða­mæringi fast­eignir án þess að gefa það upp

Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir.

Kaupa allan búnað N4 og veðja á dagskrárgerð á Húsavík

Framleiðslufyrirtækið Film Húsavík hefur fest kaup á öllum tækjabúnaði þrotabús norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4. Einn forvarsmanna fyrirtækisins segir það ætla að veðja á innlenda dagskrárgerð á Húsavík en ekki standi til að endurvekja sjónvarpsstöðina.

Í gæslu­varð­hald vegna stungu­á­rásar í Reykja­nes­bæ

Landsréttur staðfesti tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem er grunaður um að hafa stungið annan mann í hendina í Reykjanesbæ um páskana. Maðurinn er sagður dvelja ólöglega á landinu og hafa komist ítrekað í kast við lögin.

Orku­notkun raf­myntar­graftar á við milljónir heimila

Á fjórða tug gagnavera sem grafa eftir rafmyntum í Bandaríkjunum nota svipað mikla raforku og þrjár milljónir heimila í næsta nágrenni þeirra. Verin eru að langmestu leyti knúin með jarðefnaeldsneyti og valda þau losun á við 3,5 milljónir bensín- og dísilbíla.

Paypal kastar ís­lenskum aurum

Bandaríska greiðslumiðlunarsíðan Paypal ætlar að hætta notkun aukastafa í færslum með íslensku krónunni á föstudag. Breytingin er sögð í samræmi við leiðbeiningar Seðlabanka Íslands þrátt fyrir að tuttugu ár séu frá því að allar greiðslur urðu í heilum krónum á Íslandi.

Ríkið samdi við hjúkrunar­fræðinga

Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamninga í dag. Samningurinn er sagður tryggja launahækkanir og kjarabætur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu næsta árið.

Sjá meira